11.4.2009 | 20:37
Lofsverð flokkshollusta
Staksteinar Morgunblaðsins taka oft furðulegan pól í hæðina. Stundum skín flokkshollustan í gegn og þá getur margt skondið birst í þessum nafnlausa dálki. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn lendir í sterkum mótvindi grípa Staksteinar til sinnar sérstöku rökhyggju sem er venjulegum stjórnmálaáhugamanni illskiljanleg.
Nýjasta dæmið birtist í dag 11. apríl. Staksteinar skrifar:
Nú hefur Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Hvað gerist hjá hinum flokkunum, sem sátu í sömu súpunni?
Hér má benda á að Andri átti ekki frumkvæði að styrkumsóknum og tók ekki ákvörðun um að þiggja tugmilljónastyrkina. Hver er ábyrgðin sem hann hefur axlað?
Og svo spyrja Staksteinar hvað aðrir flokkar sem sátu í sömu súpunni gera í málinu! Þetta er djörf tilraun til að rugla lesendur. Súpan sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í er að verðmæti kr. 55 milljónir.
Þessi súpa er einkaeign flokksins. Önnur framlög til Samfylkingar og Framsóknarflokks eru svipaðar að upphæð og þau framlög sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá nánast sömu aðilum. Ef þessar risaupphæðir hefðu ekki komið til þá væri engin súpa til að sitja í. Er þetta of lélegur sannleikur fyrir Staksteina? Hrekur flokkshollustan hann til að reyna að blekkja lesendur með svona hallæris rökum.
Súpan er bragðbætt með nokkrum staðreyndum:
- Milljónatugunum var komið í flokkssjóðinn þremur dögum áður en það varð ólöglegt.
- Fulltrúar flokksins voru á sama tíma að ræða á þingi um nauðsyn þess að öflug fyrirtæki ættu þess ekki kost að hafa áhrif á stjórnmálaflokka með fjáraustri.
- Flokksmenn sem vissu um þennan fjáraustur þögðu allir sem einn. Málið komst í hámæli vegna þess að gefendurnir fóru á hausinn og þá opnuðust bækurnar.
Allt þetta sýnir sérstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og Staksteinar geta ekki breytt því. Tilraunin er bara hallærisleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2009 kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
Sæll! Í kvöldfréttum Rúv mátti skilja forystu Sjálfstæðisflokksins þannig að skaðinn hefði verið sá, að þessir styrkir voru færðir í bækur (bókhald) flokksins! Þá er spurningin, hvort einhverjir styrkir til flokksins hafi ekki verið færðir til bókar? Hvað um aðra styrki í bókhaldinu þetta ár, eða fyrri ár? Það er óþarfi að halda að þetta sé eitthvað nýtt hjá flokknum, sbr. lýsingu Jóns Ólafssonar á "innheimtuaðgerðum" Sjálfstæðisflokksins!
Auðun Gíslason, 11.4.2009 kl. 21:01
Sæll Hjálmtýr,
Ég minntis á það við þig í fyrri færslu hvernig Jón Ólafsson nánast kostaði kosningabaráttu R-listans hér um árið. Finnst þér það í lagi? Það var mikið rætt og ritað um það að hann fengi óeðlilega fyrirgreiðslu í borginni. Ég tek þetta dæmi vegna þess að þarna er hægt að setja alla hina flokkana undir þennan sama hatt og Sjallarnir eru núna. En þessi dæmi eru því miður allt of mörg í okkar samfélagi bæði í sveitastjórn og landsmálum þvert á flokka.
Má skilja þig þannig Hjálmtýr að þér finnist í lagi að leggja Samfylkingunni til 5 milljónir og tryggja þannig framgang þinn og/eða fyrirtækis þíns? Er það í lagi vegna þess að það var svo ódýrt eða? Finnst þér spillingin vera í lagi á meðan hún er annarsstaðar en hjá Sjálfstæðisflokknum? Maður áttar sig ekki alveg á hvenær þú telur að sérstöðu sé náð í þessum efnum. Miðast það við 55 milljónir?
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:36
Sæll Gunnar
Eigum við ekki að fá skjalfest hvað Jón Ólafsson gerði áður en við förum að velta okkur mikið uppúr því.
Upplýstu mig með raunverulegum gögnum - ég man ekki eftir neinu í þessu sambandi.
Hannes Hólmsteinn ofl. hafa hamast við að klína Baugstenginu á Samfylkinguna. Nú er komið í ljós að hinn raunverulegi styrkþegi var Sjálfstæðisflokkurinn. Svona sögur hafa verið þrálátar. Er Jónsssagan frá sömu heimild?
