18.4.2009 | 14:03
Skemmileggja allt
Það er ekki nóg með að sjálfumglaðir fjárglæframenn hafi eyðilagt efnahagsumhverfi þjóðarinnar. Þeir voru einnig stórtækir í því að eyðileggja umhverfi okkar í borginni. Allsstaðar blasa við hálfbyggð hús og yfirgefin. Mörg þessara gömlu húsa gætu verið borgarprýði ef auraaparnir hefðu ekki læst klónum í þau - til þess að eyðilegga þau og byggja sínar hroðalegu skýjaborgir sem stinga í stúf við umhverfið. Og eyðileggja það til frambúðar.
Mál að linni.
Vilja bjarga Skuggahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnmálamenn bera ábyrgð á skemmdarverkum fjárglæframanna. Minni á að fyrir ekki svo löngu síðan fengu Minjavernd og Þyrping þá flugu í höfuðið að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. (Verkefni fyrir Minjavernd úti í Viðey. Byggingarland fyrir Þyrpingu í Árbænum). Degi B. Eggertssyni formanni skipulagsnefndar þótti hugmyndin spennandi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:31
Ágætis pistill um ástandið, með myndum.
http://this.is/nei/?p=4839
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:32
Elín sæl, það getur ekki gengið upp að segja stjórnmálamenn beri ábyrgðina. Þeir bera margir vissulega mikla ábyrgð og það vita allir hvar hin séríslenska kreppa á upptök sín. Hugmyndir eins og þú lýsir eru dæmigerðar fyrir ruglið og þær eru fleiri. Dagur B var skotinn í einhverjum þeirra ef ég man rétt. Ég man þetta ekki vel - en það er list „athafnamanna“ að ná augum og eyrum stjórnmálamanna sér til hagsbóta. Dæmin sanna það.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.4.2009 kl. 18:41
Hjálmtýr, finnst þér 500 milljóna króna greiðsla fyrir Laugaveg 4-6 vera skynsamleg? Er það svona sem þú vilt láta verja útsvarinu þínu? Ef ég þekki þig rétt þá ertu harður stuðningsmaður þess að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins en vandamálið er bara það að sú götumynd er ekki til !!! Sem betur fer segi ég því mörg af þessum húsum voru byggð af þvílíkum vanefnum að förgun þeirra er hið besta mál og líklega vel þegin af þeim sem byggðu þau. Sjálfum finnst mér borgarmynd Hrafns Gunnlaugssonar vera miklu meira spennandi heldur en kofadýrkunin sem þú aðhyllist.
kv
gunni
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 19:58
Gunnar - ég get ekki verið í fullu starfi að leiðbeina þér í gegnum lífið.
Þessi hús voru ekki byggð af vanefnum. „Kofadýrkun“ - frasi sem fávitalegur og lýsir engu nema menningarskorti.
Ég segi þér Gunnar hér og nú - vertu ekki að þessu bulli.
Forfeður mínir, bæði í föður og móðurætt bjuggu í miðbænum og störfuðu þar einnig. Ég veit miklu meira um þetta en þú og spurðu mig næst þegar þú ætlar að hafa góða skoðun á þessum málum!
500 milljón fyrir björgun menningarverðmæta er verð sem varð að greiða vegna glæpsamlegra athafna borgarfulltrúa og „athafnamanna“ sem eru bara ein deild af fjárglæframönnunum sem komu þjóðinni á kaldan klaka.
Hrafn var með ýmsar góðar hugmyndir og líka slæmar - eins og þú og ég.
Víst er til götumynd sem er þess virði að vernda hana. Þú ert bara svo blindur og gengur langt í að erta mínar fínustu að það er ekki að marka þig. KÓPAVOGSBÚI!
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.4.2009 kl. 20:46
Hugmyndin um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey er snilldarleg: Ég nefni tvær helstu ástæðurnar: 1) Þar er gamalt þorpsstæði til staðar niður við sjó (frá tímum Miljónafélagsins); þetta stæði væri tilvalið til að koma saman heillegri og sannferðugri þorpsmynd sem væri eitthvað í takt við gamla fiskiþorpið sem Reykjavík var, og 2) Viðey er alvarlega vannýtt útivistarsvæði, þar er bara eitt fínt veitingahús (sem er mestmegnis lokað) og skúlptúrar Serra. Það þyrfti margt að vera í boði þarna (a.m.k. 4 eða 5 viðkomustaðir) svo Viðey laðaði t.d. að sér fjölskyldufólk. Lifandi húsasafn með kaffihúsum o.fl. væri alveg kjörið á þessum stað. En því miður er það svo að mönnum óx kostnaðurinn mjög í augum svo hugmyndin er nánast sjálfdauð; það er alls ekki víst að sala byggingarlandsins upp á Ártúnshöfða stæði undir fyrirtækinu, jafnvel þótt mjög gott verð fengist.
Dagur er greinilega mikill smekkmaður. Menn lögðust öndverðir gegn hugmyndinni á sínum tíma vegna vegna þess að þeir sáu ofsjónum yfir því að eitthvert verktakafyrirtæki fengi stærðarinnar byggingarsvæði. Rökin í málinu voru gjarnan þau að ekki mætti slíta Árbæjarsafn frá Árbæjarkirkju (því ekki verður hún flutt). Sem er alveg furðuleg meinloka; þetta er fyrst og fremst húsasafn Reykjavíkur og Árbær tilheyrði aldrei Reykjavík
En Hjálmtýr -- talandi um Laugavegarsvæðið, sjá hér:
http://annatheodora.wordpress.com/
Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 19.4.2009 kl. 00:29
Nú er ég farinn að kannast við þig Hjálmtýr. Annað hvort skilur þú ekki það sem ég skrifa eða vilt ekki skilja það. Ég sagði að mörg húsanna við laugaveg hafi verið byggð af vanefnum. Forfeður mínir bjuggu og störfuðu líka í miðbænum og ég get alveg verið þess fullviss að hvorki langamma mín né þín myndi kannast við sig á Laugaveginum í dag. Á Laugaveginum eru mörg vel byggð og reisuleg hús frá fyrri tíð sem vissulega á að varðveita, en 500 milljónir í hjallana númer 4-6 er fáránlegt og ég er fráleitt einn á þeirri skoðun. Þá hlýt ég að vera í nokkuð stórum hópi "fávita" í þínum augum. Það er greinilegt að ég þarf að fara að hitta þig og tala yfir hausamótunum á þér og þar sem ég þjáist af menningarskorti gætir þú kannski reddað mér um smá menningu í leiðinni.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:28
Íslendingar og þar með taldir íslenskir athafnamenn með dollaramerki í augunum hafa ekkert vit á arkitektúr. Í þeirra augun snýst þetta um þéttingu byggðar og ódýra framleiðslu. Bæði hvað varðar hönnun og byggingu! Ekkert má kosta. Maður sér ekki betur en heilu hverfin og stórhýsin hafi verið byggð með sömu kassateikningunni. Sama steypumótið notað nánast á allt sem hægt var. Allur ljótleikinn í húsasmíð rímar ágætlega við ljótleikan í mannsálinni. Allir stelandi af hvor öðrum. Síðan er öllu snúið á haus og kallað framfarir til framtíðar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsókn líka hrósuðu sér fyrir velgengni FL grúpp og allra hinna fyrirtækjanna sem eru farin á hausinn. Lengi lifi Ísland.
Björn Heiðdal, 19.4.2009 kl. 04:07
Mér finnst að mynd Hrafns um skújakljúfana í Hvosinni ætti að endursýna. Þetta er manifesto minnimáttarkenndarinnar sem hefur plagað og plagar Íslendinga. Ég get horft á hana endalaust enda orðin "cult" mynd. Það verður í framtíðinni sérstök deild í Þjóðminjasafninu: Góðir gripir um minnimáttarkend þjóðar! Verður farandsýning um allan heim og slær aðsóknarmet. Svo hefur hann reynst sannspár og háhýsin eru víða komin þar sem hann hafði sett þau niður.
Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.