28.9.2009 | 17:32
Sjónhverfingamaður eða ritstjóri
Nú eru þrír daga eftir að Moggaáskrift minni. Fyrstu merkin frá nýja ritstjóranum berast í leiðurum og Reykjavíkurbrefi. Í dag, mánudag, skrifar hann um Icesave málið:
Í sjálfu sér þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó að Bretar og Hollendingar fallist ekki á ríkisábyrgðina með fyrirvörum. Hún fellur þá úr gildi og við það verður þungum og óverðskulduðum bagga létt af þjóðinni
Hér er gamli sjónhverfingameistarinn aftur kominn fram á sjónarsviðið. Það er ógelymanlegt flestum sem fylgdust með hinu fræga Kastljósviðtali það sem ritstjórinn í hlutverki Seðlabankastjóra sópaði skuldum þjóðarbúsins út af borðinu með faglegri handahreyfingu. Við borgum ekki og verðum skuldlaus þjóð sagði hann við það tækifæri. Veruleikinn er auðvitað annar eins og raunin sýnir.
Núna reynir hann enn að láta óþægilegar staðreyndir hverfa með bellibrögðum sínum. Fólk með þekkingu og óbrenglaða hugsun veit að sjónhverfingaveröld ritstjórans er sýndarveruleiki. Icesavemálið hverfur ekki þótt einn af ábyrgðarmönnum ófermdarástandsins skrifi einhverja dellu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Athugasemdir
Mjög, mjög, já, mög einföld spurning.
Á Hjálmtýr Heiðdal að greiða - sem skattborgari -ef EINKAfyrirtæki fer á hausinn ??
Á Hjálmtýr Heiðdal að borga, ef sjálfviljungir Bretar & Hollendingar vilja leggja sína sparipeninga í bók, þar sem innlánsvextir voru hæstir - bankinn fór á hausinn. Er það Hjálmtýs að borga fyrir þessa útlendinga ??!!
Yfirmáta einfaldar spurningar.
Svörin sömuleiðis - yfirmáta skýr !!
Nú sendum við þennan skíta ICESAVE-pakka til dómstóla.
Svo einfalt er það!
Sagði einhver fyrir ári.:" Við borgum ekki fyrir útlendinga " ?? !!!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:52
Ég held raunar að hann hafi algerlega rétt fyrir sér þarna. Hann hefði bara getað skýrt það í fleiri orðum fyrir fólki. Ef samkomulag næst ekki, þá þá fellur samningur. Ef samningur fellur, þá getur sá aðili, sem telur á sig halla, höfðað mál. Þetta er enginn hókus pókus.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 17:55
Þessum "óverðskuldaða bagga" verður ekki lyft af þjóðinni við það að þessi samningur nái ekki fram að ganga. Að fullyrða það er hluti af blekkingarleiknum sem nú er hafinn. Eins og marg-oft hefur komið fram hanga fullt af mikilvægum málum á þessari spýtu sem koma til með að dragast enn frekar, eða þangað til að Icesave samningar takast eða um þá verður dæmt. - Ég veit að það er vinsæl deamógógía að láta sem það sé réttlætismál að borga ekki þessa peninga og betra sé aðtaka afleiðingum þess en að lúffa fyrir rukkurunum. En raunveruleikinn er sá að ef við borgum ekki og það fljótt, verður gripið til harðra aðgerða gegn okkur. - Og hverjum af yrði kennt um það? Núverandi stjórn að sjálfsögðu. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 18:37
Hvaða aðgerða Svanur.? Veistu eitthvað meira en við hérna? Liggja einhverjar hótanir í farvatninu? Munum við beitt einherri lögleysu? Út með sprokið.
Ég veit það eitt að ef við látum þetta falla á tryggingasjóðinn, þá hrekkur hann fyrir 16 milljörðum, þá er sjóðurunn gjaldþrota. Síðan verða þeir að sækja rest fyrir dómstólum.Við höfum ekki skrifað upp á neina ábyrgð umfram þetta. Ragar Hall er kannski einhver lýðskrumari að segja þetta?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 18:56
AF HVERJU ættum við að borga .Þetta fólk var að " gambla ". Aldrei dytti mér í hug að láta útlendinga plata mig til að taka þátt í svona LOTTERÍI . Af hverju lagði þetta fólk ekki bara inn á reikninga í sínu eigin landi ,eða þar sem það þekkti til ?Við erum engin gullnáma og það hefur heimsbyggðin vitað , alla tíð .Við eigum ekkert til að selja ,gefa eða fjárfesta í . Þetta var bara kjánagangur í þessum útlendingum , að halda að hægt væri að ávaxta peninga á Íslandi .Því guðs-volaða landi .
Nei takk ,við borgum ekki fyrir fjárhættuspilara .
Kristín (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:57
Þetta er hinn rétti Davíð og byrjar strax að mata lesendur sína á fullyrðingum sem ekki standast. Það er sama hvað Davíð bullar, skuldir ICESACE hverfa ekki þó við mundum öll óska þessa að svo yrði. Veruleikinn blasir bara við okkur svellkaldur og okkur er nauðugur sá kostur að taka á honum og reyna af fremsta megni að milda afleiðingarnar. Vonandi fer þessu samningaþófi að ljúka svo hægt verið á taka á öðrum mjög brýnum málum sem allra fyrst.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2009 kl. 21:15
Ein spurning til Jón Steinars, hvaða niðurstöðu væntir hann frá dómstólum og hvaða dómstólum?
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:26
Hólmfríður skuldir ICESACE hverfa ekki . Alveg rétt hjá þér. Meðan Icesave-reikningurinn er aðgöngumiði að ESB þá hverfur hann ekki.
Ríkisstjórnin hangir á því eins og hundur á roði og þessvegna er staðan eins og hún er. kveðja Kolla.
Þetta er alveg skýrt ef menn halda hlutunum í samhengi. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 21:38
Og fólk segir alveg blygðunarlaust að það eigi að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni. Stundum á maður ekki til orð, er ekki búið að byggja upp Íslenskt þjóðfélag síðustu 10 ára á erlendu lánsfé. Erum við bara ótíndir þjófar , tökum meðan við getum og neitum að borga þegar illa fer. Ekki skrítið að illa sé fyrir þessari þjóð farið.
Þetta er sami hugsunarháttur og auðmennirnir hafa haft að leiðarljósi í sínum blekkingarleik.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:53
Fólk vill einfaldlega ekki horfast í augu við þá staðreynd að það voru Íslendingar sem rændu þessu fé (með gylliboðum), Íslenskar eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn brugðust hlutverki sínu og íslenskir stjórnmálamenn dingluðu með og reyndar mestöll þjóðin.
Börn velja sér ekki foreldra og ekki heldur þjóðerni og því sitjum við uppi með þennan ófögnuð. Réttast væri að þau sem bera ábyrgð á að hafa haldið helmingaskiptaflokkunum (sem fóru að manga um með banka og aðrar eigur þjóðarinnar er ekki var hægt lengur að græða á hermangi) við völd greiddu óskapnaðinn sem þau kölluðu yfir okkur. Það munu þau vitanlega ekki gera, enda hafa þau enga getu til þess, en vilja þess í stað ríghalda í þjófasamfélagið sem þryfist hefur svo vel fyrir þeirra tilverknað.
Ingimundur Bergmann, 28.9.2009 kl. 23:13
Jón Steinar; Þetta eru svo sem ekki nein ný tíðindi sem ég ympra á. Eins og þú sjálfsagt manst lýsti Herra Brown því yfir í breska þinginu að í samvinnu við AGS mundu Íslendingar "standa við sínar skuldbindingar". Mikið er sótt að Brown um þessar mundir og hann mundi sýst af öllu vilja gefa á sér höggstað sem tengast Icesave málinu og vera vændur um lygar að breska þinginu.
Ef að Íslendingar vilja ekki standa við Icesave samninginn sem (frá hans sjónarmiði) er þegar gerður og undirritaður og á hverri forsendu hann lánaði Íslendingum 2,3 milljarða punda, mun hann yfirlýsa Íslendinga svikara og beita sér fyrir aðgerðum gegn þeim. Annars verður hann úthrópaður heima fyrir sem væskill.
Það þýðir að AGS sem hann hefur í vasanum enda Darling fyrrum starfsmaður þeirra, mun herða lánsskilmála, Hollendingar munu einnig harðna í sinni afstöðu og Ísland mun einangrast í fjárhagslegu tilliti. hann hefur hreðjatak á Íslandi þar sem við erum ekki í Evrópubandalaginu og getum ekki borið lög þess eða reglugerðir fyrir okkur nema að takmörkuðu leiti.
Hvað ESB aðild snertir yrði það mál vitanlega úr sögunni þar sem þar sem Bretar hafa þar öll tögl og haldir enda vitna Bresk blöð óspart í að frágangur á Icesave sé skilyrði fyrir hraðleið Íslands inn í sambandið.
Taktu eftir hvernig Össur hagar orðum sínum á SÞ þinginu. Hann lofar Pólland og Norðurlöndin fyrir að hafa hjálpað okkur, hann gagnrýnir regluverk ESB og lofar um leið alþjóðasamfélagið fyrir að hafa hjálpað Íslendingum, þrátt fyrir að í raun hafi engi hjálp borist nema frá Pólverjum og Færeyingum.
Hann talar eins og maður sem veit að það mun engu miða nema að Íslendingar komist aftur inn í samfélag þjóðanna í fjárhagslegu tilliti, en vill sýnast um leið kaldur karl hér heima á Íslandi. Orð hans eru þunguð tvíræðni til þess að styggja ekki væntanlega stuðningsmenn okkar og á sama tíma lúffa ekki fyrir ofureflinu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 23:46
Ríkisstjórnin hefur ekki siðferðilegt leyfi til að gera komandi kynslóðum lífið óbærilegt með því að leggja á þær ísklafa og gera Íslendinga framtíðarinnar að Ísþrælum.
Sigurður Þórðarson, 29.9.2009 kl. 05:56
Kalli Sveins, Jón Steinar og Kristín
Það vill enginn Íslendingur greiða Icesaveskuldina ótilneyddur. Brellur Davíðs eru blekkingaleikur og snýst um það að reyna að telja fólki trú um að það sé bara hægt að hrista hausinn og neita að borga og láta svo eins og ekkert sé að.
Við erum í samstarfi við margar þjóðir á mörgum sviðum, við erum í ýmsum aljóðasamtökum og aðilar að þó nokkrum milliríkjasamningum. Þjóðir eru metnar eftir því hvernig þær standa sig á ýmsum sviðum, m.a. í samstarfi þjóða.
Spurning Kalla Sveins :Á Hjálmtýr Heiðdal að greiða - sem skattborgari -ef EINKAfyrirtæki fer á hausinn ??“ snýst um tvennt sem verður að aðskilja: Ef Kalli á fyrirtæki sem fer á hausinn hér heima þá þarf ég ekki að hafa beinar áhyggjur af því. Að vísu getur það haft áhrif innanlands ef Kalli hefur verið umsvifamikill og með 1000 manns í vinnu - þá lendir einhver kostnaður á hið almenna kerfi og þar með mig. (Ekki þýðir að mótmæla því)
Ef Kalli væri hins vegar einn af hinum nafntoguðu fjárglæframönnum sem fóru eins og eldibrandur um heimsbyggðina með þekktum afleiðingum - þá kemur upp staða eins og Icesave. Kalli fór út í heim í krafti samninga sem þjóðin (ríkið) er aðili að.
Innlend stjórnvöld brugðust og fjárglæframennirnir fóru fram úr getu baklandsins. Tryggingasjóður og Seðlabanki voru ekki í stakk búin til að mæta skellinum sem erlendir viðskiptavinir fjárglæfrabankanna urði fyrir og voru tryggðir gegn að vissu marki.
Þetta er í sjálfu sér einfalt og auðskilið.
Viðbót Kolbrúnar um ESB aðgöngumiða er að hluta rétt - það getur ekkert ríki hafið samstarf um eitt eða neitt ef aðrir aðilar mögulegs samstarfs treysta ekki því ríki sem um ræðir. Þetta er líma einfalt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2009 kl. 08:22
„líka einfalt“ á það að vera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2009 kl. 08:27
Samkvæmt tilskipun ESB er ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum vegna samkeppnissjónarmiða. Slíkar ríkisábyrgðir skekkja samkeppnisstöðu banka milli ESB landa.
Ef ríkisábyrgð hefði verið ákveðin með ESB tilskipuninni, þá hefði ekki þurft að eyða öllum tíma Alþingis í sumar í umræður um ríkisábyrgð.
Hefði ætlun ESB með tilskipuninn verið sú, að ríkin ábyrgðust innistæðutryggingasjóðina, þá hefði sú ábyrgð verið tekin inn í íslensk lög með tilskipuninni og þá hefði ekki þurft að eyða tíma í frekari umræður.
Sem sagt, það var aldrei ætlun ESB, að ríkisábyrgð skyldi vera fyrir hendi, en vegna galla á ESB kerfinu á að láta Íslendingum blæða. Auðvitað á aldrei að samþykkja það.
Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2009 kl. 10:38
Axel
Ef þú ferð með rétt mál þá hafa margar ríkisstjórnir í Evrópu brotið samkeppnissjónarmiðin. Það eru allir bankar með ríkisábyrgð í einhverju formi, það er hryggjarstykkið í fjármálakerfinu. Íslenska bankakerfið óx bara svo mikið umfram öll skynsamleg mörk (í boði Sjálfstæðisfl. fyrst og fremst) að hvorki innistæðutryggingar né varasjóðir Seðlabankans áttu möguleika á að standast átökin þegar allt hrundi.
Ennfremur: skv. þinnig túlkun þá hefði verið nóg að hafa eina Evru í innistæðutryggingasjóðnum og lagaskilyrðin uppfyllt þar með.
Hver er „gallinn á Evrópukerfinu“?
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2009 kl. 14:38
Gallinn á Evrópukerfinu er sá, að tilskipunin um innistæðutryggingasjóðina gerir ekki ráð fyrir hruni bankakerfis heillar þjóðar á einu bretti, ekki einu sinni að margir bankar myndu fara á hausinn í einu. Í tilskipuninni er gert ráð fyrir að 1% af innistæðum sé lagt í innistæðutryggingasjóðina og það var gert hérlendis.
Evrópuríkin hafa ausið fé úr sínum ríkissjóðum til að halda bankakerfum landanna gangandi, en það er ekki vegna tilskipunar ESB um innistæðutryggingasjóði.
Íslendingar eru píndir til að veita ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðinn, eftirá, og það var eingöngu gert til að almenningur í ESB löndum missti ekki trú á sína heimabanka, því þá hefði allt bankakerfi Evrópu farið á hliðina og ekkert innistæðutryggingakerfi hefði þá getað bjargað málum og mörg ESB ríkin farið algerlega á hliðina.
Þá var ódýrast fyrir þau, að fórna Íslandi, enda standa ESB ríkin og Noregur heilshugar að baki efnahagsstyrjöldinni gegn Íslandi. Við eigum einungir tvo bandamenn í því stríði, Færeyinga og Pólverja.
Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2009 kl. 15:06
Hjálmtýr, þetta er náttúrulega hárrétt hjá þér!
Þeir sem telja Icesave geta horfið á einhvern hátt inn í tímarúmið þurfa að svara eftirfarandi spurningu: Hvað kynni það að kosta okkar samfélag ef við göngumst ekki við ábyrgðinni?
Og ekki svara því þannig að það myndi verða dýrara að gangast við ábyrgð á Icesave. Það er ekkert svar. Heldur, aftur, hvað kynni það að kosta okkar samfélag ef við göngumst ekki við ábyrgðinni?
Þú sem lest þetta: Vertu gagnrýnin/nn (í merkingunni uppbyggileg gagnrýni). Ekki láta segja þér hvað þú átt að hugsa. Hugsaðu sjálf/ur!
Eiríkur Sjóberg, 29.9.2009 kl. 15:32
Fyrst að þú ert að hætta með áskrift þína af Mogganum, væri þá ekki gráupplagt að þú gerðir okkur öllum þann greiða og segðir upp Mogga-blogginu þínu í leiðinni?
Magnús V. Skúlason, 29.9.2009 kl. 17:34
Sæll Magnús
Ert þú eitthvað bættari ef ég hætti að blogga hér?
Sparaðu tilrauna-fyndni þína og ekki halda að þú talir fyrir aðra en sjálfan þig.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2009 kl. 18:34
Hjálmtýr Heiðdal ætti frekar að skella sér á fyrirlestur Tarpley um alþjóðamál og hvað raunverulega er að gerast bak við tjöldin en eyða tíma í að réttlæta ranglæti.
Svokölluð 6% leið sem Alþingi Íslendinga samþykkti fyrir skömmu er dæmt til að misstakast. Þessu heldur Webster Tarpley fram. Hann vitnar í misheppnaða tilraun Alan Garcia forseta Perú á árunum 1985-86 máli sínu til stuðnings. Perú bauðst til að borga 10% af gjaldeyrirstekjum sínum til erlendra lánadrottna. Í kjölfarið var landið sett á svartan lista og skömmu síðar gjaldfelldi IMF sín lán og krafðist tafarlausrar greiðslu. Þegar Perú gat ekki greitt né vildi fara eftir ráðleggingum IMF var ríkið komið í hóp "útlagaþjóða", þess tíma Víetnman, Ghana, Sambíu, Súdan og Zimbabe í dag. Þjóða sem útilokaðar eru frá alþjóðlegum samskiptum.
Tarpley heldur fram að ef Íslendingar reyni að geðjast breskum og hollenskum bankaklíkum sé voðin vís. Óðaverðbólga upp á 4500% eins og í Perú og 10-20% efnahagssamdráttur hið minnsta. Hann ráðleggur Íslendingum að borga ekki og gefa óvinum okkar langt nef og spark í rassinn. Við verðum að stýra för en ekki þeir. Það skipti engu máli hvaða fyrirvara við setjum við greiðslur því bankamafían sættir sig aldrei við þá og lítur á allt sem komúnisma.
Björn Heiðdal, 29.9.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.