Bréf frá Davíð og Haraldi

MblEins og ég hef skýrt frá áður þá sagði ég upp Mogganum frá og með 1. október. Eftir ca. 30 ára áskrift. Ég var því töluvert hissa þegar að blaðið barst mér eins og ekkert hefði í skorist í gær og svo aftur í dag.

Skýringin kom svo þega Davíð og Haraldur, nýju ritstjórarnir sendu mér bréf dagsett 30. september.

Þar stednur m.a.:  „Ágæti áskrifandi  Við undirritaðir, sem nýlega höfum tekið við ritstjórn Morgunblaðsins, bindum góðar vonir við störf á þeim vettvangi …… Þar sem þú hefur sagt upp áskrift þinni nýlega viljum við tryggja að þú getir lagt eigið mat á hvernig blaðið þróast. Við höfum ákveðið að gefa þér kost á að fá blaðið, þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga um áframhaldandi áskrift, út októbermánuð. Viljiðru ekki þiggja þetta boð biðjum við þig vinsamlega……Með góðum kveðjum  Haraldur Johannessen, Davíð Oddsson“

Nú vita þeir kumpánar sjálfsagt að ég sagði blaðinu ekki upp vegna áskriftarkostnaðar. Þetta er pólitísk aðgerð af minni hálfu, lítil aðgerð en öflug ef nægilega margir taka sömu ákvörðun. Eftir óstaðfestum fréttum að dæma þá er þetta töluverður hópur og bréfið bendir til þess að eigendur blaðsins telji nauðsynlegt að bregðast við. Ég stend við mína ákvörðun og ætla að afþakka boðið. Ráðning Davíðs er stríðsyfirlýsing og við henni verður að bregðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mogginn rúllar hratt undan brekkunni, bjargráðið og þrautarlendingin verður mögulega sú að breyta Mogganum í  „fríblað“, sem verði dreift á hvert heimili með góðu eða illu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt Axel, þrautalendingin hjá mogganum verður sú sama og hjá öðrum dagblöðum - hann verður lagður niður. Murdoch spáir því að öll blöð leggist af á næstu 20-30 árum. Ég verð hissa ef þau tóra svo lengi.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir upp Mogganum Hjálmtýr, án þess að taka afstöðu til þess sem í blaðinu er. Pólitískt hatur á Davíð, stjórnar lífi þínu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Málefnalegt, eða hitt þó heldur

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég nenni ekki að skrifa enn einu sinni að ég hata ekki nokkurn mann, hvorki pólitískt eða öðruvísi - en geri það samt.

Gunnar - þú skilur ekki alla hluti og því er túlkun þín röng frá mínum sjónarhóli séð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki ertu að taka afstöðu til fréttaumfjöllunar blaðsins... er það ekki augljóst?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 14:18

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég trúi HJálmari, ég held að hann sé heiðarlegur maður þótt hann sé kommúnisti. Hann hatar engann mann - en hann elskar mennina misjafnlega mikið!

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:23

8 identicon

Týri þú svaraðir ekki spurningunni minni varðandi hvort þú hefðir lesið moggann eða ekki þessa fyrstu daga októbermánaðar.  Svar óskast.

Þar sem þetta er ekki pengingalegt spursmál fyrir þig heldur pólitískt má velta fyrir sér hvaða augum þú lítur eigendur Fréttablaðsins.  Svar óskast.

Ég les Fréttablaðið jafnvel þó ég fyrirlíti eigendur þess og ég les Moggann jafnvel þó annar ritstjóranna eigi sinn þátt í því hvernig komið er fyrir okkur.  Ég trúi því að þannig geti ég betur tekið upplýsta afstöðu til mála.  Ég hef áður sagt að enginn á skilið að vera ofsóttur líkt og Davíð Oddsson hefur þurft að þola.  Þeir sem vilja útskúfa fólk frá samfélagslegri umræðu eru að mínu mati á kolrangri hillu í lífinu og aðhyllast þannig -isma sem ég fordæmi.

kv

Gunni

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, það er alltaf gaman að sjá hófsamt og viti borið fólk hérna á blogginu hans Týra.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:57

10 identicon

Þetta er alveg stórmerkilegt með Davíð. 

  • Hann reyndi að stöðva víkingana í byrjun.  Það var þá öfundsýki eða / og pólitík
  • Hann reyndi að koma í veg fyrir að þeir gætu átt alla einkareknu fjölmiðlana.  Það var víst líka öfundsíki eða / og pólitík
  • Hann mótmælti græðgi tengt kauprétta bónusum.  Tók út innistæðu sína úr Búnaðarbanka / Kaupþing i mótmælaskini.  Það var þá öfundsýki eða / og pólitík
  • Hann reyndi að vara ríkistjórn við bankahruni.  Það var þá öfundsýki eða / og pólitík

Já.  Segjum Mogganum upp eftir 30 ára áskrift.  Lesum fréttablað útrásavíkingana og verslum í Bónus, Hagkaupum, Húsasmiðju og sv.frv.  verslunum útrásavíkingana.  Sínum að við erum FÓLK MEÐ "PRINSIPP"!!!

Jón Páll Haraldsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:13

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Páll, þetta er stórgóð og stórfyndin úttekt hjá þér!

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 16:19

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heheh... já, sannleikurinn er ekki alltaf flókinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 16:22

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjálmtýr, bíddu bara þangað til Mogginn verður orðið fríblað eins og Fréttablaðið. Þá verður því troðið inn um bréfalúguna þína á hverjum einasta degi nema þú "múrir" upp í bréfalúguna. Sem þú þarft að gera hvort sem er ef þú vilt ekki opinbera "undirheimum" að þú hafir brugðið þér af bæ.

Áskriftarblöðunum má segja upp en fríblöðin eru sníkjudýr sem ekki er nokkur einasta leið að losna við í góðu.

Kolbrún Hilmars, 2.10.2009 kl. 16:36

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl öll sömul og takk fyrir innlitið

Jón Páll Haraldsson setur upp n.k. tékklista fyrir Davíðssinna til að sjá hversu auðvelt sé að sjá kostina. Skoðum það nánar:

-Hann reyndi að stöðva víkingana í byrjun.

Sannleikurinn:

Benda má á margar ræður og hyllingar Davíðs á „afrekum“ þessara manna – alveg frá byrjun. Hann var jafnframt sá sem stóð fyrir því að koma bönkunum í hendur þessara manna (ég vil ekki nota orðið víkingur um fjárglæframenn).

-Hann reyndi að koma í veg fyrir að þeir gætu átt alla einkareknu fjölmiðlana.

Sannleikurinn:

Hann reyndi að koma á lögum sem gengu gegn grundvallarréttindum sem eru varin í stjórnarskránni. Fyrstu drögin voru sérsniðin að hans hatri á „Baugsmiðlunum“. Svoleiðisl lagasetning er algjörlega fáránleg í venjulegu vestrænu lýðræðisríki – en er t.d. þekkt í ýmsum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.

-Hann mótmælti græðgi tengt kauprétta bónusum. Tók út innistæðu sína úr Búnaðarbanka / Kaupþing i mótmælaskini.

Sannleikurinn:

Hann var hvatamaður að eftirlaunalögunum sem tryggðu m.a. honum mikil eftirlaun og auk þess sérsniðið ákvæði um að tekjur vegna bókaskrifa væru undanþegin frádrætti á eftirlaunum ráðherra og þingmanna. Hann fékk 37% launahækkun þegar hann veitti sjálfum sér embætti Seðlabankastjóra. Hann getur núna verið á ritstjóralaunum og ríflegum eftirlaunum.

-Hann reyndi að vara ríkistjórn við bankahruni.

Sannleikurinn:

Þetta eru ekki opinber gögn. Það sem hefur komið fram opinberlega er að Geir Haarde kannaðist illa við viðvaranir og að allt sem frá bankanum kom var á allt öðrum nótum.

Svona er það nú.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2009 kl. 19:41

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Týri, nú ertu búinn að steypa þér út í ólgusjó. Ég man vel eftir því þegar fjölmiðlar birtu lög og reglur um eignarhald á fjölmiðlum í öðrum löndum - og það voru svo sannarlega ekki Sovétríkin. Slík lög eru fyrir hendi í mörgum ríkjum, kannski öllum. Mér finnst tímabært að þú farir að láta af þessari annarlegu andúð þinni á Davíð Oddssyni og þú ættir líka að endurskoða afstöðu þína til Ísrael.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 19:48

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunni Jó

Ég hef lesið Moggann í dag og í gær. Hann var sendur til mín þrátt fyrir uppsögnina. Ég les Fréttablaðið jafnt nú sem á þeim tíma sem Þorsteinn Pálsson stýrði því. Hvaða rugle er þetta í þér með að ég sé að útskúfa einhverjum úr umræðu með því að segja mogganum upp. Þetta er mín litla aðgerð til að tilkynna það að þetta gengur ekki ío mínum augumþ. Þetta er ekki gott fyrir blaðið og ekki gott fyrir þjóðina. Davíð vedrður ekkert útskúfaður þótt hann sé ekki ritstjóri. Hann er eftirsóttur í viðtöl eins og dæmin sanna.

Ég fatta ekki þessa umhyggju þína vegna Davíðs - af honum hef ég fengið nóg. Og stríðbrölt hans með Bush í Írak verður ævarandi blettur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2009 kl. 20:03

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur

Erum við ekki öll í ólgusjó?

Við erum bara litlir matrósar á skipi sem reynir að ná í var og svo í höfn. Davíð er erfiður biti - en Ísrael afstöðuna þarf ekki að endurskoða. Mín skoðun sannast æ betur sem hin skýra sýn á atburði þar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2009 kl. 20:45

18 Smámynd: Jens Guð

  Mér er kunnugt um að vangaveltur um að gera Moggann að fríblaði komu til umræðu hjá útgefendum.  Reyndar nokkru fyrir síðustu ritstjóraskipti.  Mér er einnig kunnugt um að kona í áskriftardeild Moggans fór með svipaða rullu og birtist í bréfi nýju ritstjóranna þegar uppsagnir á áskrift streymdu inn.  Um 3000.  Mér er jafnframt kunnugt um að áhugasömum hefur gengið illa að ná sambandi við áskriftardeild DV vegna gífurlegs álags síðustu daga.

  Hvað þetta merkir veit ég ekki. 

Jens Guð, 2.10.2009 kl. 20:56

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er magnað, en á sama tíma mjög upplýsandi fyrir fólk, hvað hugarfar þeirra hreintrúar Davíðs-Hannesar lufsa sem kommenterað hafa hér að ofan, getur verið einsleitt, laust við réttlætisskilnig og upphafið af andlegri fátækt.

Hér hamast Davíðssinnar á því að uppsagnir fólks á áskrift Mbl snúist eingöngu um hatur á Davíð, en getur á engann hátt horfst í augu við og skilið að málið snýst að sjálfsögðu um trúverðugleika blaðsins. Þeir áskrifendur sem sagt hafa upp blaðinu kæra sig einfaldlega ekki um að láta hafa sig að fífli, þó ýmsir sem hér hafa kommentað virðist kunna því vel.

hilmar jónsson, 2.10.2009 kl. 21:03

20 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þig núna Týri, ætlar þú semsagt að lesa Morgunblaðið áfram svo lengi sem þú þarft ekki að borga fyrir það?  Og þú gleymdir alveg að greina okkur frá afstöðu þinni til eigenda Fréttablaðsins, þú veist að eigendavaldið er sterkara en ritstjóravaldið.  Þar sem þú virðist hafa svo sterkar skoðanir á þeim sem þú telur að hafi leitt okkur til glötunar þætti mér vænt um að vita hvaða hug þú berð til þessara manna.

Og þetta er ekkert rugl með útskúfið Týrir minn því einhver hlýtur tilgangurinn með uppstögnum að vera ekki satt?  Ef nógu margir segja upp áskriftinni gætu eigendur blaðsins staðið frammi fyrir því að þurfa að láta manninn fara eða eiga á hættu að fara í þrot.  Ef fyrri kosturinn er tekinn þá hafa þessi 2000+ áskrifendur náð að hrekja manninn úr starfi.  Ef blaðið fer í þrot vegna aðgerðanna þá hafa þessir sömu aðilar tryggt Fréttablaðinu einokun á þessum markaði. Það er kannski markmið í sjálfu sér.

Það getur vel verið að þú hatir ekki nokkurn mann en þá er það vegna þess að þú leggur annan sklning í orðið því ef maður bara les það sem þú hefur skrifað um DO getur maður ekki dregið aðra ályktun en þá að þú hatir manninn eins og pestina.  Þú kannski skammast þín fyrir að viðurkenna það hreint út en svona birtist þetta lesendum þínum.

Þú skilur ekki umhyggju mina í garð Davíðs en það á sér kannski þá skýringu að ég er ekki eins öfga- og ofstækisfullur og þú virðist vera a.m.k. í garð Davíðs.  Ég stend við þá skoðun mína að enginn á að þurfa að sitja undir jafn miklum ofsóknum og hann hefur þurft að gera.  Brottreksturinn úr Seðlabankanum var einhver mesti skrípaleikur sem átt hefur sér stað á Íslandi og þó viðar væri leitað enda hefur hann engu skilað nema kannski friðþægingu byltingarfólksins sem hæst lét með Hörð Torfason í broddi fylkingar, manns sem aldrei hefur lagt túskilding til samfélagsins.  Og hvernig stendur á því að þið sem vilduð hann burt látið ekki í ykkur heyra núna þegar sjálfur höfundur peningamálastefnunnar sem stunduð var í tíð Davíðs er ráðinn í hans stað?  Allur málatilbúnaðurinn og múgæsingin sem átti sér stað hérna í kringum þetta mál verður hlægilegri með hverjum deginum sem líður.

Þú sagðir mig bulla þegar ég taldi að þú héldir áfram að lesa Moggann hvar sem þú kæmist í hann en ég get fullyrt það hér og nú að þú munt alltaf lesa blaðið þar sem það verður á vegi þínum.

Að lokum:  Stríðsbrölt Davíðs með Bush í Írak fölnar í samanburði við Icesave bullið sem verið er að reyna að troða uppá þjóðina af núverandi stjórnvöldum af einskærum undirlægjuhætti og minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og ástæðulausum ótta við að einangrast í samfélagi þjóða.

Ég virði samt afstöðu þína Týri þó mér finnist hún öfgafull og kjánaleg.

góðar stundir

Gunni

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:15

21 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tyri minn, þú ákveður að segja upp Morgunblaðinu, og hvað með það. Ég var áskrifandi af Stöð 2 og sagði þeirri áskrift upp fyrir nokkrum mánuðum. Að það sé eitthvað bloggefni, sé ég ekki. Það að þú segir upp til þess að mótmæla að einhver starfsmaður var ráðinn á Morgunblaðið, af því að þér líkar ekki pólitískar skoðanir hans, er bara hallærislegt. Ég sagði ekki upp Stöð 2 vegna þess að Jón Ásgeir einn útrásarvíkinganna rekur stöðina, m.a. til þess að verja flóttann. Næst má búast við Týra niður á Laugardalsvelli á bikarúrslitaleiknum. Þrífur hátalarann af þuli vallarins og segir áhorfendum, ,,ég sagði upp Morgunblaðinu, vegna þess að Davíð Oddson var ráðinn til blaðsins". Áhorfendum er slétt sama. Hér er bara einhver vitleysingur sem heldur að hann sé miðpunktur heimsins. Hann verður bara að fara heim og taka ESB töflurnar sínar.

Sigurður Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 05:55

22 Smámynd: Björn Heiðdal

Það gengur nú ekki að kalla Hjálmtýr Heiðdal vitleysing.  Hann sér kallinn bara í réttu ljósi, Samfylkingarljósi.  Afhverju halda sumir síðan að Davíð hafi reynt að "stoppa" útrásarvíkingana á sínum tíma.  Hann gaf þeim bankana.  Hann laug því að þjóðinni að t.d. Bjórólfur litli og stóri hefðu greitt LB með erlendum gjaldeyrir.  Sannleikurinn var að þeir borguðu ekki dollar með gati heldur fengu innlent lán í BB til kaupana.  Fjölmiðlalaugin voru síðan sérsniðin í kringum Jón Ásgeir en ekki t.d. Bakkabræður. 

Björn Heiðdal, 3.10.2009 kl. 09:54

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég átta mig á því núna að Sigurði væri nær að kalla Björn Heiðdal vitleysing.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 10:46

24 Smámynd: Björn Heiðdal

Alveg sammála Baldri Hermundarsyni.  Loksins segir sá ágæti maður eitthvað að viti. 

Björn Heiðdal, 3.10.2009 kl. 10:54

25 Smámynd: Offari

Þú mátt bara senda blaðið til mín.  Ég væri vis með það núna að fara að taka upp á því að lesa moggann.

Offari, 3.10.2009 kl. 10:54

26 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnar J

Auðvitað les ég Moggann ef hann liggur fyrir framan mig, t.d. á kaffistofunni í vinnunni. En ég er ekki lengur áskrifandi vegna þess að ég vil ekki kaupa blað sem setur í öndvegi mann sem hefur alla hagsmuni af því að endurskrifa söguna og berjast af öllu afli fyrir því að koma aftur til valda því liði sem á stærsta sök á sérstökum óförum Íslendinga. Ég les Fréttablaðið en kaupi það ekki frekar en aðrir. Eigendur Fréttablaðsins eru hluti af því liði sem kom okkur í þá vondu aðstöðu sem við erum í. Fyrri eigendur Moggans voru höfundar Icesave-vandans. Samt hélt ég áfram að kaupa blaðið. Ég hef lýst því áður hvers vegna ég var áskrrifandi: „Þegar ég hóf eiginn búskap þá keypti ég Þjóðviljann og síðar einnig Moggann. Mogginn átti erindi við mig sem öflugt menningarblað og sem áhugamaður um stjórnmál þá las ég hann af áhuga. Þjóðviljinn dó og Mogginn þokaðist í átt til meira frjálsræðis“

Þú og ýmsir aðrir reynið að gera það tortryggilegt og dæmi um hræsni að ég lesi blöð sem ekki eru gefin út af heilögum anda. Þetta er málefnaleg fátækt og snýst ekki um atriðin sem skipta máli: Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs leiddi þá þróun sem er að mínu mati neikvæð á flestum sviðum. Nú er Davíð settur á stól þar sem hann getur haldið áfram að rugla með ykkur sem innst inni eruð andstæðingar þeirra félagslegu sjónarmiða sem ég aðhyllist. Ég skrifa „innst inni“ þar sem þið flaggið einu flaggi í dag og öðru á morgun. Þú, Gunnar J, kaust Framsóknarflokkinn þrátt fyrir allt sem á undan er gangið. Og þú viðurkenndir á blogginu um daginn að forkólfar flokksins væru sérkennilegir kálfar. Og svo reynir þú að verja Davíð líkt og að hann sé einhver mobbaður einstaklingur! Hversu fáránlegar hugmyndir ert þú fær um að upphugsa?

Svo setur þú Icesave málið framar Íranglæpnum á sakaskrána. Það eruð tugir, ef ekki hundruð, þúsunda manna dauðir vegna glæpastríðsins sem Davíð skrifaði uppá. Það er enginn dauður enn vegna Icesave –nema þá af leiðindum yfir afglapastjórnmálum framsóknar- og sjálfstæðismanna í því máli!

Nú stoppa ég í bili – húsverkin kalla.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.10.2009 kl. 10:54

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir vinsamleg ummæli í minn garð, Björn Hórdal

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 10:58

28 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Írakglæpur átti það að vera.

Baldur og Björn - er þetta ekki orðið gott?

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.10.2009 kl. 11:36

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, haf þú eigi áhyggjur af okkur Birni, við erum báðir glaðværir menn og þekkjum takmörk leiksins harla vel - frá okkar viðureign munu báðir heilir ganga.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 11:41

30 identicon

Hjálmtýr,  

Styð þig í þessu.  Fékk svona bréf sjálfur.  Sendi þeim svar þar sem ég sagði að mér væri nokkuð sama ef þeir sendu mér blaðið svo framalaga sem ekki væri rukkað fyrir það.  Býst við að aukin kostnaður fyrir þá sé góður fyrir sálina og guttinn sem kemur með blaðið handa mér fær þá greitt fyrir mig í allavega einn mánuð í viðbót.

Þið hinir.  Ég tel nú ljóst að ríkisrekið bákn er ekki lausnin á okkar vandamálum, er hægra megin í stjórnmálum, en...er engin sérstakur áhugamaður um Dabba og hans einkavinavæðingu. Hann ætti að hætta.  Mogginn ætti að ráða fagmenn sem vita hvað þeir eru að gera.  Davíð var í brúnni þegar þetta byrjaði.  Fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem bankastjóri.

Ég sagði upp Mogganum vegna þess að ég er búin að fá nóg af þeim og bíð eftir nýjum mönnum til að leysa þessa larfa af.  

Jón (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:25

31 Smámynd: Björn Heiðdal

Hægri og vinstri eru dauð hugtök í dag.  Er Ingibjörg meiri kommi en Davíð, varla.  Pólarnir sem ég sé eru elíta versus almenningur.  ESB versus lýðræði og málfrelsi.

Björn Heiðdal, 3.10.2009 kl. 15:49

32 Smámynd: ThoR-E

Hvað var mörgum blaðamönnum sagt upp? 20?30?

Iðnaðarmenn vinna dag og nótt við að smíða skrifstofu fyrir Davíð Oddsson, ritstjóraskrifstofu. Eitthvað kostar það.

 Ég hélt reyndar upp á Davíð Oddsson hér í denn, enda kaus ég Sjálfstæðisflokkinn þegar hann var forsætisráðherra. En ég er ekkert viss um að þessi ráðning sé góð fyrir MBl eða Davíð sjálfan. 

3000 áskrifendur hringdu og sögðu upp áskriftinni. Fólk sem var búið að vera áskrifendur áratugum saman jafnvel.

Það segir mikið.

ThoR-E, 3.10.2009 kl. 20:16

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, en ég gerðist áskrifandi samdægurs. Eitthvað hlýtur það að vikta.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 20:35

34 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Baldur - þú vegur þungt. Ég er viss um að Davíð hefur glaðst þegar týndi sauðurinn skilaði sér.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.10.2009 kl. 20:49

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr Heiðdal, you make my day

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 21:06

36 identicon

Þú skorar hvert sjálfsmarkið á fætur öðru Týri.  Þú segist hafa keypt Moggann vegna þess að það var öflugt menningarblað.  Er eitthvað sem bendir til þess að svo verði ekki áfram?  Og er það ekki nákvæmlega það sem hefur gert Moggann að því sem hann er?  Þú ætlar að eigin sögn að halda áfram að lesa blaðið en vilt ekki borga fyrir það,  sem gerir ekkert annað en að veikja t.d. vandaða menningarumfjöllun.  Snjallt.

Það er ekki nema vona að þú skulir hneykslast á mér fyrir að gagnrýna framsóknarmenn enda virðist þú ekki þekkja þannig hugsunarhátt.  Ég held með íþróttafélagi og mun alltaf gera en það virkar ekki þannig fyrir mig í pólitík end hef ég kosið flesta flokka, meira að segja komma þó ég sjái eftir því.

Og Týri þú kaust Samfylkinguna þrátt fyrir allt sem á undan er gengið!!!

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 22:00

37 Smámynd: Björn Heiðdal

Enginn er verri þótt hann sé perri.

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 10:43

38 Smámynd: Björn Heiðdal

Samfylkingin styður dauðadóma.  Kallar það reyndar lýðræði og mannréttindi, hóst, hóst.

Professor Schachtschneider pointed out that it [the European Union reform treaty, a.k.a. the Lisbon Treaty] also reintroduces the death penalty in Europe, which I think is very important, in light of the fact that, especially Italy was trying to abandon the death penalty through the United Nations, forever.

And this is not in the treaty, but in a footnote, because with the European Union reform treaty, we accept also the European Union Charter, which says that there is no death penalty, and then it also has a footnote, which says, “except in the case of war, riots, upheaval” – then the death penalty is possible.

Schachtschneider points to the fact that this is an outrage, because they put it in a footnote of a footnote, and you have to read it, really like a super-expert to find out!

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 11:33

39 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn

Það er sama hvaða umræðuefni er í gangi þá kemur ESB áhugi þinn fram. Nú eru umræður hér á blogginu um uppsögn mína á Mogganum. En þú vilt ræða dauðarefsingar og ESB. Gott og vel.

Þú ert kominn nokkuð langt í pælingum þínum um ESB. Dauðarefsins er bönnuð hjá ESB ríkjum, það er alveg á hreinu. Hinsvegar er texti sem ég las um að ekki skuli líta á að dauðsföll (sviftingu lífs) sem verða við ákveðnar kringumstæður séu í andstöðu við bannið.

Í raun er verið að segja að þegar t.d. maður drepur í sjálfsvörn eða að lögreglumenn eða hermenn fella einhvern við sérstakar kringumstæður þá beri að líta svo á að það sé ekki andstætt banni á dauðarefsingum. Þú hlýtur að skilja að þetta er ekki jafngilt dauðarefsinsum sem eru t.d. í Kína og BNA.

Deprivation of life shall not be regarded as inflicted in contravention of this article when it results from the use of force which is no more than absolutely necessary:

(a) in defence of any person from unlawful violence;

(b) in order to effect a lawful arrest or to prevent escape of a person lawfully detained;

(c) in action lawfully taken for the purpose of quelling a riot or insurrection.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2009 kl. 11:59

40 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunni Jó

Ég man hér áður fyrr að það var ekki vænlegt að „rökræað“ við þig í vinnunni. Allt endaði í hávaða og endaleysu. Þú ert ekki mikið breyttur frá þeim tíma. Þú ert í vörn fyrir Davíð vin þinn og reynir sífellt að gera mína afstöðu tortryggilega.

Reyndu bara að sjá í gegnum sjálfan þig og koma auga á það sem er grunnur málsins: Eigendur Moggans ákveða að ráða mjög umdeildan mann til að ritstýra blaðinu. Fjöldi manna sem hefur verið áskrifandi blaðsins er ekki sáttur við þessa ákvörðun og telja hana m.a. vega að trúverðugleika blaðsins í stórum dráttum. Ennfremur eru margir, þ.á.m. ég, búnir að fá nóg af þessum manni og hans framferði í stjórnmálum og efnahagsmálum þessa lands. (Það hefur ekkert með hatur að gera)

Þú ert greinilega ekki í þessum hóp og vilt verja þessa ákvörðun. gerðu það þá með öðrum hætti en að reyna að gera mína afstöðu að aðal viðfangsefni þínu. Reyndu frekar að hugsa um það sem á undan er gengið - hvað er það í stjórnmálavegferð Davíðs sem þú ert svona glaður yfir?

Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa gert í undanfara hrunsins sem verkur svona mikla ánægju hjá þér?

Ekki reyna að gera mér upp hugsunarhátt („enda virðist þú ekki þekkja þannig hugsunarhátt.“) - hugasðu um þína eigin afstöðu - niður í botn!

Ekki fara að eins og Björn frændi sem sér liti (ég veit ekki hvaða liti) þegar Samnfylkingin og Ingibjörg Sólrún eru nefnd. (Ég þori ekki að nefna ESB um leið og flokkinn og fyrrv. formann - sú þrenning fer alveg með frænda).

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2009 kl. 12:13

41 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér er bæði ljúft og skylt að svara frænda mínum þó lítið tengist það Mogganum.  Ég fæ grænar bólur þegar Ingibjörg er nefnd á nafn sökum leiðinda og frekju en hún er ekki sú eina sem kallar slík viðbrögð.  Samfylkingin er líka annað fyrirbæri sem vekur ótta í báðum brjóstum mínum.  Hún lítur nefnilega á sig sem arftaka Sjálfstæðisflokksins og vill halda í óbreytt kerfi sem verðlaunar baktjaldarmakk og klíkuskap.  ESB er síðan eitt risastórt plott til að þjappa valdi saman á fáar hendur sem ekki eru kosnar með lýðræðislegum hætti.+

Varðandi þessa skemmtilegu dauðarefsingu þá snýr hún að leyfi yfirvalda til að drepa fólk við vissar kringumstæður.  T.d. þegar almenningur er að mótmæla eða einhver neitar að taka þátt í stríðsátökum, gerist liðhlaupi. En Hjálmtýr heldur greinilega að mig hafi dreymt þetta svo hér kemur textinn ómengaður af beljunni.

3. The provisions of Article 2 of the Charter correspond to those of the above Articles of the ECHR and its Protocol. They have the same meaning and the same scope, in accordance with Article 52(3) of the Charter. Therefore, the ‘negative’ definitions appearing in the ECHR must be regarded as also forming part of the Charter:
(a) Article 2(2) of the ECHR:
‘Deprivation of life shall not be regarded as inflicted in contravention of this article when it results from the use of force which is no more than absolutely necessary:
(a) in defence of any person from unlawful violence;
(b) in order to effect a lawful arrest or to prevent the escape of a person lawfully detained;
(c) in action lawfully taken for the purpose of quelling a riot or insurrection.’

(b) Article 2 of Protocol No 6 to the ECHR:
‘A State may make provision in its law for the death penalty in respect of acts committed in time of war or of imminent threat of war; such penalty shall be applied only in the instances laid down in the law and in accordance with its provisions (…)’.

Source: Explanations relating to the Charter of Fundamental Rights, (2007/C 303/02)

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 15:07

42 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé að frænda er mest í mun að halda dauðarefsingu í heiðri hvernig sem allt snýst og skoppar.

Sennilega vill hann, kaþólskari en páfinn sjálfur, að það standi í reglu 1. fyrir heri Evrópuríkja: Bannað er að drepa fólk, skiptir engu máli hverjar kringumstæðurnar eru og hvernig veðrið er. Bannað er að skjóta úr byssum eða öðrum vopnum sem gætu orðið einhverjum að fjörtjóni.

Þar sem þetta er hvegi skráð þá hefur Björn nú þá bjargföstu skoðun - skráða af honum sjálfum - að Samfylkingin sé hlynnt dauðarefsinsum.

Þetta er auðvitað rétt og sýnir snilli hans og athyglisgáfu.

Svo getum við hin haldið áfram að ræða Moggann og Davíð - þ.e. ef einhver nennir því eftir þetta óvænta hliðarspor um dauðarefsingar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2009 kl. 15:59

43 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég skil nú ekki alveg hvað þú ert að meina frændi.  Ertu hlynntur dauðarefsingum í vissum tilvikum og rétti yfirvalda til að drepa mótmælendur eða ekki?  Skiptir máli hvað stjórnvöld heita, ESB, Kína eða USA?

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 16:24

44 identicon

Ég ætlaði nú ekki að gera fleiri athugasemdir við þessa færslu þína Týri en fyrst þú spyrð þá verð ég að svara.

"Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa gert í undanfara hrunsins sem verkur svona mikla ánægju hjá þér?"

Ólíkt þér þá lít ég ekki á síðustu áratugi sem aðdraganda hrunsins.  Aðdragandi hrunsins eru 2-3 ár á undan eða frá þeim tíma sem menn voru farnir að sjá að illa gæti farið ef ekkert yrði að gert.  Því miður var ekkert gert og því bera þeir stjórnmálaflokkar sem að ríkisstjórn komu á þessu tímabili mesta ábyrgð. Það er óumdeilt að með réttum aðgerðum hefði mátt koma í veg fyrir þetta hrun á þessu tímabili.

Og ég var ekkert að gera þér upp hugsanir heldur fannst mér þú hæðast að mér fyrir að gagnrýna framsóknarmenn á sama tíma og þú ættir miklu frekar að taka það þér til fyrirmyndar.

Ég hef alltaf skilið ástæðurnar fyrir uppsögnum Moggans en var bara að reyna að benda á að þær tengjast blaðinu og trúverðugleika þess ekki á nokkurn hátt heldur eru þær hluti af ofsóknum á hendur einum manni sem er að því er virðist orðinn tákngervingur alls ills á íslandi.  Í grunnskólum er reynt að koma í veg fyrir einelti með öllum tiltækum ráðum en það læra börnin sem fyrir þeim er haft og einelti er ekkert betra þótt um fullorðið fólk sé að ræða.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:11

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Djöfull ert þú flottur Gunnar. Það vildi ég óska að þú gerðist bloggari og létir oftar í þér heyra.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 23:46

46 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viðvörunarbjöllurnar vegna bankanna glumdu ekki af alvöru fyrr en eftir að Samfylkingin tók við stjórnartaumunum í banka og fjármálum landsins. Björgvin G. er sennilega mesti einfeldningur sem hægt var að fá í djobbið.

Samfylkingin kom í veg fyrir dreyfða eignaraðild á bönkunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2009 kl. 00:12

47 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunni Jó

Þú lítur 2-3 ár aftur í tímann - ólíkt mér. Græðgis- og loftbóluhagkerfið á sér lengri rætur, en það getur verið hentugt að horfa ekki of langt aftur. Einnig er hagkvæmt að horfa ekki til eldri áfanga í stjórnmálum. Hannes Hólmsteinn er með dagsetninguna klára og jafnvel klukkustundina. Það var árið 2004. Hann fer þó 5 ár aftur, aðeins lengra en þú.

Í dag eru rétt tæp 7 ár (19 okt.) frá því að Landsbankinn var seldur og rúm 6 ár frá sölu Búnaðarbankans. Hér liggur hluti vandans – bankarnir afhentir mönnum sem sigldu þeim til helvítis við veislugleði og söng. Banvæn blanda eignahalds og útlána til eigin fyrirtækja og tengdra ástunduð af Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum.

„Það er óumdeilt að með réttum aðgerðum hefði mátt koma í veg fyrir þetta hrun á þessu tímabili“ skrifar þú. Hvernig getur það verið „óumdeilt“ - kapitalisminn tekur reglulega misdjúpar dýfur og ekki er búið að finna lækningu við því. Hvaða óumdeildu leiðir voru til þess að koma í veg fyrir hrun? Hver átti að framkvæma þær? Er þetta ekki einhver einfeldni a la Sigmundur og Höskuldur?

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2009 kl. 10:10

48 identicon

Sæll aftur.

Einkavæðing bankanna var að mestu óumdeild þ.e.a.s. aðgerðin sjálf þó svo framkvæmdin hafi verið með hefðbundnum póitiískum spillingarhætti.  Það er alveg sama hverjir hefðu keypt bankana því allir hefðu búið við sama umhverfi og jafnvel eftir einkavæðinguna höfðu stjórnvöld enga aðkomu að því hvernig eignarhlutir gengu kaupum og sölum enda voru fyrirtækin á markaði.  Þannig voru margir stórir hlutafar bankanna ekkert með þegar þeir voru seldir í upphafi.