Spilling er spilling og það er alltaf hætta á spillingu þegar málin eru ekki uppi á borðum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.4.2009 kl. 10:22
300.000 eru styrkur
5.000.000 eru mútur
30.000.000 eru miklar mútur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2009 kl. 12:53
Er ekki hægt að segja að þegar styrkur (mútur) eru komnar í þessar fjárhæðir, að fyrirtækin hafi "hreðjatak" á flokknum og hafi þar með tryggt sér að áhrif þau sem hann hafi í stjórnmálum landsins, séu þeim hliðholl????
það myndi ég kalla spillingu.
Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:33
Þakka góðan, þarfan pistil!
Hlédís, 12.4.2009 kl. 15:43
Hjálmtýr nú skal ég rifa þetta upp fyrir þér.
Skömmu eftir umræddar borgarstjórnarkosningar þar sem R-listinn bar sigur úr bítum stóð til að úthluta Jóni (Skífunni) stóra lóð við Suðurlandsbraut þar sem hann ætlaði að bygga stórt og mikið afþreyingarhús með bíósölum ofl. Þetta mætti harðri gagnrýni og þegar Jón sjálfur gekkst við því að hafa stutt við bakið á Rlistanum var úthlutunin dregin til baka en í staðinn keypti borgin af honum Stjörnubíóreitinn fyrir dágóða upphæð. Þetta eru engar sögur heldur bara það sem gert hefur verið fyrir framan nefið á okkur, og svo taka stjórnmálamennirnir slaginn þann stutta tíma sem hann stendur enda gleymum við ótrúlega hratt, sem sannast best á því að þú varst alveg búinn að gleyma þessu.
Ég er nú alveg hissa á þér þar sem þú þekkir sjálfur vel til starfshátta Jóns og veist að hann gerir ekkert svona nema til þess að græða á því.
kv
Gunnar
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:59
Þakka þér fyrir Gunnar.
Ég man það að sala á Stjörnubíósreit var rannsökuð og niðurstaðan var að eðlilegt verð var greitt fyrir hann. Þú segir að Jón hafi sagt að hann hafi stutt R-listann. Hvernig? Í gegnum hvaða aðila? Hve mikið?
Nú gilda hreinar staðreyndir Gunnar.
Jón eru líkur öðrum auðmönnum - hann vill græða og til að græða þá er gott að hafa sambönd. Hann veit allt um þetta, var um tíma háttsettur í fjáröflunargegni Sjálfstæðisflokksins.
Þú hefur ekki sannað neitt með þeirri sögu sem þú segir hér. Gerðu betur.
Jóhanna Sigurðardóttir barðist í 12 ár fyrir opnun á reikningshaldi stjórnmálaflokkanna. Hún uppskar mikið háð og spott m.a. frá Davíð nokkrum Oddssyni. (sjá t.d. Mbl. 7.3. 2000)
Það var skipuð nefnd 1993 til að koma með lagatillögur um fjárreiður stjórnmálaflokka. Og það var ekki fyrr en 2006 sem Sjálfstæðisflokkurinn féllst á opnun og takmörk á upphæðum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.4.2009 kl. 17:28
Tek nú undir með Auðuni hér í byrjun, að ég fattaði ekki alveg orð Bjarna í gær að "það var rangt mat að það væri eðlilegt að færa þetta fé í bækur flokksins"
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=30a019a6-0aab-4aae-b5e9-578edf9df0e2&mediaClipID=75a11da7-d579-4a98-9a5a-dd5ab94eb45f
Allavega hefði ég orðað þetta öðruvísi. Mér finnst Bjarni koma veikur útúr málinu öllu og eg hef á tilfinningunni að allt logi í illdeilum og hjaðningavígum innan Flokksins. Mér finnst Bjarni hálfráðalaus yfir ástandinu en reyni af veikum mætti að mjatla fylkingar saman og niður á málamiðlun.
En halda það að þeir séu búnir að gefa fullnægjandi skýringar er ótrúlegt hugmyndaflug.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 18:51
Geiri graði sem fór heim með sætustu stelpunni á ballinu hélt að hann væri að taka við framlögum frá mörgum aðilum. Hann stóð sem sagt í þeirri meiningu að FL Grúppíurnar og Landsbanki tveggja landsmanna hefðu staðið fyrir opinberi fjársöfnum handa honum. Þetta er nú alveg ömurleg skýring hjá karl anganum. Ef hann hefði nú bara notað bankamannaskýringuna hefði þetta sloppið fyrir horn. En hún er einhvern veginn svona "Sjálfstæðisflokkurinn ber svo mikla ábyrgð á stjórn landsins og þarf að fá greitt í samræmi við það." Hóst, hóst.
Björn Heiðdal, 12.4.2009 kl. 21:11
Jæja Hjálmtýr,
Nú vitum við hvers vegna Ingibjörg og Geir fóru í evróputúrinn til að sannfæra útlendinga um að bankakerfið stæði sterkt enda voru þau búin að véla milljónir í styrki og gátu þess vegna ekki gert þeim lífið leitt. Og svo virðist einnig sem Baugstengingin við Samfylkinguna sé komin á hreint.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.