Hvað mun það kosta að halda ekki stjórnlagaþing?

Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af kostnaði við væntanlegt stjórnlagaþing. Af viðbrögðum þeirra má ætla að þeim hugnist ekki að aðrir en alþingismenn sýsli með stjórnarskrána. Þetta hafa þeir sagt berum orðum.

Ég tel að þeir ættu að líta málið frá öðru sjónarhorni en þessu venjulega sem miðast við þarfir Flokksins og pótintáta hans.

Það er staðreynd að þátttaka í kosningum minnkar, m.a. má sjá þá þróun í yfirstandandi prófkjörum. Það er líka staðreynd að traust almennings á þingmönnum er nú minna en áður.

Ein leið til að sporna gegn þessari þróun, þessari hrörnun lýðræðisins, er að sanna fyrir þjóðinni að hennar álit skipti máli alla daga en ekki bara á 4ja ára fresti.

Ragnar Aðalsteinsson var í viðtali hjá Ævari Kjartanssyni og Ágústi Þór Árnasyni á Rás 1 í gær (sunnudag). Þar útskýrði hann hugmyndir sínar um stjórnlagaþing, skipað til jafns konum og körlum og fjölbreyttum fulltrúahóp sem endurspeglaði allt þjóðfélagið. Þetta þing kæmi saman og skrifaði nýja stjórnarskrá og sendi hana svo til þjóðarinnar.

Stjórnarskráin færi svo inn á öll heimili, alla vinnustaði og hverja einustu skólastofu þar sem hún væri rannsökuð og rædd. Síðan er hún aftur tekin til umræðu á stjórnlagaþinginu, lagfærð og loks lögð fyrir þjóðina til samþykktar í þjóðatkvæðagreiðslu.

Eftir þetta eiga Íslendingar sína eigin stjórnarskrá sem tilgreinir réttindi og skyldur þjóðarinnar. Hvert einasta mannsbarn veit þá að þetta plagg endurspeglar afstöðu þjóðarinnar, það er frá henni komið og eftir henni skal starfað.

Það verður dýrt fyrir þjóðina ef Sjálfstæðisflokknum tekst að eyðileggja þessa þróun til betra lýðræðis. Það mun kosta mikil átök og margra ára ófrið. 

 


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála! Flott tillaga.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nákvæmlega þetta er málið. Kröfur okkar um stjórnlagaþing snúast ekki um að hagræða einhverju í stjórnarskránni sem Alþingi getur sæst á. Ég hef gengið með þessa hugmynd alveg síðan á áttunda áratugnum og hún hafur alltaf verið bundin því að við- fólkið í landinu sæjum sjálf um þetta. Svo má hafa það í huga að nú þegar eru til drög að breyttri stjórnarskrá frá stjórnarskrárnefndinni sem ekki gat komið sér saman um niðurstöðu. Nú er bara að mynda hóp sem þrýstir á þetta mál og þessi vinnubrögð.

Enga nýja stjórnarskrá handa fjórflokknum. 

Árni Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 23:32

3 identicon

Akkúrat Árni, Hjálmtýr, Valdimar og Villi. tek undir með ykkur öllum.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

skiptir einhverju máli hvort að stjórnarskránni sé breytt ef menn bera ekki virðingu fyrir henni? það hefur engin komið með neinar hugmyndir um það hvað þarf að breyta, nema að "hún eigi að vera saming af íslendingum" blablabla.

er ákvæðið um tjáningarfrelsi lélegt? á að taka út embætti forseta íslands? hverju á að breyta? eða ertu kannski bara að leita þér að þægilegri vinnu? 

eða þykir þér mikilvægara að eyða þessum peningum í stjórnlagaþing heldur en heilsugæslu á íslandi? 

Fannar frá Rifi, 17.3.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fannar frá Rifi.

Þú byrjar á öfugum enda - ert neikvæður og öfugsnúinn.

Það þarf að breyta mörgu - þar á meðal þarf að koma inn sterkum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það þarf að kveða skýrt á um grunngildi þjóðarinnar. Það þarf að virkja þjóðina í kringum þetta mál.

Einfalt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.3.2009 kl. 18:43

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Þurfum ekki stjórnarskrá ef við göngum í ESB.  Ég held að nær væri að kaupa kökur og fínerí fyrir peningin og detta ærlega í það á 17. Júní!

Björn Heiðdal, 17.3.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Tillagan frá Ragnari Aðalsteinssyni er góð.

En ég held að þú ættir að henda þessum ESB-skóm Þú verður alveg eins og hinir trúðarnir í Brussel í þessum skóm. Auk þess eru þeir framleiddir í Kína.

Sigurjón Jónsson, 18.3.2009 kl. 09:12

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er hrein nýjung ef ykkur kommúnistunum tekst að þróa nokkurt þjóðfélag til "betra lýðræðis", eins og þú nefnir það svo fallega. Hitt gleymist auðvitað ekki að hóta miklum átökum og margra ára ófriði, ef ekki er látið undan kröfum ykkur. Þið kommarnir hafið greinilega ekkert lært og engu gleymt. Alltaf hægt að ganga að ykkur vísum.

Gústaf Níelsson, 21.3.2009 kl. 18:01

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gústaf

Ég kíkti á bloggsíðuna þína. Það var fróðlegt og skýrir þitt sjónarmið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.3.2009 kl. 10:08

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Góðlátlega yfirlætið er aldrei langt undan.

Gústaf Níelsson, 23.3.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband