Áfram Ingibjörg Sólrún!

ISG & JSÞað hefur löngum borið á því að Ingibjörg Sólrún hefur verið gagnrýnd óvægilega af pólitískum andstæðingum hennar og Samfylkingarinnar. Fyrir daga hrunsins voru menn s.s. Hannes Hólmsteinn og lagsbræður hans iðnir við kolann. Nokkur sýnishorn af upphrópunum hægrimanna sýna hversu annt þeim var um að tjá hug sinn til hennar: "Sápukúlan Ingibjörg Sólrún"  "Ingibjörg Sólrún - Ræðusnilld á röngum tíma". "Vitlaus kona á vitlausum stað og vitlausum tíma" sem "vekur góðlátlega fyrirlitningu".  

Það er sammerkt þessum skrifum að þau byggjast á ómálefnalegri gagnrýni. Þar er ein uppáhalds klisjan að ISG sé í sérstöku sambandi við Baugsveldið.

Nú hefur ný atlaga verið gerð og að henni standa ólíklegustu menn og mun umfangið aukast mjög þegar nær dregur kosningum. Ingibjörg Sólrún hefur gert mistök líkt og aðrir, en hennar mistök í forystu Samfylkingarinnar eru dvergvaxin í samanburði við syndaskrá forystumanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Og það sem meira er, hún hefur viðurkennt að hún sé ekki óskeikul og hún hefur í verki axlað ábyrgð með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

Ég kaus Kvennalistann með Ingibjörgu Sólrúnu innanborðs löngu fyrir daga Samfylkingarinnar. Ég studdi hana í kosningum til borgarstjórnar og gekk loks í Samfylkinguna. Hún er sá stjórnmálamaður samtímans sem hefur best höfðað til mín og minna hugmynda um þjóðmál. Ég fagna því ákvörðun hennar um áframhaldandi starf til stuðnings jafnrétti og samfélagi siðaðra manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja ekkert var gert í fyrri ríkisstjórn eftir að bankakerfið var hrunið og ekkert er gert í núverandi ríkisstjórn. Eina sem er sameiginlegt með þessum stjórnum er að samfylkingin er þar við völd.

ISG á að segja af sér hún og Jóhanna voru viðriðin þetta fyllerí sem búið er að vera undanfarin ár og maður hefði nú haldið að samfylkingin ætlaði að endurnýja í flokknum er það er bara sami skíturinn þar.

Enginn virðist ætla að taka ábyrgð innan flokksins.

Svavar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:59

2 identicon

Ég vil nú taka fram að ég hef aldrei aldrei átt mér neinn sérstakan foringja í stjórnmálum sem ég er tilbúinn að bakka upp í hvaða vitleysu sem er. Eins hef ég aldrei verið svo illa kominn að ég hafi vilja láta kenna mig við krata hvar í flokki sem þeir standa.

Sú var tíðin að ISG var róttækur foringi til vinstri eins og svili hennar. En það eiga þau sameiginlegt að hafa kvatt róttækar og skynsamlegar skoðanir í skiptum fyrir völd og klapp á kinn frá hernaðarveldum heimsins.

ISG hefur framið nokkur harakíri á sjálfri sér á undanförnum mánuðum.

1. Hún tók ákvörðun löngu fyrir kosningar 2007 að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, og miðaðist öll kosningabarátta hennar og Samfylkingarinnar að ná í fylgi til vinstri í staðin fyrir að beita spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum.

2. Þegar hún settist sem utanríkisráðherra í ráðuneyti Geira harða þá lofaði hún samræðum og samvinnu um varnarmál en var snögg að skipta um skoðun og ráða ráðum sínum við hernaðarbandalagið Nato og láta vilja landa sinna víkja fyrir hagsmunum Nató.

3. Hún stoppaði ekki dýra en vonlausa baráttu fyrir sæti í öryggisráði US til að eiga frekar peninga til að standa að raunverulegri aðstoð við þá sem á því þurfa að halda.

4. Kattarþvottur hennar og í raun og veru samþykki hennar á stefnu þeirra stríðsglæpamanna sem réðu Íslandi eins og tvíræðisherrar í Íraks-málum var bæði ógeðfeld og sýndi að hún var tilbúin að ganga langt í skiptum fyrir völd til að geta hyglt sinni klíku innan Samfylkingarinnar með feitum embættum og bitlingum.

5. Stofnun Varnarmálaskrifstofu er ekkert annað en fjáraustur og ekki til neins annars en að búa til einhvað bákn sem getur orðið til að við Íslendingar flæjumst enn frekar inn í hernaðarbrölt og átök.  Því þó að vesturveldini séu blessunarlega laus við glæðaklíkuna sem ráðið hefur USA síðustu 8 ár er alveg víst að álíka menn munu aftur komast til valda í því ríki græðgi og yfirgangs.

6. Framkoma ISG á fundum eftir hrun þar sem hún stóð eins þétt við hlið þess harða er henni til ævarandi minnkunar og sýnir að hún er ekki gefin fyrir samræðustjórnmál nema að samræðurnar séu henni að skapi.  Frasar eins og " þið eruð ekki fólkið", " það á ekki að mótmæla svona" eru bara orð valdasjúks herra sem maður vissi að Davíð Oddson  og Halldór Ásgrímsson hefðu getað sagt.  En maður trúði ekki fyrr en á tók að ISG er einmitt foringi eins og þeir.

Það að fylgja foringja eins og ISG í blyndni er ekki góð teikn. Og vonandi verður sú lexía sem flestir hafa fenigið um hvert gagnrýnislaus fylgispeki við misvitra foringja getur teymt heila þjóð til þess að fólk fer að virða sjálft sig og skoðanir sínar meir en foringjan sinn.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:01

3 identicon

Góður pistill Hjálmtýr.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:15

4 identicon

Sæll Hjálmtýr,

Ég skil ekki hvers vegna þú vilt fría ISG algjörlega allri ábyrgð á tómlætinu sem viðgekkst ekki síst þá 18 mánuði sem hún sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Þér hefur verið tíðrætt um hroka DO í garð andstæðinga sinna í gegnum árin og ISG var hans helsti gagnrýnandi um árabil.  Það er engu að síður staðreynd að vinsældir DO héldust nær óbreyttar allan hans feril sem stjórnmálamanns og því kemur það ekki á óvart að ISG skuli beyta sömu meðulum og hann gerði, þ.e.a.s. HROKA!!

ISG hefur verið sérstaklega hrokafull síðustu mánui eftir hrunið og nægir að nefna ummæli hennar á fundi í Háskólabíó þar sem hún taldi fundargesti ekki þess umkomna að endurspegla vilja þjóðarinnar, og nú síðast tilkynnti hún með viðhöfn hvernig hún væri búin að ákveða  sætaskipan  á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík!!  Hverskonar framkoma er þetta við flokksmenn og þá sem vilja taka þátt í prófkjörum?  Er það þetta sem þú vilt Hjálmtýr?  Hrokafullir einræðistilburðir sem þú sjálfur hefur verið svo gagnrýninn á?

Sjálfum finnst mér að ALLIR forystumenn og ráðherrar þeirra ríkisstjórna sem setið hafa hér síðastliðin ár eigi að víkja, enda bera þeir óumdeilanlega sína ábyrgð.  Það eru ekki flokkar sem bera ábyrgðina heldur fólkið sem fyrir þeim hefur farið, enda hefur það oft gerst að forystumenn flokka hafa breytt þvert á vilja flokksmanna sinna og nægir að nefna þau hrapalegu mistök Samfylkingarinnar að leggja helsta baráttumál sitt til hliðar þegar hún gekk í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þ.e. inngönguna í ESB.  Sú ákvörðun var í raun ekkert annað en móðgun við þá kjósendur sem kusu Samfylkinguna einmitt vegna þessa.

Stjórnmálamenn hafa verið duglegir við líkingarmálið og ISG er þar fremst í flokki.  Nú síðast talaði hún um að hún hefði flutt inní hús sjálfstæðismanna sem hefði verið langt komið í byggingu og hefði þess vegna ekki getað haft neitt um það að segja hvernig húsið var byggt og svo kom hroka_sigri hrósandi_glottið sem hún hóf að temja sér eftir að hafa verið ósigrandi í Reykjavík um árabil.  En ef blessuð konan var svo vitlaus að flytja inní illa byggt og hriplekt hús þá verður það að vera hennar vandamál, enda var það hennar val og enginn sem þvingaði hana inní húsið.  Og það sem verra er að hún vissi löngu áður en ég og þú að húsið var að brenna en ákvað að gera ekkert í málunum og jafnvel þó hún hafi ekki kveikt í þá fékk hún svo sannarlega tækifæri til að slökkva bálið eða a.m.k. minnka það svo að húsið brynni ekki til grunna.

Stjórnmálamenn sem hafa notið viðlíka vinsælda og ISG og DO hljóta að hafa eitthvað til síns ágætis enda held ég að enginn deili um það í þeirra tilfellum.  Það er hins vegar vandinn með slíka menn og konur að þau virðast ekki kunna sinn vitjunartíma.

Nei Hjálmtýri ég verð að gera þá kröfu til þín að vera samkvæmur sjálfum þér og temja þér ekki þá blindu foringjadýrkun sem hefur verið helsti akkilesarhæll Sjálfstæðisflokksins um árabil en mun vonandi heyra sögunni til.

Ég trúi því að þú hafir skrifað þennan pistil í hálfkæringi enda er hann í hrópandi mótsögn við sjálfan þig.

kv

Gunnar

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það að fylgja foringja eins og ISG í blyndni er ekki góð teikn“ (blindni) Þetta er ekki alveg rökrétt hjá þér Sigurður. Ég tel að það sé aldrei gott fyrir nokkurn mann að fylgja neinum eftir í blindni. Hvorki Ingibjörgu Sólrúnu eða öðrum. Þú gefur í skyn að það sé í lagi að fylgja einhverjum öðrum en ISG - sem ekki eru „eins og SG“.

Fylgispekt mín við Ingibjörgu byggist alfarið á því að ég hlusta á það sem hún segir og fylgist með því sem hún gerir.

Yfirlýsing hennar á fundinum í Háskólabíói er hárrétt og enginn sanngjarn maður getur rengt það. Hinsvegar voru þessi ummæli mislukkuð fyrir stjórnmálamann á þeirri stundu og þeim stað sem þau féllu. Ég var þarna sjálfur og vissi um leið að „svona gerir maður ekki“. En viðmælandi Ingibjargar - sá sem hún var að svara - tók þannig til orða að hann væri fulltrúi þjóðarinnar. Sem er rangt hjá þeim góða manni.

Annað sem þú týnir til er mikið byggt á þínum eigin vangaveltum og skoðunum og það er ekki algilt það sem frá þér kemur. Þú „ert ekki þjóðin“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er eins og þú Hjálmtýr eindreginn stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir sem stjórnmálamanns og leiðtoga samtímans og framtíðar. Er afskaplega ánægð að hún hefur gefið kost á sér áfram sem formaður Samfylkingarinnar.

Ég er líka eindreginn stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttir sem stjórnmálamanns og leiðtoga samtímans og framtíðar. Er mjög ánægð með að hún er forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.

Einnig er ég eindregin stuðningsmaður Dags B Eggertssonar sem stjórnmálamanns og leiðtoga samtímans og framtíðar. Er mjög ánægð með að hann hafi gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar.

Við erum afskaplega rík að eiga kost starfskröftum þessa dugmikla fólks til forystu í þjóðmálum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.3.2009 kl. 12:09

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnar

Þú ert líka með „blinda“ sjónarhornið. Ég segi og skrifa að framkoma Ingibjargar einkennist ekki af hroka.

Þú segir hana setja upp „hroka_sigri hrósandi_glottið“. Merkilegt hvað við upplifum manneskjuna með ólíkum hætti.

Stjórnmálamenn hafa misjafna framkomu, t.d. var Halldór Ásgríms sjaldan glaður í bragði. Maður varð stundum þunglyndur á að hlusta á hann. Davíð O er sérfræðingur í hrokafullri framkomu - ég bakka ekki með það.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 12:11

8 identicon

Það er enginn að biðja þig að bakka með það að DO hafi verið hrokafullur og það sem ISG sagði í Háskólabíói var hárrétt en engu að síður hrokafullt.  En það er greinilegt að þú líður bara sumum að vera hrokafullum en ekki öðrum.  Merkilegt.  En þú minnist ekkert á þá "hógværð" ISG að vera búin að ákveða hvernig listarnir í Reykjavík eigi að líta út eða þá ákvörðun hennar að aðhafast ekkert í brennandi húsi, sem hún reyndar flutti inní af fúsum og frjálsum vilja.  Það að við skulum upplifa manneskjuna með ólíkum hætti lýsir blindni þinni í hennar garð.  Öðruvísi er ekki hægt að túlka það sem þú skrifar.

Ég var stuðningsmaður DO á upphafsárum hans sem stjórnmálamanns og þá sérstaklega sem borgarstjóra, en með augun opin sá ég hvernig valdið spillti og valdhrokinn lét á sér kræla.  Á sama tíma kusu margir að loka augunum fyrir þessum göllum hans og héldu áfram að styðja hann og gera enn.  Ekki ég.   Því miður er það sama uppá teningnum hjá ISG og ykkur sem neitið að horfast í augu við staðreyndir.  Þið eruð ekkert skárri en Hannes Hólmsteinn í foryngjadýrkun.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 12:44

9 identicon

Skil ekki að fólk vilji Ingibjörgu fyrir utan að hún er fárveik konan þá er ég ekki samþykk að vinkona ákveðinna manna sem sæta stórri rannsókn sé formaður flokks sem kannski endar í stjórn. Það sást best þegar átök voru um fjölmiðlafrumvarpið hverja hún styður.

Gunna (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:51

10 identicon

Hjálmtýr þakka þér að lesa í það sem ég skrifa og túlka það þannig að ég skilji það betur hvað ég læt í skína.

Ég er nú ekki sterkur á svellinu þegar kemur að skammstöfunum og veit því ekki alveg hver foringinn minn, hann eða hún SG, er.

Get samt alveg viðurkennt að mér hefur þót Steingrímur Sigfússon sér samkvæmur alveg þangað til hann réði Gunnar Örn sem formann bankastjórnar Nýja Kaupþings, þar skeit hann svoleiðis upp á bak að ég held að honum sé hollast að hætta í pólitík.

En það sem mér var nú efst í huga þegar ég las um hollustu þína við ISG er að þrátt fyrir að þú hafir oft látið í ljós rökréttar og skiljanlegar skoðanir á pólitík stundarinnar þá dofnar bjartsýni mín á að það verði einhverjar breytingar sem máli skipta í samfélagi okkar sem hefur einkennst af sérhagsmunum, hroka og valdapoti. Það á við íhaldsmenn eins og DO,GH,ÁM,BB, GÞÞog marga fleirri, framskóknarmenn eins og HÁ, VS og líka um krata eins og ÖS,JBH og ISG. 

Það er algengt að fólk sem á sér leiðtoga í lífinu setji réttlætiskíkinn á blinda augað og það finnst mér þú gera þegar þú berð framkvæmdir ISG saman við blaðrið í henni.

Annað sem mér dettur nú í hug vegna þessa bloggs. Af hverju hefur Dagur B. Eggertsson ekki lagt fram reikninga vegna prófkjörsslags síns fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.  Framganga hans í Rei málinu þar sem hann stóð þétt með þeim sem vildu einkavæða REI og kom Bjarna Ármannsyni þar inn vekur vissar grunsemdir um hverjum hann hafi heitið hollustu. Einhvernvegin á ég bágt með að treysta þeim manni.

kveðja

Sigurður

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:53

11 identicon

Var einhver að tala um Davíðsdýrkun og náhirð Davíðs?  Hvað með blinda dýrkun á ISG?  Og er ekki orðin til náhirð ISG? 

Og hvað með lýðræðisástina í Samfó?  Að skipa sjálfa sig og hægri hönd sína, Jóhönnu Sig í efstu sæti hjá Samfó í Reykjavík.  Eiga ekki kjósendur að fá að velja hverjir eru í efstu sætunum á framboðslistum Samfó í Reykjavík?

Og hvað með að axla ábyrgð?  Þau ISG, Jóhanna og Össur voru öll í ríkisstjórn þegar hrunið varð?  Sváfu þau ekki á verðinum og eiga þau ekki að axla ábyrgð.  Er valdasýkin svona yfirgengileg að þetta ágæta fólk vill ekki víkja?

Hvað með þessa ónauðsynlegu og dýr Varnarmálastofnun, sem ISG valdi dóttur vinkonu sinnar úr Kvennalistanum sem forstýru?  Það hefði nú eitthvað verið sagt hefðu Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn gert eitthvað svipað.

Nú eru fótgönguliðar og leigupennar Samfó búnir að hrekja í burt stjórn FME, ríkisstjórn Geirs og Davíð og félaga úr Seðlabankanum.  Hvað með ISG, Össur og Jóhönnu?  Og hvað með forsetann "ykkar".  Ætti hann ekki að víkja, þessi klappstýra útrásaróráðssíunnar sem setti landi á hausinn?  Forsetinn er að verða eins og Pútín í Rússlandi, velur sitt fólk í valdastöður..  Svo munu vildarvinir Samfylkingarinanr fá að kaupa þrotabúið Ísland líkt og ólígarkarnir í Rússlandi.  Það verður aldrei sátt í landinu fyrr að allt þetta fólk hefur axlað ábyrgð og vikið, að öðrum kosti mun óánægja hér í landa verða eins og tímasprengja undir Samfó.

Já, þau eru mörg líkin í lestinni sem Samfó þarf að dragnast með í komandi kosningum.

Ps. Og að sjálfsögðu munu þessi athugasemd mín verða afgreidd sem; rökleysa, ómálefnaleg, skítkast, vitgrönn skrif af íhaldsmanni, og órökstuddar dylgjur sem ekki eru svaraverð, - ef ég þekki Samfylkingarfólk rétt.  Sannleikanum verður nefnilega hver sárra reiðastur.

Þorleifur K. Óskarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:48

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þorleifur - þú ert þriðji maðurinn sem nefnir blinda dýrkun! Það þýðir sjálfsagt ekkert að reyna að sannfæra ykkur „blindingjana“ um það að ég þykist vera með ágæta pólitíska sýn. Og nú bætir þú um betur og nefnir náhirð. Ég hef ekki notað þetta hugtak og man ekki hver kom því í umferð. Verður þú ekki að skilgreina þetta nánar og nefna hvernig þú heimfærir það uppá fólk sem fylgir ISG.

Ingibjörg hefur ekki skipað sig eitt eða neitt. Hún býður sig fram til formennsku og í sæti á lista. Það er ekki hennar að skipa - hún verður að lúta vilja kjósenda. Þið sem hafið felst á hornum ykkar varðandi ISG ættuð að hugsa ykkur aðeins um áður en hugtökum er skotið á loft.

Þú setur skemmtilegan varnagla í lok innleggsins. Ég ætla ekki að auka þekkingu þína á samfylkingarfólki. Þú ert með þettra allt á hreinu.

Og Gunna

Þú ert greinilega líka með hlutina skýra og skilgreinda. „Vinkona ákveðinna manna“ er fremur lélegt endurvarp af Hannesi Hólmsteini.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 17:29

13 identicon

.... hún hefur í verki axlað ábyrgð með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

- Þetta er ekki rétt, hún axlaði enga ábyrgð, heldur hrökklaðist frá vegna þrýstings frá grasrótinni. Ég hef líka kosið og stutt ISG, en þegar hún sýndi okkur Davíðstaktana í síðustu ríkisstjórn, þá sýndi hún okkur puttann. Hún ásamt Geir Haarde kom í veg fyrir að gengið yrði strax í bankana og þeir innsiglaðir, grunaðir teknir til yfirheyrslu af því að ekki mátti persónugera bankahrunið!!! Voru þetta náttúruhamfarir? Var það Ingibjörg sem sá til þess að Björgvini Sigurðssyni var haldið frá vitneskju um gang mála?

Ef Ingibjörg vill Samfylkingunni vel, á hún að stíga til hliðar. Þar með sýndi hún snefil af auðmýkt. Annað er ekki boðlegt.

Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:41

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kolla segir að „annað sé ekki boðlegt“. Þetta er eins og almættið hafi kveðið uppúr með það. Þú verður að sætta þig við það að það geta ekki allir fallist á þessa afdráttarlausu niðurstöðu þína.

Það er fróðlegt að sjá hversu mörgum er heitt í hamsi þegar ISG er á dagskrá. Henni er eignað margt illt og rangt. Sumt er tóm vitleysa og annað eru skoðanir sem eru að sjálfsögðu jafn margar og mismunandi og eigendurnir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 18:10

15 identicon

Veit ekki hver er blindur, Hjálmtýr.  En þú virðist vera blindur í dýrkun þinni á ISG.

Á ég að skilgreina orðið "Náhirð".  Kannski að þú að félagar þínir í Samfó ættu að þekkja þetta hugtak einna best eins og það hefur verið ofnotað hjá mörgu Samfylkignarfólki.

Hef heyrt að ISG safni að sér einskonar hriðmeyjum til að tryggja sér völd.  Margir frambærilegir karlmenn hafa því hrökklast úr valdastöðum í Samfylkingunni:

Gunnar Svavarsson átti víst aldrei séns í að verða ráðherrra.  Hann var ekki í klíku ISG.  Það sama átti við Lúðvík Bergvinsson.

Allir vita nú hvernig Ágúst Ólafur hefur verið hrakinn úr valdastöðu úr Samfylkingunni. 

Nú, ég hef heyrt það "leyndarmál" að ISG talaði ekki við Björgvin Sig. í heila 40 daga áður en að hann sagði af sér, og hann hafi því neyðst til að segja af sér af því að valdaklíka ISG frysti hann úti því hann var ekki í náðinni þar.  Ástæða afsagnar hans var því ekki af því að hann vildi axla ábyrgð, hann var einfaldlega neyddyr til þess.

Þú átt eftir að sjá að þú hefur verið blekktur til fylgilags við ISG.  Ég segði þetta ekki af illkvitni, heldur vegna þess að ég hugsa vel til þín.

Eigðu góðar stundir.

Þorleifur K. Óskarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:53

16 identicon

É geri mér grein fyrir að ég er ekki þjóðin ...! Hvenær er hægt að segja að eitthvað sé ekki boðlegt? Þarf flokksfund til að ákveða það eða eigum við að taka þetta út úr hugtakaorðasafni?

Ingibjörg hefur gert ýmislegt sem hefur misboðið mér (taktu eftir, ég segi ekki þjóðinni), eins og þegar

  • hún tók upp Davíðstakta í tilsvörum
  • bjó til sendiherrastöðu utan um vinkonu sína
  • ferðaðist með einkaþotu á fund í Brussel
  • peningaaustur (1,1miljarður) í undirbúning umsóknar að Öryggisráðinu
  • tilkynnti að hún færi ekki frá, fyrr en hún hefði komið þjóðinni í skilning um að henni væri best borgið innan ESB (Hverjum ætli ISG hafi ætlað spillingarembætti þar)
  • kom í veg fyrir að nokkur yrði tekinn til yfirheyrslu eftir hruunið, meðan pappírstætararnir ofhituðu sig af því að ekki mátti persónugera hrunið. Einmitt, snjóflóð eru ekki af mannavöldum
  • o.m.m.fl.

ÞETTA ER EKKI BOÐLEGT!

Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:54

17 identicon

Það er alveg sama hvernig á málið er litið þá stendur eftir sú staðreynd að Ingibjörg og Geir bera saman fulla ábyrgð á athöfnum og athafnaleysi í þá 18 mánuði sem þau störfuðu saman.  Ef þú kýst að líta svo á að ISG hafi verið viljalaust verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokksins og eigi þess vegna enga sök á aðgerðaleysinu þá verður þú að eiga það við þig, en að halda því fram að hún hafi axlað ábyrgð með því að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er hin mesta þversögn þar sem hún sleit alls ekki samstarfinu heldur setti Geir og félögum afarkosti sem þeir hefðu allt eins getað samþykkt og þá sætum við enn uppi með fyrri stjórn, m.ö.o. þá bauð hún uppá áframhaldandi samstarf sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði.  Það er nú öll ábyrgðin sem blessuð konan hefur axlað.  Útrætt mál!

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:08

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nú hefur safnast á bloggsíðuna mína sýnishorn af því sem menn telja að Ingibjörg Sólrún hafi gert rangt að undanförnu. Eins og ég benti á fyrr þá eru sumar skoðanirnar einstaklingsbundnar og misvel rökstuddar. Annað getur verið útúrsnúningur eða misskilningur.

Ég ræddi „Ingibjargar“málið við kunningja minn sem hefur líkt og ég fylgst lengi með andmælum gegn formanni Samfylkingarinnar. Hann rifjaði upp með mér hið fræga svar ISG á borgarfundinum í Háskólabíói þegar hún benti viðmælenda úr sal á að hann eða fundurinn gæti ekki mælt fyrir munn þjóðarinnar. Kunningi minn benti á að samhengi hlutanna skipti hér máli. Maðurinn í salnum setti nefnilega fram þá kröfu að þessi hópur sem mætti í Háskólabíó ætti að fá áheyrnarfulltrúa á fundum ríkisstjórnarinnar. Svar Ingibjargar Sólrúnar var því hárrétt og í samræmi við staðreyndir málsins.

En eins og ég skrifaði fyrr þá fannst mér þá að stemmingin á fundinum hafi verið slík að athugasemd ISG hafi fallið í grýttan jarðveg. Enda hafa andstæðingar hennar reynt að nýta sér þetta til hins ítrasta. En rétt skal vera rétt og það var aðeins til eitt rökrétt svar við þessari tillögu mannsins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 22:20

19 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála Hjálmtýr, ég hef mikla trú á Ingibjörgu og styð hana heilshugar.  Þessar hatursfullu athugasemdir gegn henni eru ekki þess virði að taka alvarlega, eiginlega vorkenni ég þessu aumingja fólki ! 

Berglind (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:02

20 identicon

Hjálmtýr, útskýrðu fyrir mér hugtakið „pólitísk ábyrgð“ og hvernig það getur sneitt framhjá Ingibjörgu Sólrúnu, og kannski í leiðinni hver bar ábyrgð á að viðskiptaráðherra (Björgvin) vissi ekkert hvað fram hafði farið á 6 fundum forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra með Seðlabankastjóra, vissi ekkert af kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og seðlabanka Norðurlanda frá apríl 2008 um varúðarráðstafanir til gagnvart íslenska bankakerfinu og að enginn ráðherra Samfylkingar vissi því neitt um málin þegar Glitnir var yfirtekinn?

Gunnar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:43

21 identicon

Merkilegt hvað IGS vekur alltaf upp miklar og sterkar tilfinningar hjá fólki. Á tímabili var rógsherferðin gegn henni af hálfu pólitískra andstæðinga komin út fyrir allt velsæmi. Finnst því gott að sjá fólk sem stendur fast við sína sannfæringu, þrátt fyrir að fá yfir sig holskeflu af hneiksluðum bloggurum. Er sammála síðuritara að pólitík Ingibjargar höfðar betur til mín en flestra annarra íslenskra stjórnmálamanna sem hafa verið í leiðtogahlutverki undanfarin ár. Þetta snýst ekki um foringjadýrkun. Ég er einfaldlega miklu oftar sammála henni en öðrum.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:51

22 identicon

Alveg sammála þér Hjálmtýr. Ingibjörg er sterkur leiðtogi sem veit vel hvað er flokknum fyrir bestu! Ég sé ekki alveg hrokann í því að setja Jóhönnu sem forsætisráðherra, sem er sá stjórnmálamaður sem nýtur mests trausts þjóðarinnar... Og ég VEIT að ég er ekkert blind. Það tók mig langan tíma að ákveða stefnu mína í stjórnmálum, en Ingibjörg gerði útslagið - hún og Samfylkingin hafa alvöru gildi að leiðarljósi fyrir alla - ekki bara þá fjársterku.

Herdís Björk (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:36

23 Smámynd: Björn Heiðdal

Sama hvað Hjálmtýr Heiðdal segir um sínar skoðanir þá dýrkar hann Ingibjörgu Sólbjörtu.  Hann sópar öllum sóðaskapnum undir teppi og einbeitir sér að góðu hlutunum.  Sama gera allir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar t.d. Hannes Hólmsteinn.  Hjálmtýr og Hannes eru því tvær hliðar á sama peningnum.  Báðir vilja veg sinna leiðtoga sem mestan.  Einn munur er þó á því Hannes þekkir Davíð persónulega en Týri þekkir ekki Ingibjörgu nema í gegnum þriðja aðila.  Sú staðreynd segir okkur að hann er "blindari" í sinni foringjadýrkun en Hannes.  Hannes hefur líka grætt peninga á dýrkun sinni með t.d. setu í allskonar ráðum sem Davíð skipaði hann í en Hjálmtýr fær ekkert frá Ingibjörgu.

Björn Heiðdal, 3.3.2009 kl. 09:21

24 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Það hlaut að vera hann er með glampa í augunum fyrir Bónus Boggu

Kær Kveðja og von um fljótann bata.

Jón Gerald Sullenberger.

Jón Gerald Sullenberger, 3.3.2009 kl. 23:12

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Hjálmtýr er eins og Gunnar í Krossinum! Þvílík þvæla sem kemur út úr einum manni. Hjálmtýr er kanski bara grey, einfeldningur og kjáni með kjaftavit. Það er allt sem hann er. Fussumsvei... 

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 23:26

26 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þeir skila sérsnillingarnir. Sullenberger er sér á báti - hann er búinn að setja saman góða kenningu sem má finna á bloggsíðu hans.

Óskar alltaf málefnalegur og Hafsteinn hlýtur að vera að tala um augnlækni miðað við allt tal um blindu hér á síðunni.

Gunnar - ég svara þér við fyrsta tækifæri.

Björn frændi - góður. En það er ekki rétt að ég fái ekkert frá Ingibjörtu - ég fæ stjórnmálamann með skerpu og framtíðarsýn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2009 kl. 08:15

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nej Hjálmtýr. Ekki reyna að ljúga upp á mig að ég sé "málefnalegur"! Ég er það aldrei og þú seigir "alltaf". Vona bara að þú sért að grínast.

Þú horfir á málefni frá mjög undarlegum vinkli Hjálmtýr. Það er þér til vansa. Kjáni! 

Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 10:45

28 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fyrirgefðu Óskar - ég skynjaði ekki dýptina.

Viðurkenni mín mistök hér og nú.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2009 kl. 11:13

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Afökun að sjálfsögðu samþykkt og svo þarf ég að gera það sama. Það er sem og að komi ákveðin upp í mér "púki" þegar ég hitti á fólk eins og þig.

Af því að við vitum báðir áð þú ert engin kjáni, gæti ég byrjað á því að biðjast afsökunar hér og nú, og svo öllu öðru sem voru fantabrögð af minni hálfu. Ég biðst aldrei afsökunar á orðbragði mínu.

Enn þú gefur leyfi á að ég tel ekki Ingibjörgu Sólrúnu eiga nokkra framtíð fyrir sér sem stjórnmálamanneskja. Þetta er bara mín skoðun.

Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband