17.3.2009 | 18:39
Nýir skór
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- ak72
- skarfur
- skagstrendingur
- formosus
- baldher
- baldurkr
- benjaminkari
- birgitta
- heiddal
- gisgis
- gattin
- diesel
- eskil
- evabenz
- ea
- killjoker
- gretarogoskar
- graenaloppan
- gudni-is
- lucas
- sverrirth
- gudr
- hehau
- hildurhelgas
- snjolfur
- himmalingur
- minos
- hordurt
- ingimundur
- kulan
- jakobk
- kreppan
- ravenyonaz
- jon-dan
- kiza
- kjarri
- leifur
- krissi46
- kikka
- ladyelin
- larahanna
- ludvikjuliusson
- manisvans
- olimikka
- olii
- hugarstrid
- skari60
- ragnarb
- runarsv
- runirokk
- semaspeaks
- siggi-hrellir
- sigsaem
- siggisig
- sigurgeirorri
- must
- svalaj
- svanurg
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- vga
- ylfamist
- hallormur
- bergen
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búinn að skrá þig í Sjálfstæðisflokkinn. Til hamingju! Viltu ekki líka fá skráningu í Suður-Afríska Nasistaflokkinn?
Björn Heiðdal, 17.3.2009 kl. 22:34
Já, Hjálmtýr, það biður örugglega flugvél eftir þér í Keflavík í fyrramálið.
Eða er það ekki Útópían, Evrópían eða Evrabían, sem þú stefnir á?
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 01:05
Þú fyrirgefur en þetta eru nú frekar ljótir skór.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 07:51
Þakka ykkur fyrir innlitið.
Skórnir eru þægilegir, það er fyrir mestu. Björn frændi - Jón Magnússon (sá sem fór úr S yfir í F og aftur í S) skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn fyrir mörgum árum og hann var þá í innsta hring. Þú ert umboðslaus og vonandi ekki með tengsl við S-Afríska nasista.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2009 kl. 08:23
Maður mátti nú til með að stríða þér. Þú veizt, að við ætlum ekkert með þér í þetta Evrópubandalag.
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 08:36
Sæll Jón Valur
Ég veit að þú ætlar ekki að ganga með mér. En ég verð að hrella þig með þeirri staðreynd að við verðum samt samferða í ESB.
Ég legg skóna góðu að veði - en ég neita að éta þá.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2009 kl. 09:09
Gangirðu EINN á Guðs vegum, enginn vill fylgja þér !!
Sigurður Sigurðsson, 18.3.2009 kl. 10:29
Hjálmtýr minn, ég hef ekkert með þína gegnumgengu skó þína að gera, loksins þegar þér skilst, að þjóðin mun ekki falla fyrir þessu Evrópubandalagi, eftir öll þessi ár sem þú hefur gengið fram í þeirri trú.
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 10:55
Skórnir eru enn glænýir og við verðum að sjá til hversu „gengnir“ þeir verða þegar við göngum endanlega í ESB. Það á eftir að ganga í gegnum aðildaumsóknina, þjóðaratkvæðagreiðsluna og aðlögunartímabilið. Eftir það getum við „ástands“skoðað skóna og kanski fara þeir á safn.Ég læt þig fylgjast með Jón Valur.
Trú - hvorki á ærði máttarvöld eða dulræn fyrirbrigði - hefur með ESB inngönguna að gera. Hér ræður skynsemin ein.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2009 kl. 11:56
Góð hugmynd hjá þér. Ég ætla líka að kaupa mér skó til að ganga í ESB.
Ólafur Ingólfsson, 18.3.2009 kl. 12:04
Verst að þú getur ekki notað þá til að ganga þaðan út aftur.
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:00
Það er rétt hjá þér Einar - þetta eru inngönguskór. Ég kaupi svo nýja (greiði með Evrum) og spóka mig í þeim um torg og stræti Evrópuborga.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2009 kl. 13:27
Ég held ég leyfi þér að spranga þar í friði, fyrst þetta eru ekki útgönguskór. Ég er ekki mikið fyrir táfýlu.
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:27
Ég er nú handviss um, að þetta verða eitthvað mikið meira en sjömílnaskór hjá þér, Hjálmtýr minn, ef það verður skynsemin sem ræður úrslitum í þessu máli hjá þjóðinni. Ísraelsmenn voru 40 ár á ferð í eyðmörkinni, en eftir fjóra áratugi verður EBé trúlega ýmist búið að leysast upp vegna innri mótsagna ríkjanna, hrokkið 60 ár til baka vegna fátæktar og óbæriegra byrða eða búið að kalla yfir sig kynþátta- og trúar-"stríð" af hálfu hryðjuverkamanna og æsingamanna meðal illa stæðrar lágstéttar nýbúa, einkum á krepputímabilum. Menn kynni sér hrörnunina, sem er í gangi í þessu bandalagi, fólksfækkunina gígantísku sem hefst þar eftir u.þ.b. hálfan áratug, sbr. hér: einkum síðasta kaflann hjá Gunnari og umræðuna á eftir!
Með von um að þér líði vel, einkum eftir þínar umþenkingar.
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 16:44
Ef ég vil ekki kjósa Davíð Oddsson getur þú ekki gert mig að töskubera fyrir hann. Sama gildir um inngöngu í ESB. Þú og þínir vel launuðu ESB sinnar eigið ekki að geta gert mig að ESB þegn! Alveg sama þó allir krakkarnir í Tjarnaborg vilji það. ESB hefur síðan ekkert með skynsemi að gera heldur trú á eitthvað betra og merkilegra. Góða veðrið og fallegu borgirnir í Evrópu koma ekki til Íslands þó við göngum í ESB! Fallegu borgirnar og góða veðrið er heldur ekki ESB. ESB er tæki til að eyða þjóðríkjum og stjórna fólki. Til hvers er svo önnur spurning sem Samfylkingin vill ekki svara.
Björn Heiðdal, 18.3.2009 kl. 19:59
Sæll Hjálmtýr,
Ég held ég verði að hryggja þig með því að þú munt þurfa að sækja um ríkisborgararétt í öðru ríki til þess að ganga í ESB.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:31
. . . en heldurðu ekki að maður þurfi að fara úr skónum áður en maður fær að ganga inn í alla dýrðina?
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:34
Góðir tveir hér á undan, Björn og Gunnar!
Efnislega meitlað innlegg og þungvægt í senn frá þér, Björn.
Jón Valur Jensson, 19.3.2009 kl. 00:32
Nú hafa góðir skór hækkað mjög í verði eftir alla kollsteypu braskaralýsins sem breyttu bönkunum í ræningjabæli. Lengi gegnu íslensk skáld á biluðum og vondum skóm.
Gott er að eiga góða skó sem fara vel og manni líður vel í. Mæli með Jesúskóm þegar veður er gott, svona sanddölum sem kannski mætti nefna sanddælur því ekki er beinlínis þgilegt að hafa þá á fæti þá gengið er eftir sandströnd. Þá getur verið ágætt að vera berfættur og ekki aðeins á ströndu heldur einnig víðar ef ekki væri öll þessi glerbrot og subbuskapur landa okkar.
Um Efnahagsbandalagið er sjálfsagt ekki nema gott að segja um. Það er allavega fýsilegri kostur en aðgerðarleysi það sem við sátum uppi með þegar Sjálfstæðisflokkurinn átti að stýra landinu. En þar tókst honum afarilla til enda virtust allir vera haldnir þungum svefnhöfga þá yfir lauk.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2009 kl. 12:02
Nei, bætum ekki gráu ofan á svart, Guðjón. Leggjum það þá frekar á okkur að ganga um á sandölum, meðan við þraukum þetta af.
Svo tók ég eftir, að þú fríar alveg Framsókn og Samfó af ábyrgðinni. Voru ekki ISG, Össur og Jóhanna í stjórninni, og var Björgvin ekki bankamálaráðherra?
Jón Valur Jensson, 20.3.2009 kl. 14:24
Jú þau virðast hafa steinsofið líka og heillast af fagurgala þeim sem kom í veg fyrir að nokkur tortryggni að allt væri með felldu og eðlilegu móti með bankana. Þeim hafði smám saman verið breytt í ræningjabæli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.3.2009 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.