Hvar endar þetta??

falkinnÁ visir.is eru eftirfarandi upplýsingar:

„Misræmi er á milli þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði um vitneskju sína um styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins og þess sem Morgunblaðið fullyrðir um málið í dag.Í samtali við Vísi í gær sagðist Guðlaugur ekki vera inni í fjármálum flokksins. Hann hafi ekki vitað af styrk FL Group upp á 30 milljónir króna til Sjálfstæðisflokksins í lok desember 2006, þegar hann var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Þegar Vísir spurði hann um málið í gær, sagðist Guðlaugur hafa heyrt af styrknum samdægurs, eða fyrir nokkrum dögum. Í Morgunblaðinu í dag er hins vegar fullyrt að Guðlaugur Þór hafi haft forgöngu um að útvega flokknum þessa styrki í árslok 2006. Honum hafi þó ekki verið kunnugt um upphæðina. Hann hafi boðið Anda Óttarssyni þá nýjum framkvæmdastjóra flokksins að hafa milligöngu um styrki frá um 10 fyrirtækjum, sem hvert um sig myndi leggja til um þrjár milljónir króna þannig að undir forystu FL-Group fengjust um 30 milljónir króna í flokkssjóðinn.“

Geir tók á sig alla sök - framkvæmdastjórar, núverandi og fyrrverandi komu ekki nálægt þessu.

Og Geir sagði á þingi þremur vikum áður en 30 millur komu í flokkssjóðinn frá FL Grúpp:

Við teljumnauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verðitilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«

Hvar endar þetta?? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á vefsíðunni
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/
verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.

Rósa (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 12:15

2 identicon

Sæll Hjálmtýr,

Fyrirtæki sem styrkja stjórnmálaflokka um eitthvað meira en "hóflega" upphæð hljóta náttúrulega að gera það fyrst og fremst til að verja eða tryggja eigin hagsmuni enda eru flokkarnir ekkert annað en hagsmunasamtök.  Þó svo þetta mál lykti illa getur líka vel verið að þessi fyrirtæki hafi einfaldlega talið hagsmunum sínum best borgið með Sjálfstæðisflokkinn við völd án þess að um neitt hafi verið sérstaklega samið í staðinn fyrir þessar greiðslur.

Nú eigum við bara eftir að sjá hvaða fyrirtæki það voru sem styrktu Samfylkinguna um3-5 milljónir hvert, en þær upplýsingar hefur framkvæmdastjórinn neitað að gefa upp.

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég vann að ákveðnum verkefnum fyrir alla stjórnmálaflokkana fyrir enar kosningar á tíunda áratug síðustu aldar að allir óskuðu þessir flokkar eftir því að sleppa nótum og fá þannig virðisaukaskattinn af.  Ein undantekning var þó á þessu og það var gamla Alþýðubandalagið.  Ég er alveg klár á því að forystumenn flokkanna hafa ekki verið með í ráðum hvað þetta varðar en svona var þetta nú samt, þannig að það er sami skíturinn hjá öllum þessum flokkum, því miður.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það gengur mikið á þessa dagana. Málþóf og uppljóstranir.

Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu vera kr. 300.000.

Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«

ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!

Sami skíturinn segir þú. Er það ekki fremur ódýr afgreiðsla.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

kreppukallinn virðist vera sá eini sem talar viti hérna, með allri virðingu fyrir höfundi færslunar sem ég hef takmarkað álit á.

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 09:41

5 identicon

Sæll aftur,

Nei það er ekki ódýr afgreiðsla.  Við vitum það vel að fjársterkir aðilar hafa verið duglegir við að borga í kosningasjóði flokkanna, bæði í sveitastjórnarkosningum og til alþingis og jafnvel líka í forsetakosningum. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Jón Ólafsson styrkti R-listann ótæpilega um árið?  Þeir sem hann þekkja vita að svoleiðis greiðar eru ekki gerðir af hugsjóninni einni saman.  Þó svo að þessi skítur fljóti nú upp á yfirborðið er ekki hægt að loka augunum fyrir því að svona lagað hefur viðgengist í íslenskum stjórnmálum svo lengi sem menn muna.  Þó svo að þetta hafi kannski verið meira hjá Sjálfstæðisflokknum heldur en hinum réttlætir það ekki viðlíka framferði annarsstaðar.  Ég myndi t.d. gjarnan vilja vita hverjir það voru sem styrktu Samfylkinguna um 3-5 milljónir hver.  Sjálfum finnst mér það nógu há upphæð til að tortryggja tilganginn.  

Það er ódýr afgreiðsla að ætla aðeins að hneykslast á skussa skussanna.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:04

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fékk nú 40 milljónir frá einum Baugsmanni sem "styrk" fyrir fatlaða dópista. Svo kærði þessi Baugsmaður mig fyrir að hafa stolið peningonum! Meiru grínistarnir! 

Ég er loksins  búin að skilja að þessir aurar voru bara til að fá mig til að þeigja yfir "Cola-grúppunni)

Ég vona bara að allir skilji hvað Cola-grúppan þýðir á fjármála mállýsku....

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 19:05

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Ingibjörg, Davíð og Geir eiga feita leynireikninga.  Afhverju ætti þetta fólk annars að taka þátt í að eyðileggja íslenskt þjóðfélag?  Kannski ræður hugsjónin um ESB inngöngu einhverju?

Björn Heiðdal, 11.4.2009 kl. 15:37

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi

Þú ert með þetta á hreinu. Ég sé hinsvegar ekki hvernig þau græða á að eyðileggja íslenskt þjóðfélag. Sé ekki alveg tilganginn. Ertu kanski að meina að þau séu á launum einhvers við þessa iðju?

Hver - hví - hvernig?

Þú verður að fara að sættast við ESB. ESB verður voða sorry þegar það fréttir af þessari grimmur andstöðu þinni.

Hvað segir þú um að prufa aðildarviðræður og sjá hvað er í boði?

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.4.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert í boði frá ESB Hjálmtýr!

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 19:42

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég hef ekkert á móti hommum og fólki sem vill láta ESB taka sig í raxxxxið en ég er bara ekki svoleiðis.  Kannski þætti mér það gott ef ég prófaði það og eflaust má ýmsu vondu venjast en er stundum ekki bara betra að halda í gamla og góða siði.  Hverju erum við bættari að hafa útlenda stjórnendur en einhverja íslenska sauði.  Ég sæi nú ekki fyrir mér íslensk mótmæli fyrir framan Babelturninn í Brussel eins og sáust fyrir framan Alþingi í vetur! 

Valdaafsal til útlendinga vegna alþjóðlegrar tískubylgju er jafn fáránlegt og gera unglingatísku með buxurnar á hælunum að þjóðbúningi íslensku kvennþjóðarinnar.  Er ekki nóg að hafa 63 óhæfa, óheiðarlega og illa meinandi bjána niðri í bæ rænandi ráðum okkur.  Hverju ertu bættari með 750 óhæfa og illa meinandi pólitíkusa og bara 3 sem tala íslensku?

Björn Heiðdal, 11.4.2009 kl. 20:58

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega snilldarlega skrifað komment Björn Heiðdal! Ég er enn með magakvalir af hlátri..þú skrifar alla vega íslensku sem ég skil almennilega..

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 22:38

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Takk fyrir það Óskar.  Við kyndilberar ljóssins verðum að standa saman og berjast gegn útsendurum ESB.  Þeir leynast víða og reyna að spilla æsku og öldruðum vors lands.

Björn Heiðdal, 12.4.2009 kl. 09:50

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega rétt hjá þér Björn Heiðdal! Ég stend með þér!

Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 11:09

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég lýsi ánægju minni með þann samhljóm sem Björn frændi og Óskar Arnórsson hafa náð.

Mér sýnist jafnvel að hér hafi Björn skorað grimmt og uppskorið einlægan aðdáenda. Óskar gerðist svo djarfur um daginn að hóta mér lífláti. En hann er ljúfur sem lamb þegar Björn birtir honum visku sína.

Það eru alltaf til sólkskinsblettir í tilverunni. Maður verður bara að vera vakandi til þess að koma auga á þá.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.4.2009 kl. 17:10

15 Smámynd: Björn Heiðdal

Ljótt er að heyra þetta.  Vonandi gerir hann ekki alvöru úr þessum hótunum sínum. 

Björn Heiðdal, 12.4.2009 kl. 20:32

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hótaði ég þér líflátu Hjálmtýr? Bentu mér á kommentið. Þú ert eitthvað að misskilja mig núna, enda ekki í fyrsta skipti. Ég hef aldrei drepið neina manneskju. Bara dýr því ég hef gaman af veiðum. 

Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband