Sjálfstæðisflokknum tókst það

Blá höndinNú hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að hindra (tímabundið) að hugmyndir um stjórnlagaþing nái fram að ganga.  Þeir hafa gert athugasemdir við kostnaðinn og svo telja þeir það vera atlögu gegn Alþingi ef þjóðin telur þörf á stjórnlagaþingi.

Hér endurtek ég það sem ég skrifaði 16. mars s.l.:

„Það er staðreynd að þátttaka í kosningum minnkar, m.a. má sjá þá þróun í yfirstandandi prófkjörum. Það er líka staðreynd að traust almennings á þingmönnum er nú minna en áður.

Ein leið til að sporna gegn þessari þróun, þessari hrörnun lýðræðisins, er að sanna fyrir þjóðinni að hennar álit skipti máli alla daga en ekki bara á 4ja ára fresti.

Ragnar Aðalsteinsson var í viðtali hjá Ævari Kjartanssyni og Ágústi Þór Árnasyni á Rás 1 í gær (sunnudag). Þar útskýrði hann hugmyndir sínar um stjórnlagaþing, skipað til jafns konum og körlum og fjölbreyttum fulltrúahóp sem endurspeglaði allt þjóðfélagið. Þetta þing kæmi saman og skrifaði nýja stjórnarskrá og sendi hana svo til þjóðarinnar.  Stjórnarskráin færi svo inn á öll heimili, alla vinnustaði og hverja einustu skólastofu þar sem hún væri rannsökuð og rædd. Síðan er hún aftur tekin til umræðu á stjórnlagaþinginu, lagfærð og loks lögð fyrir þjóðina til samþykktar í þjóðatkvæðagreiðslu.

Eftir þetta eiga Íslendingar sína eigin stjórnarskrá sem tilgreinir réttindi og skyldur þjóðarinnar. Hvert einasta mannsbarn veit þá að þetta plagg endurspeglar afstöðu þjóðarinnar, það er frá henni komið og eftir henni skal starfað.Það verður dýrt fyrir þjóðina ef Sjálfstæðisflokknum tekst að eyðileggja þessa þróun til betra lýðræðis. Það mun kosta mikil átök og margra ára ófrið.“

Ég stend við hvert orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfstæðisflokkurinn mun ávallt standa vörð um lýðræði á Íslandi. Og Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um virðingu Alþingis.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 11:30

2 identicon

Sjálfstæðismenn hafa eyðilagt það litla lýðræði sem við fengum í vöggugjöf frá Dönum með því að dreifa hugmyndum sínum með hroka og oki. Það er til marks um villu þeirra er að sverðgleypirinn Haarde lagði til að þeir væri til í að þingið yrði ráðgefandi en þá skipti kosnaðurinn skyndilega engu máli.

Með aðgerðum sínum hafa Sjálfstæðismenn staðfest það að hér búi tvær þjóðir í þessu landi, það getur bara endað á einn veg. Þeir pöntuðu þessa niðurstöðu, þeir verða því að taka afleiðingum hennar.

Sigthor (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:59

3 identicon

Telur þú Hjálmtýr að það þurfi aukinn meirihluta til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi eða viltu hafa einfaldan meirihluta?  Sjálfum fyndist mér þurfa aukinn meirihluta og á meðan ekki meiri sátt er um framkvæmdina er ég ansi hræddur um að svona plaggi yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

kv

Gunnar

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég vil ræða það hvort það eigi að hafa aukinn meirihluta, ég vil ræða alla stjórnarskrána og ég vil að þjóðin ræði hana eins og ég útlistaði í blogggreininni. Mín rök og hugmyndir þurfa að mæta hugmyndum og reksemdafærslu annarra. sama gildir um þig Gunnar.

(þú ert reyndar einn erfiðasti maður í rökræður sem ég man eftir - þú og GA voruð svakalegir saman).

Það er með þessa blessaða stjórnarskrá eins og með aðildarumsókn að ESB. Ég vil að þjóðin fái tækifæri til að skoða og skilgreina, velja og hafna. Hvað mælir gegn virkara lýðræði - opnari umræðu - virkjun fjöldans í lýðræðislegu ferli???

Baldur: ef flokkurinn þinn vill ávallt standa vörð um lýðræðið og virðingu Alþingis þá ætti hann að vinna hlutina öðruvísi.

Núverandi fulltrúalýðræði er gott en getur aldrei verið betra en lýðræði sem byggir á virkri þátttöku sem gegnsýrir allt þjóðfélagið.

Því miður hafa flokkar tilhneigingu til að „eigna“ sér lýðræðisvettvanginn - og svo getur allt endað í foringjaræði eins og skýrast var'

þegar Dabbi og Dóri fóru í stríð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.4.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það þarf að gjörbylta stjórnarskránni: skilgreina ýms grunnhugtök á borðvið mannréttindi og lýðræði upp á nýtt þannig að þeir stjórnmálaflokkar sem hafa einhverja minnstu einræðishneygð geti ekki brotið vilja meirihlutans aftur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt að gera núna.

Skil ekkert í rugludallinum honum Baldri Hermannssyni sem snýr öllu á hvolf enda er hann gjörsamlega staurblindur á dýrð Davíðs sem hefur heldur en ekki fölnað.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hrikalegt málfar er þetta Mosi: "er hann gjörsamlega staurblindur á dýrð Davíðs sem hefur heldur en ekki fölnað." Ef ég væri staurblindur á hana myndi ég varla lofsyngja hana.

Auðvitað þarf að bæta vinnulag Alþingis, takmarka ræðutíma og sjá til þess að mál séu afgreidd á skikkanlegum tíma. Mér hefur lengi ofboðið málþóf vinstri manna. Kannski verður hægt að ná samkomulagi um þetta mál á næsta þingi - þá fyrst munu vinstri menn sjá sér hag í því.

En stjórnarskrármál verða að fá rækilega umfjöllun og farsælast er að leysa þau í friði. En þú Mosi ert nú soddan stríðsæsingamaður enda kominn af heimsþekktum ræningjalýð að þú vilt ekkert nema barsmíðar og blóðsúthellingar.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 17:37

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Virðing Alþingis" er hún ekki komin niður í 10% ? Það er nú ekki mikið að standa vörð um. Einn þingmaður myndi duga eða þingvörður.

Finnur Bárðarson, 15.4.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Virðing er huglægt fyrirbæri, virðulegi Bárðarsonur.

Með vinsemd og virðingu, B.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 17:51

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er fylgjandi gangerri endurskoðun á stjórnarskránni. Ég er fylgjandi stjórnlagaþingi, sem ég vil reyndar kalla þjóðfund eins og gert var 1851. Ég vil að stjórnaskráin verði skothelt plagg, sem ekki verður breytt nema með auknu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem boðuð er sérstaklega til þess og einskis annars.

Stjórnarskráin eru þau grunnlög, sem öll önnur lagasetning byggir á og hún á einnig að vera sá öryggisventill sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ráðast með lagasetningu gegn þeim grundvallarmannréttindum og hefðum sem samfélag okkar byggir á.

Þess vegna má ekki kasta til höndum, kortéri fyrir kosningar,  og rjúka í illa undirbúnar stjórnarskrárbreytingar og samþykktir um stjórnlagaþing. Þetta krefst miklu meiri vinnu og vandvirkni.

Stjórnarskráin er slíkt plagg að henni á að vera erfitt að breyta og þá á að taka tíma, svo ekki verði slys í hita augnabliksins.

Hvað, sem mönnum (körlum og konum) finnst um stjórnarskrána sem við eigum í dag, þá skulum við hafa í huga að hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma með 95% greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu sem 98% kjörgengra tóku þátt í.

Allt tal um gallað plagg, vöggugjafir frá Dönum o.sv.fr er móðgun við það fólk sem á sínum tíma greiddi þessari stjórnarskrá atkvæði sitt.

Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 19:24

10 identicon

Það skal tekið fram hér að þegar Alþingi er að fjalla um lög þá skulu menn vanda til verka.Það er það sem sjálfstæðisflokkurinn er að gera.Stjórnlagaþing eins og menn kalla það er meira en að segja það, það þarf að vanda til verka og það þarf meiri tíma enn nokkra daga ef það á að vera í lagi og þannig að þjóðin sætti sig við það. Þess vegna er ég sammála sjálfstæðismönnum, ekki fara svo hratt að maður hrasi á miðri leið en það virðist vera að vinstri menn vilji bara klára dæmið sí svona svo þeir fái góða kosningu þannig að þeir komist í valdastóla, það er það eina sem þeir hugsa um, annað ekki. Ég heyrði viðtal við Bubba Mortens í morgun á rás 2 og þar sagði hann að Jóhanna talaði um að það þyrfti að gera þett, það þyrfti að gera þetta, það þyrfti að gera þetta, enn svo gerist bara ekkert, þetta er það sem vinstri flokkarnir segja og þykjast vilja gera allt fyrir okkur enn gera ekki neitt og geta ekkert gert, og á meðan brenna heimili og fyrirtæki, fyrir páska voru 357 fyrirtæki farin á hausinn og annað eins af heimilum. Kommon fylgjast menn ekki með fréttum?

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:11

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða bull er þetta? Auðvitað er það rétt hjá Baldri að Alþingi á að segja þjóðinni hvernig Alþingi hún á að hafa. Það gefur auga leið. Þjóðin hefur ekki vit á því hvernig stjórnskipan henni er fyrir bestu. Aftur á móti þá hefur nokkur hluti þjóðarinnar vit á því hvaða frambjóðendur eru í réttum flokki. Reyndar sýnist mér nú að þeim kjósendum fari fækkandi sem hafa vit á því hvaða flokk þeim ber að kjósa.

Ekkert er góðu lýðræði hættulegra en lýðræði. 

Árni Gunnarsson, 15.4.2009 kl. 22:36

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Alþingi hefur „vandað“ svo til verka að það hefur ekkeret gengið árum saman að lagfæra stjórnarskrána.

Þjóðfundur eða stjórnlagaþing er góð leið til að efla skilning þjóðarinnar á þeim grunni sem hún stendur á.

Sjálfstæðismenn eru alltaf dálítið hræddir við „lýðinn“ í lýðræði. Þeir hugsa ekki mikið um pólitík að sögn Hannesar Hólmsteins og leita

gjarnan eftir foringja sem hugsar mikið fyrir þá. Davíð var mikill foringi eins og Baldur veit vel (og kaus hann að leiðtoga lífs síns).

Davíð var ekki alltaf að láta lýðræðið hefta sig og virtist það falla flokksmönnum hans í geð. En þessi braut er nú gengin á enda og nú eiga aðrir taktar að ríkja. Liður í uppgjöri við það slæma úr fortíðinni er þjóðfundur til að koma á stjórnarskrá sem þjóðin setur sér sjálf og sendir hana til þingsins til þess að þingmenn hafi leiðsögn frá þjóðinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.4.2009 kl. 22:40

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, góður Árni! Þú manst víst hvað Hayek sagði: ekkert er frjálsum markaði jafn hættulegt og kapítalistarnir. Hayek sagði ýmislegt fleira sem vinir mínir hægri menn hefðu betur tekið eftir.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 22:42

14 Smámynd: Björn Heiðdal

Nokkur atriði í málflutningi ESB sinna fara í mínar fínustu.

Fyrst skal telja allt tal um aukið lýðræði í sömu setningu og ESB.  Ekkert er eins fjarri sannleikanum nema ef vera skyldi þær tylliástæður sem hæstvirtur Bush forseti gaf fyrir innrásinni í Írak.  Ekkert bendir til þess að lýðræði á Íslandi aukist með inngöngu í ESB.  Umhyggja Hjálmtýrs Heiðdals fyrir stjórnarskrá Íslands er örugglega sprottin af ást og umhyggju en það gildir ekki um alla.  Þeir sem fara fyrir umræðunni sem Hjálmtýr eltir í blindni eru sennilegast að hugsa eitthvað allt annað.  Össur Skarphéðinsson brosir framan í þjóðina og talar um sameign á þjóðarauðlindum.  En hann vill líka ganga í ESB sem hefur í för með sér að yfirráð yfir þessum sömu auðlindum færast frá Austurvelli til Brussels.  Brellublekking eða heimska?

Annað atriði er andstaða ESB sinna við sjálfbærri nýtingu á hvalastofnun landsins.  Svo virðist sem andstaða þessa fólks sé fjarstýrt frá Brussels en hvaða skoðun hefur þetta sama fólk á reglum ESB(EES) sem Umhverfisstofnun er að fara eftir í þessu dæmi hér?  Er þetta fólk að gera sér upp heilaga vandlætingu eða er það virkilega á móti reglum sambandsins?  Hver er þá tilgangurinn að ganga inn í ESB ef reglur og lýðræðisást ESB henta ekki íslenskum aðstæðum? 

Erum við virkilega svo langt sokkinn í skítinn að eina leiðin upp úr honum eru störf í eftirlitsiðnaði og skrifstofustörf hjá ESB?  Passa upp á að fólk geri ekki það sem er bannað nema með sérstöku leyfi frá Brussel.

Björn Heiðdal, 16.4.2009 kl. 05:02

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Er lýðræði í Danmörku? Ráða Danir sínum auðlindum? Er Dönum fjarstýrt frá Brussel? Eru vextir lægri í ESB? Er vöruverð lægra í ESB?

Er betra fyrir Íslendinga að vera utan ESB en taka við reglugerðum án þess að hafa minnstu möguleika á að hafa áhrfia á gerð þeirra?

Er Evran traustari gjaldmiðill en ísl. krónan? Hafa Íslendingar kannað stöðuna og möguleikana með aðildarviðræðum?

Er andstaða þín, Björn, byggð á ofurtúa á íslensku lýðræði, íslenskum stjórnmálavitringum?, íslenskum efnahagssnillingum?, íslenskum útrásarvíkingum (lesist: fjárglæframönnum)?

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.4.2009 kl. 08:18

16 identicon

Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.

Gæta verður þess að stjórnmálaflokkarnir og klíkur þeirra komi hvergi nærri Stjórnlagaþingi.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc.
Stjórnmálaflokkarnir hafa þannig ekkert með stjórnarskrána að gera. 

Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.

Markmiðið er að semja stjórnarskrá sem tryggir lýðræði og jafnræði í þjóðfélaginu.

Jón (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:41

17 identicon

Þessi svik við fólkið mun landráðaflokkur Sjálfstæðismanna þurfa sóta fyrir næstu árin.

Þetta verður ALDREI fyrirgefið.

Vonandi þurkast hann út í kosningunum.

Það er eðlilegast að leggja flokkinn niður og láta eigur hans renna til fátækra fórnarlamba arðránsstefnu flokksins.

Sjálfstæðishúsið verði jafnað við jörðu og gerður minningarlundur á staðnum og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Kauphallarhúsið sem er staðsett í nágrenni minningarlundsins má gera að safnahúsi.
Þar verður haldið til haga glæpum "Flokksins" gagnvart þjóðinni og framtíða þegnum landsins.

Landráð, afsal á verðmætum og landgæðum til spillingarafla og erlendra auðhringa.
Spilling í stjórnsýslu, mútuþægni, ofbeldi og valdníðsla gagnvart þegnunum etc.

Tilgangur safnsins verður að varðveita vitneskju um óhæfuverkin til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Þeim flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins sem voru meðvirkir og er hugsanlega hægt að bjarga verði gefinn kostur á endurhæfingu til að aðlagast lýðræðislegu og réttlátu þjóðfélagi.
Hinum "forhertu" og "seku" sem ekki er við bjargandi verður boðið upp á vist í frískandi umhverfi á Litla Hrauni.
Þar má binda vonir við að hreint sjávarloftið og skapandi iðjuþjálfun leiði þá til betri vegar með frelsun og iðrun synda.

Jón (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:13

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers konar helv. tilfinningasemi er þetta í garð sjálfstæðismanna Jón? Ég sé ekki minnstu ástæðu til að gefa þessum gapuxum neinn kost á endurhæfingu.

Í gapastokkinn með þá. Þeir voru búnir að fá nægan tíma til að snúa frá villu síns vegar.

Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 15:15

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ofstopamaður ertu Árni. Jafnvel andskotinn á leiðréttingu orða sinna - og væntanlega gerða.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband