5.10.2009 | 13:05
Ritstjórinn sendir bloggurum tóninn
Allann sinn stjórnmálaferil hefur Davíð Oddsson haft þann leiða sið að tala niður til fólks og senda sinn sérstaka tón til þeirra sem eru honum ekki að skapi. Nýsestur í ritstjórastól Morgunblaðsins er hann enn við sam heygarðshornið og nú fá bloggararar landsins sendingu frá honum.
Ekki eru nein dæmi þess að þessar eldglæringar á blogginu hafi skipt neinu máli um nokkurn skapaðan hlut skrifar hann og er þá að ræða þennan tiltölulega nýja og frjálsa vettvang þar sem nánast allir geta tjáð sig standi hugurinn til þess.
Tónn ritstjórans sýnir að honum er eigi skemmt yfir því að einhverjir stjórnmálamenn skoði bloggheima og bregðist jafnvel við einhverju af því sem þar ber á góma. Bloggheimarnir loga heyrast stjórnmálamenn segja og verða þá þeir pastursminni í þeim hópi óvissir um stöðu sína og hvaða skoðun er heppilegast að hafa næsta hálftímann skrifar Davíð af alkunnri snilld. Hér tekst honum vel upp að eigin mati og slær tvær pasturslitar flugur í einu höggi.
Davíð er nefnilega þeirrar náttúru að hann hefur litla þolinmæði gagnvart þeim sjónarmiðum sem eru á öðru spori en hans Eimreið. Seinni hluti leiðarans fjallar síðan um þá sem Davíð nefnir gleðigjafa og nefnir til sögunnar marga góða menn. Í raun hefði hann átt að láta það duga að skrifa um þá og þeirra gleði-iðju. En því er ekki að heilsa. Bláa höndin er því eðli gædd að hún strýkur þeim sem henni geðjast að en löðrungar hina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Athugasemdir
ef grasrótin skiptir engu máli, afhverju þurfti þá Davið að ráða lífverði til að passa sig í kjölfar hrunsins? Almenningur landsins er nefnilega ekki lengur hræddur heldur reiður og það veit valdastéttin að er ekki gott.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2009 kl. 14:16
Góðan daginn,
Það eitt að hans "háæruverðugi" skuli yfirleitt eyða heilum leiðara í að dreifa mykju yfir næstum alla bloggheima, á auðvitað að virka eins og öflugur áburður á bloggheima.
Tókstu eftir að ég sagði "næstum alla bloggheima" því undrun sætti að hann neiddist hann til að viðurkenna örfáa penna sem hefðu eitthvað til málanna að leggja. Þarf ekki álf útúr hól til að fatta hverjir þeir silfurpennar eru, en svo má líka útfæra þetta og taka þessi jákvæðu orð beint til sín, það ætla ég að gera, og það ættir þú líka að gera.
Megi þessi áburðadreifing leiðarahöfundar MBL virka eins og til er ætlast af áburði og mykju yfirleitt.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.10.2009 kl. 14:19
Það er bara til eitt ráð við þessu og það er að lesa ekki bullið frá Davíð. Það versta sem hann veit er nefnilega að hann sé hundsaður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 15:05
Umræðan í íslensku þjóðfélagi hefur að mestu snúist um hvað Davíð segir eða hefur sagt en ekki um hvað Davíð framkvæmir eða hefur framkvæmt.
Rauði þráðurinn í hans stjórnmálaferli er sala ríkiseigna til einkavina sem nýttur hefur verið í að loka fjárlagahalla í ríkisstjórnaferli hans. Þegar Síminn var seldur þá fór hann í Seðlabankann og ferilinn þar þekkjum við mæta vel.
Guðlaugur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 16:14
Hann er umdeildur karlinn. Óþarfi að vera að senda bloggurum tóninn. Bloggarar eru jafn góðir, liprir, nú eða mistækir og segjun þingmenn okkar. Þeir er bara þverskurður þjóðarinnar í hnotskurn.
Björn Birgisson, 5.10.2009 kl. 18:28
Það er með ólíkindum að þið nennið enn og aftur að pirra ykkur á Davíð Odssyni. Hann hlítur að hitta á veikann blett hjá ykkur. Ég myndi í ykkar sporum hafa áhyggjur af þeim niðurskurði sem ríkisstjórnin er að boða. Hafið þið það gott í dag? Ekki ég, enda öryrki sem misti rúmlega 35.000 kr. af mínum bótum 1. júli. Ef ég væri ekki svo vel gift og ætti mann sem heldur mér uppi, væri ég ylla stödd í dag. Ég veit ekki um ykkur. en fyrir mig er það mjög erfitt að vera ekki sjálfbjarga.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 01:53
Ég hafði það betra undir velferðarstjórn Davíðs og Geirs en velferðarstjórn Jóhönnu. Það segir mér að núverandi ríkisstjórn er ekki að standa sig. P.s. hvað er kreditkortanúmerið þitt Týri, ég ætla nefnilega að panta dýran hlut sem þú átt að borga ásamt Icesave og hinu ruglinu.
Björn Heiðdal, 6.10.2009 kl. 10:02
Þessi mannfýla hefur alltaf talað niður til almennings. Hann hefur aldrei gert annað en að gæta sérhagsmunaafla sem tengjast sjálfstæðisflokknum. Það er mikil afturför að þessu slori sé hent aftur upp á dekk. Manni sýnist allt stefna hraðbiri til helvítis hér enda er ég eins og margir aðrir endanlega á leið úr landi.
Óskar (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.