Ég skrifaði að það væri óumdielt að koma hefði mátt í veg fyrir hrunið vegna þeirra ótal ábendinga sem við fengum um að hér gæti farið illa ef ekkert yrði að gert.  Og svo komu margar tillögur um það hvernig bregðast mætti við t.d. með því að sporna við vexti bankanna en það hefði mátt gera með lagasetnginu m.a.  til að koma í veg fyrir að efnahagur bankanna gæti orðið jafnstór og hann stefndi í.  Þeir sem áttu að framkvæma þessar aðgerðir eru þeir sem höfðu verkfærin til þess þ.e.a.s. stjórnmálamenn.  Vandamálið var bara að það trúði því enginn að svona gæti farið, ekki enu sinni viku fyrir hrun sbr. fræga bloggfærslu Björgvins G Sigurðssonar um stöðu bankakerfisins á íslandi.  Þeir höfðu t.d. Icesave málið á borðinu í langan tíma fullmeðvitaðir um hættuna sem af því gæti skapast en voru svo svifaseinir að þeir brunnu inni með allt saman.  Ef þetta er ekki óumdeilt þá veit ég ekki hvað getur verið það.

Þú getur kallað mig einfeldning ef þú vilt en mér finnst bara full langsótt að líta áratugi aftur í tímann í leit að orsökum hrunsins.  Þú gerir það sennilega vegna þess að þú vilt ekki að Samfylkingin gangist við sinni ábyrgð í þessu eins og aðrir.

Ég veit vel að það sem þú kallar græðgis og loftbóluhagkerfið á sér sennilega nokkurra alda sögu í heiminum enda hafa loftbólur komið og farið oft með miklum hvelli og tjóni, en aldrei fyrr hefur hagkerfi heillar þjóðar hrunið líkt og hér.  Þess vegna finnst mér rangt að tengja sjálft hrunið við einhverja hugmyndafræði.  Þess í stað tel ég það hafa verið blanda af óábyrgum "gangsterum" og tómlátum stjórnvöldum sem eiga stærstu sökina á því hvernig komið er fyrir okkur.

Það hafa allir -ismar sína vankanta en þegar öllu er á botninn hvolft þá aðhyllist ég helst þá stefnu sem ríkt hefur hér síðan ca, 1990 og tel að við eigum að halda henni áfram reynslunni ríkari og sníða af þá vankanta sem við teljum að hafi komið okkur í þessa stöðu með betra regluverki.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:14

49 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Þess í stað tel ég það hafa verið blanda af óábyrgum "gangsterum" og tómlátum stjórnvöldum sem eiga stærstu sökina á því hvernig komið er fyrir okkur.“ Þetta er rétt að mínu mati - en hugmyndafræðin sem réði ferð var blanda af Thatcherisma og sérstökum útfærslum frá Eimreiðargenginu.

Ég hef enga ástæðu til að draga Samfylkinguna út úr jöfnunni - enda ekki hægt. En eins og þú veist þá tel ég aðalsökudólgana eiga ákveðið heimilisfang. Inn í þetta blandast svo sá grundvallarmunur sem ég á félagshyggju og stefnu óheftrar einkavæðingar. Allt er best í hófi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2009 kl. 11:30

50 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

grundvallarmunur sem er á félagshyggju...

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2009 kl. 11:31

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eftirfarandi ummæli Gunnars eru hárrétt:

"Þess vegna finnst mér rangt að tengja sjálft hrunið við einhverja hugmyndafræði.  Þess í stað tel ég það hafa verið blanda af óábyrgum "gangsterum" og tómlátum stjórnvöldum sem eiga stærstu sökina á því hvernig komið er fyrir okkur."

Ég er hinsvegar á því að Hjálmtý og öðrum kommúnistum sé á vissan hátt stætt á því að tengja tómlætið, sem þú kallar svo, við hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Það var búið að hamra á því langt úr hófi fram, hve óskeikull markaðurinn væri í sínum málefnum og farsælast væri að ríkisvaldið væri ekki með hnýsni eða eftirlit. Þessi áróður gekk úr hófi fram.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 15:16

52 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottar rökræður hér og flestir hafa eitthvað til síns máls. Tek undir tilvitnun Baldurs í nafna minn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2009 kl. 15:57

53 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er komin smá niðurstaða hér hjá okkur, Gangsterar og léleg stýring til þess valinna aðila. Baldur telur að hugmyndafræði komi eitthvað við sögu og ég kemst greinilega ekki lengra með það. Ég er hinsvegar í vandræðum með að máta mig í kommúnistaflíkina sem Baldur úthlutar mér af sínu þekkta örlæti. Mér finnst ég ekki vera nægilega harður í pólitíkinni til að bera hana með réttu.

Kanski gerir Baldur minni kröfur til kommanna en ég.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband