Bloggað um blogg

Nú er ég búinn að vera virkur bloggari síðan í maíbyrjun og skrifað um ýmis mál. Þeir sem hafa heimsótt mína bloggsíðu sjá að meðal minna helstu áhugamála er ástandið í Palestínu. Af 25 bloggum eru 9 um Palestínu að öllu leyti eða að hluta. Ástæða þessa áhuga er f.o.f sú skoðun mín að í raunverulegri lausn þessarar deilu felist mikill gróði fyrir heimsbyggðina og framtíðarhamingja bæði Palestínuaraba og gyðinga í Ísrael.
Sumir þeirra sem tjá sig um þetta mál á blogginu eru djúpt sokknir í fordóma gegn arabaþjóðum og Íslam. Og svo eru það menn eins og Vilhjálmur Örn í Kaupmannahöfn sem stimplar alla sem ekki syngja Ísrael lof og prís gyðingahatara. Ég hef fengið þennan stimpil hjá honum. Nú er hann búinn að loka á mínar athugasemdir á sínu bloggi. En sjálfur stekkur hann um bloggheima og tjáir sig með sínum sérstaka hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Hjálmtýr að vitrænt samkomulag milli Gyðinga og Palestínumanna yrði mikill gróði fyrir heimbsbyggðina og hamingja fyrir báða aðila.  Ég er því miður hræddur um að það sé samt langt í land.  Ég var undrandi að sjá í fyrra þegar ég fór til Palestínu að það er ekki bara aðskilnaðarmúr sem lokar Palestínumenn inni heldur eru líka sérvegir fyrir Gyðinga og aðrir lakari fyrir Palestínumenn o.s.frv. Þarna sá maður aðskilnaðarstefnu í mjög vondri mynd. Ég las fyrir nokkru það sem ferðahópur (hvítir) frá Suður Afríku höfðu um upplifun sína frá Palestínu að segja. Flestir tóku þeir fram að apartheidstefna Gyðingana væri miklu ákveðnari en hún hefði verið á sínum tíma í Suður Afríku.

Hagsmunir Gyðinga af því að ná samkomulagi við Palestínufólk og nágranna sína eru augljósir. Nái þeir ekki samkomulagi þá lenda þeir fyrr eða síðar í vondum málum. Hernaðarlegir yfirburðir þeirra verða nefnilega ekki alltaf til staðar.

Jón Magnússon, 7.8.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fólk hefur þvílíkt grátið af samúð með gyðingum í gegnum tíðina vegna helfararinnar en sú samúð hverfur nú ört vegna framkomu þeirra við Palestínumenn. Mikið vona ég heitt að friður komist á. Takk fyrir góð blogg um ástandið í Palestínu. Ég bý á Skaganum og hlakka mikið til að taka á móti palestínsku flóttakonunum sem fara að koma.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón

Ég skrifaði eftirfarandi um þennan hóp frá S-Afríku þ. 21. júlí undir fyrirsögninni Svart ástand í Palestínu:

Það var fróðleg frétt um málefni Ísraelsríkis í Sjónvarpinu í gær. Þar kom fram að hópur fólks frá S - Afríku heimsótti Palestínu og kynnti sér aðstæður á herteknu svæðunum. Hópurinn samanstóð af lögfræðingum, dómurum ofl. fólki sem allt þekkti vel til þeirrar kynþáttakúgunar sem ríkti í heimalandi þeirra áður fyrr. Meðal ferðalanganna voru nokkrir gyðingar og voru birt viðtöl við þá í frétt RÚV. Þeir sögðust hafa uppgötvað að ástandið í Palestínu væri svipað og það var áður í S - Afríku þegar kynþáttastefnan réði þar ríkjum. Í S-Afríku var svörtum mönnum skipað að búa innilokaðir í s.k. Bantústan-svæðum við mikla eymd og fátækt. Þessa frétt bar uppá 90 ára afmæli Nelson Mandela – en hann hefur fordæmt kynþáttastefnu Ísraelstjórnar.

Einhver skrifaði ekki fyrir alls löngu að ef Palestínuarabar væru blökkumenn þá væri heimurinn búinn að stöðva framferði Ísraela. En tök Síonista í bandarískum stjórnmálum virðast gera þeim kleift að halda áfram hinn gengdarlausu kúgun í Palestínu. Og ef marka má yfirlýsingar Óbama, fyrsta blökkumannsins sem á möguleika á að ná kjöri sem forseti BNA, virðist lítil von til þess að hann breyti stefnunni gagnvart Ísrael.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.8.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Mixarinn sakar síðuhöfund um gyðingahatur en hefur síðan mynd af ESB fánanum yfirstrikaðan.  Hvurslags rugl er þetta eiginlega?  Það ber vott um heilmikið gyðingahatur og hatur á mannkyni öllu að strika yfir evrópufánann! 

Björn Heiðdal, 7.8.2008 kl. 19:32

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Mr. Mix er á því að ég stundi skítkast og eins og Vilhjálmur Örn sveiflar hann gyðingahatursstimplinum. Mixarinn er einn þeirra sem geta ekki tjáð sig í eðlilegri umræðu. En ég loka ekki á hann, þrátt fyrir feluleikinn og feimnina sem nafnleysið sýnir, þá er ágætt að hið sanna eðli manna skili sér til okkar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.8.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Guðríður

Gaman að heyra frá Skagamönnum sem eru svona hjartahlýir. Það var leiðindabragur á þessu brölti hans Magnúsar Þórs og héldu margir að þetta væri almenn afstaða Skipaskagamanna. Öll fórnarlömb Hitlersböðlanna áttu skilyrðislausa samúð allra venjulegra manna. En það voru fleiri en gyðingar sem voru fórnarlömb, m.a. Sígaunar, þroskaheftir Þjóðverjat, pólitískir andstæðingar Nasista ofl. ofl. Bandaríski gyðingurinn Norman Finkelstein hefur skrifað mikið um misnotkun Síonista á helförinni. Móðir hans lenti í útrýmingarbúðum Hitlers en slapp í lok stríðsins.

Þú ættir að gúggla á Finkelstein og kynna þér hans skrif - þau er mjög fróðleg.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.8.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hjálmtýr.

Þakka þér þessa grein og enn frekar aðrar sem þú hefur skrifað. Þær, ásamt athugasemdum þínum á öðrum síðum eru að mínu mati mikilvægar og hafa oft orðið til að forða misskilning og mistúlkun á ýmsum atriðum sem varða mál mið-austurlanda. Hvet þig eindregið til að halda uppteknum hætti.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Evrópuhatarinn góði geysist fram á ritvöllinn vopnaður mannvonsku ásamt vænum slatta af fyrirlitningu á gömlum konum í síðkjólum og gyðingum.  Hvort hann er heiðursfélagi í Íran best félaginu eða Frjálslynda flokknum skal ósagt látið en bæði þessi félög eru með vafasama félagsmenn innanborðs!

Varðandi kommentið þitt um að ég eigi bara að þegja og megi alls ekkert segja.  Þá lýsir það vænum skammti af hroka og stjórnunaráráttu hjá þér á háu stigi.  Auðvitað áttu bara að hafa vit á að halda kjafti sjálfur ef þú vilt ekki að fólk svari þér eða geri góðlátlegt grín að því sem þú hefur fram að færa.

Björn Heiðdal, 7.8.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Vissulega væri það mikill sigur ef Ísraelsmenn og Palestínumenn kæmu á vitrænum friði, en það skrítna er að það eru öfl þarna sem vilja bara alls ekki frið og þau eru í Ísrael og Palestínu og líka utanaðkomandi það er frá öðrum arabaríkjum.  Þessi öfl hafa í raun ekkert annað á stefnuskrá sinni en ófrið og ógnaröld og geta ekki hugsað sér frið eins og sést best í Líbanon, og þó Ísrael myndi hverfa af kortinu þá yrði enginn friður þarna nema að menn séu tilbúnir að uppræta þessi samtök en það ekki neinn vilji til þess né geta.

Einar Þór Strand, 7.8.2008 kl. 23:21

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Palestínumenn þurfa að fá sinn Mandela eða jafnel Dalai Lama, sem væri enn betra.

Júlíus Valsson, 8.8.2008 kl. 01:50

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já væri ekki fínt að fá Dalai Lama týpu þangað eins og mærðarlegir kertafleytendur á Íslandi gráta svo um í sjálfmiðaðri gæsku sinni.  Trúræði er kannski akkúrat það sem þarf þarna í þessa eldfimu blöndu Júlíus. Eða hvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 05:19

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef ég væri trúaður maður, myndi ég trúa því að djöfullinn hefði fundið upp trúna, þjóðernisrembinginn og græðgina. Þetta eru nefnilega helstu uppsprettur ófriðar í gegnum mannkynssöguna. En ég er ekki trúaður...

Haukur Nikulásson, 8.8.2008 kl. 08:12

13 Smámynd: Júlíus Valsson

Jón Steinar. Nei, við þurfum ekki meira trúabragðarugl. Dalai Lama er ekki einu sinni trúaður. Búddhisminn er ekki trúarbrögð heldur siðfræði.

Júlíus Valsson, 8.8.2008 kl. 09:36

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er staðreynd, sem sannaðist síðast í stríðinu á Balkanskaga, að í stríði og upplausn fara verstu eintök mannahjarðarinnar á kreik. Og njóta sín við að drepa og hrella. Það er rétt hjá Einari Þór að það eru öfgaöfl á báða bóga og ekki eru þeir sem segjast berjast í nafni Íslam neinir sunnudagaskóladrengir. Ég hef stundum sagt í gríni að það ætti að banna Biblíuna, Kóraninn og Torah. En það eru auðvitað þeir sem túlka ritin í áttina til andskotans sem eru hættulegir - ekki bækurnar sem slíkar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.8.2008 kl. 10:53

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr V Heiðdal hefur aldrei verið bannaður á bloggi mínu. Það er helber lygi.

Ef Hjálmtýr þarf að ljúga málstað sínum til stuðnings, þá sýnir það bara hve lélegur málstaðurinn er. Ég birti flestar athugasemdir nema þær sem ég tel að menn fari sjálfum sér að voða með, og heldur ekki þær sem ekki varða umræðuna. Hjálmtýr á það til að koma inn í umræðu á bloggi mínu og vilja ræða um eitthvað allt annað en það sem færsla mín fjallaði um. Ég er ritstjóri bloggs míns en ekki Hjálmtýr. Ef ég tel að menn séu að fara út fyrir efnið er ég harður.

Þessi stuðningsmaður Hamas virðist nota sömu aðferðir og þeir öfgahópar sem hann styður. Lygin er álíka ljót og hatrið og öfundin sem Hjálmtýr sýnir gyðingum í öllum skrifum.

Reyndar er Hjálmtýr reiðastur mér eftir að ég leiðrétti grillur hans um að hann væri af gyðingaættum. Hann notaði í lengri tíma "gyðinglegan uppruna sinn" til að réttlæta sérstaklega gagnrýni sína á Ísrael. ´

Hjálmtýr aðstoðar hins vegar ekki Palestínumenn með þessu voli sínu á bloggi sínu á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 11:36

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Villi ritstjóri

Eftir að hafa gert 3 eða 4 mislukkaðar tilraunir til þess að gera athugasemdir á blogginu þínu þá taldi ég það fullreynt. Ályktun mín var sem sé sú að ég væri í „banni“. Að ég hafi viljað ræða eitthvað annað er rangt - og það er fleira rangt.

Ég sé að innræti þitt er ekki gott. Þegar þú skrifar „Hann notaði í lengri tíma "gyðinglegan uppruna sinn" til að réttlæta sérstaklega gagnrýni sína á Ísrael“ þá ertu svo langt frá sannleikanum (og það vísvitandi) að framvegis veit ég hvern mann þú hefur að geyma. Ruglið og heiftin í höfði þínu er meiri en ég gerði mér grein fyrir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.8.2008 kl. 15:26

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jamm, rétt er það að ég er ritstjóri, m.a. ritstjóri Rambam, ársrits sögufélags gyðinga í Danmörku.

Hvað varðar skrif þín þegar þú varst enn með gyðingalitninga innanborðs langar mig að benda lesendum þínum á að lesa þetta

En til hamingju með bloggið þitt. Þú ert ekki í neinu banni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 16:31

18 identicon

Vilhjálmur Örn er góður maður sem vill öllum múslimum vel.  Gott dæmi um góðmennsku Vilhjálms er nammið í buxnavasanum sem hann stingur upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til.  Honum þykir líka vænt um íslenska bændur og silfurpeninga.  Svo þykir honum vænt um sjálfan sig sem er aldrei slæmur kostur.  En einmitt á því prinsippi er hernám Vilhjálms og félaga grundvallað.  Villi og vinir drepa fólk sem er fyrir til að hjálpa því og senda inn í annan og betri heim.

Villi og vinir ráðast á önnur lönd til að stilla til friðar.  Þeir drepa óþekka krakka og pabba þeirra sem halda að þeir geti eitthvað.  En Villi og vinir vita betur og murka lífið úr þessu liði með bestu bombum sem völ er á.  Þó allt sem segja má um Villa sé gott og blessað þá verð ég að gagnrýna hann pínulítið.  Hann á það til að ganga út frá því að allir sem hann skrifast á við hér á mbl.is séu minni fífl en hann sjálfur.  En auðvitað er hann sama fíflið og allir aðrir sem vilja láta gott af sér leiða.   

Vinur Vilhjálms Örna sinna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 20:36

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Týri, mikið ertu heppinn að eiga svona góða vini. En hvað er þessi vinur þinn er að fara með nammið í buxnavasanum, sem ég á "að stinga upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til"? Það  er mér hulin ráðgáta. Er þessi vinur þinn að rugla einhverjum vini sínum í barnaníðingafélagi Íslands við mig?

Rétt er að mér þykir vænt um bændur, en gull tek ég fram yfir silfur.

Það selst sem gull, Týri, þegar vinir þínar væna mig um morð og um að stinga nammi upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til.

Mikið er hægt að segja um blogg þitt, Heiðdal, en það hefur marga lesendur á Kleppi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 21:13

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Júlíus: Dalai Lama hefur guðastatus og er endurholdgun annarrar endurholdgunnar etc af helgum búddísku dýrlingi. Hann er brennipúktur átrúnaðar og persónudýrkunnar. Þú veist ekki mikið elsku vinur ef þú telur Búddatrú ekki vera trúarbrögð. Trúarbrögð eru hugmyndafræði og hugmyndafræði trúarbrögð. Það sæmir ekki skynsömum manni eins og þér að einfalda hlutina svona. Trúarbrögð Búddista máta kaþólskuna gersamlega hvað varðar, ritúöl, hefðir, refsingakóða og sjálfsafneitun. Ef þetta eru ekki trúarbrögð, þá er ég brunahani á grænlandsjökli.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 22:03

21 identicon

Ég sé að Villi er búinn að ráða skítmoppara til að aðstoða við skítkastið. En auðvitað ætti þessi skítmoppari að vera fyrir aftan meistara sinn og þrífa skítinn sem þar liggur, af nógu er að taka. Skítlegt eðli og skítalykt haldast oft í hendur. En það er einmitt vandamálið við Villa og nefstóru vini hans. Þeir finna allir megna skítalykt af sjálfum sér. Jafnvel í gegnum Internetið finna þeir skítalykt af hvor öðrum. En auðvitað viðurkenna þeir það ekki og benda á aðra. Helst menn eins og herra Heiðdal sem er ekki að drepast úr sinni eigin skítalykt.

Vinur Vilhjálms Örna sinna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:03

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Július: Gleymdi einu....trúarbrögð byggja á siðfræði og siðfræði á sér rót í trúarbrögðum, þótt önnur merkari gildi, eins og jafnrétti og lýðræði t.d. flokkist undir secular vestræna siðfræði að hluta. Slík gildi er ekki að finna í heimi Búdda. Lestu þig til um hamingjulandið shangri la á meðan trúræðið ríkti í Tíbet. Það var ekki andskotanum skárra en viðurstyggð Kínverja.

Þessi væmna tilfinningavella sófabyltingarmanna og kertafleytingarkellinga er algerlega vitfirrt sjálfmæring iðjuleysingja, sem líklegast er nokk sama um Tíbet, á meða þeir geta sveipað sig sjálfmiðuðum helgiljóma.

Tíbet þarf, lýðræði, þing, stjórnarskrá og secular leiðtoga, ef það á að eiga séns.  Það má jafnvel segja að fyrir trúræðið og eymd landsins hafi það eingongu verið formsatriði fyrir Kínverja að labba þar inn. Höfum lappirnar á jörðinni hérna.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 22:14

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti halda að Villi sjálfur stæði á bakvið þessa IPtölu meints vinar. Er þetta kannski svona counterundercoverpropaganda í anda mossad, eða er samsærisfantasían alveg að fara með mig. Þetta er sv ekki satt eitthvað.

Alltaf fjör í kringum Villa. Fíla hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 22:18

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Heimskulegustu innleggin í þessari bloggsyrpu koma frá skúmaskoturum. Ég gæti neyðst til þess að taka upp ritstjórn líkt og Vilhjálmur Örn. Ég sé ekki neinn tilgang í því að hér birtist skrif í þeim stíl sem „Mix“ og sá sem kallar sig „Vin Vilhjálms“ ástunda. Þetta er fólk með vandamál sem koma venjulegum skoðanaskiptum ekkert við.

En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.8.2008 kl. 22:37

25 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég sé ekki betur en Vilhjálmur, Mix og þessi vinur hans séu sama persónan eða allavega sammála um að snúa mikilvægri umræðu upp í eitthvað grín.  Vinur Vilhjálms og Vilhjálmur sjálfur ástunda þann leiða ósið að ljúga upp á fólk.  Vilhjálmur sver af sér að hafa lokað á Hjálmtý og sakar hann um lygar en viðurkennir í næstu setningu að þurfa stundum að loka á fólk eins og hann.  

Hjálmtýr virðist síðan ætla að feta í fótspor Vilhjálms og ritskoða ummæli fólks.  Allt til að bjarga heiðri síðu sinnar og halda umræðunni á málefnalegum forsendum.  Ég segi barar eitt, ef Hjálmtýr vill halda umræðunni á málefnalegum nótum verður hann að loka á Vilhjálm.  Þú færð ekki bæði vitræna umræðu og Vilhjálm á sömu blogsíðu. 

Björn Heiðdal, 8.8.2008 kl. 23:09

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heiðdælir og aðrir grýlutrúarmenn og sæmsærisrugludallar verða að bíta í það súra epli að ásakanir þeirra í minn garð hér á bloggsíðu kvikmyndagerðamannsins eru út í hött.

Þær eru líka alvarlegar og sérstaklega þegar Ritstjórinn hér Hjálmtýr V Heiðdal sem er búinn að vera með skítkast gegn mér vegna baráttur sinnar fyrir Palestínumenn heldur því blákalt fram, að ég sé einhver MIX og eða "Vinur Vilhjálms".

Ég verð því að hafa samband við stjórn Bloggsins og biðja þá um að þá að koma sönsum fyrir Hjálmtýr Heiðdal, sem virðist fyrir utan gyðingahatur sitt þrífast í því að sjá samsæriskenningar alls staðar.

Hjálmtýr, það eru greinilega fleiri en þú sem hata gyðinga, Ísrael.

En þakka þér fyrir Hjálmtýr, þarna sýndir þú þinn innri mann og nú sjáum við líka að vitleysan gengur í ættir. Björn nokkur Heiðdal, sem ég hef svo sannarlega lokað á á mínu bloggi, því maðurinn er ekki alveg eins og fólk er flest, er með sömu bilun og þú.

Ég er aðeins Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson á þessu bloggi, þarf ekki að villa á mér heimildir. MIX og sjúklingurinn sem hefur komið hér fram eru ekki ég eða á mínu vegum.

Hjálmtýr, þú skrifar:

En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig.

Ef ég verð ekki beðinn afsökunar hér, þar sem þú heldur því fram að ég sé MIX og sjúki maðuirnn sem kallar sig "Vin Vilhjálms Örn sinna", verð ég að leita réttar míns.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 05:40

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er búinn að senda þetta erindi til þeirra sem stjórna blogginu:

Virðulegu stjórnendur Blog.is

Maður nokkur í Reykjavík, sem nýlega ef farinn að blogga og sem heitir Hjálmtýr V. Heiðdal, hefur á bloggi sínu haldið fram sleggjudómum um mig. Í síðustu færslu mannsins þann 7. ágúst kom ein þeirra. Hjálmtýr er búinn að halda því fram í nokkurn tíma að ég hafi bannað hann á bloggi mínu. Það er alrangt.

Í kjölfarið var umræða eins og oft er. Inn í þessa umræðu blandaði sér nafnleysingi, sem kallar sig MIX, sem vildi sýna mér stuðning sinn. Einnig kom inn maður sem kallaði sig "Vinur Vilhjálms Örna sinna", sem á sjúklegan hátt lýsti skoðunum sínum á mér.

Hjálmtýr V. Heiðdal er svo ósvífinn, að hann heldur því fram að ég sé að skrifa undir heitinu MIX og sé með sömu IP-tölu og "Vinur Vilhjálms Örna sinna".

Mig langar ekki til að standa undir slíkum ásökunum frá ríkisstarfsmanni á Íslandi, sem m.a. notar vinnutíma sinn til að skrifa bloggin sín.

Mig langar því að biðja blog.is um að leiðrétta þann leiða misskilning sem Hjálmtýr gengur með um mig og biðja hann líkt og ég hef þegar gert, at taka aftur þá yfirlýsingu sem hann kom með:

En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig.

Virðingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 06:12

28 identicon

Ég hef greinilega hitt á veika blettinn hans Villa sem samkvæmt þessu er allt fyrir ofan stórutá.  Síðan til að leiðrétta leiðan misskiling hjá Villa þá held ég ekki að hann sé einhver perri.  Vonandi verður þessi færsla mín til létta geðið hjá Villa og öllum þeim sem hafa góðan húmor.

Besti vinur Vilhjálms Örna sinna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 08:36

29 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Í fullri vinsemd vil ég benda Vilhjálmi á að það er ekki ég sem skrifaði um mögulegan samruna hans við MIX ofl.

Ríkisstarfsmannstitilinn er stílbragð hjá VÖ. Hann er örugglega að vísa í það að ég hefi fengið styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Skv. þessu eru flestir rithöfundar og margir aðrir listamenn ríkisstarfsmenn. En VÖ gæti alveg eins kallað mig starfsmann ESB þar sem ég hef fengið marga verkefnastyrki í gegnum MEDIA samstarfið.

En þessi viðkvæmni VÖ kemur mér í opna skjöldu, hann hefur verið ötull í blogginu og ekki sparað stimpla og kveðjur. T.d. hefur hann dæmt mig sem gyðingahatara. Og hefur einmitt vitnað í reglur sem eru upprunnar hjá ESB. Þetta mál er efni í mikla umræðu sem VÖ er örugglega tilbúinn í. En ef það á að vera mögulegt að eiga samskipti við hann á þessum vettvangi þá verður hann að hætta ritskoðunartilburðum sínum sem birtast glöggt í bréfi hans til stjórnenda MBL-bloggsins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.8.2008 kl. 08:49

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig."

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 08:55

31 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heiðdal, ég hef ekki notað nafnlaus skrif, svarað nafnlausum skrifum hjá þér eða stundað árásir á þig. Um leið og þú lést í skoðun þína á "MIX" og "vininum" tengdir þú mig við þá, líkt og góðir samsæriskenningarsmiðir gera, og hélst því fram að það væri lágkúra og árásir á þig.

Ég hef ekkert af þessum mönnum að segja og hafði ekki kommenterað þá áður en fordómar þínir urðu að sleggjudómi.

Ég hef gefið þér kost á því að biðjast afsökunar, en þú er greinilega ekki á þeim buxunum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 09:03

32 Smámynd: Júlíus Valsson

Jón Steinar. Verð að viðurkenna að ég hef ekki hundsvit á trúarbrögðum.

Júlíus Valsson, 9.8.2008 kl. 16:05

33 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Andrés B Böðvarsson, er MIX, sem var að reyna að tala máli mínu, "fólk með vandamál"? Ég þekki hann ekki, en þú og Hjálmtýr eruð búnir að afgreiða manninn. Hvað með "Vininn"? Hvernig á ég að geta misnotað orð hans? Hann skrifar hér á bloggi Hjálmtýs og er með dylgjur og vanvirðingu sem Hjálmtýr telur eðlilegt að birta.

Gjörðu svo vel gerðu þetta flóknara fyrir Hjálmtýr. Hann kennir annars frænda sínum Birni um allt í bréfi til blog.is

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 16:34

34 identicon

Heill og sæll; Hjálmtýr og aðrir skrifarar !

Hjálmtýr ! Þótt svo víðs sé fjarri; að skoðanir okkar fari alltaf saman, að þá get ég ekki annað, en stutt þig, með öllum þeim huglæga mætti, sem mér er gefinn, fyrir þessarri orrahríð Dr. Vilhjálms Arnar.

Var; rétt í þessu, að lesa enn einu sinni, kveinstafi þessa volaða drengs, nú undan þér, á síðu hans. Eins skarpur og skýr, sem Dr. Vilhjálmur er, getur það hugsast, að blessaður maðurinn hafi ''lesið yfir sig'', eins og það var kallað, heima á Stokkseyri, um ágætan mann þar, í plássi, hverjum fróðleiksfýsnin hafði borið ofurliði ?

Það er; beinlínis, hlægilegt, að nokkur skuli kvarta undan þér, og þínum skrifum, jafn kurteis maður, og þú ert. En,............... í dag ert það þú, Hjálmtýr - í gær var það Baldur Fjölnisson, hver var helzti ásteytingarsteinn, þessa ágæta fornleifa fræðings. Hver skyldi það verða, á morgun ?  

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 18:12

35 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er orðið meira mál en venjulegur ríkisstarfsmaður getur leyst í sínum vinnutíma.

Við skulum líta yfir farinn veg og skoða málið. Ég blogga um blogg og nefni það að VÖ (Vilhj. Örn) sé „búinn að loka á mínar athugasemdir á sínu bloggi“

Þetta ályktaði ég eftir að hann útilokaði 3 eða 4 síðustu athugasemdir sem ég sendi inn á hans blogg. Inn á mitt blogg mæta tveir nafnlausir aðilar. Sá sem kallar sig MIX skrifar: „Mér finnst ekki skrítið að þú sért bannaður á síðu Vilhjálms. Sorinn sem kemur frá þér og gyðingahatrið er svakalegt, og allir sem ekki deila þínum skoðunum fá yfir sig skítkast og leiðindi frá þér“.

Annar, sem nefnir sig Vinur Vilhjálms Örna sinna sendir VÖ ljótar kveðjur og talar um þátt VÖ í manndrápum. Ég skrifa um þessi innleg: „Heimskulegustu innleggin í þessari bloggsyrpu koma frá skúmaskoturum. Ég gæti neyðst til þess að taka upp ritstjórn líkt og Vilhjálmur Örn. Ég sé ekki neinn tilgang í því að hér birtist skrif í þeim stíl sem „Mix“ og sá sem kallar sig „Vin Vilhjálms“ ástunda. Þetta er fólk með vandamál sem koma venjulegum skoðanaskiptum ekkert við“

VÖ skrifar þá:

„Týri, mikið ertu heppinn að eiga svona góða vini…. Er þessi vinur þinn að rugla einhverjum vini sínum í barnaníðingafélagi Íslands við mig?... Það selst sem gull, Týri, þegar vinir þínar væna mig um morð og um að stinga nammi upp í litla munna þegar mömmur sjá ekki til. Mikið er hægt að segja um blogg þitt, Heiðdal, en það hefur marga lesendur á Kleppi.“

Hér tengir VÖ blákallt saman fólk, sem ég tel að eigi ekkert erindi í venjuleg skoðanaskipti, við mig og nefnir þá vini mína. Í þeim eina tilgangi að gera mig og mín skrif tortryggileg. Ég bregst við því og skrifa: „En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig“.

Undan þessu kvartar VÖ við stjórn Moggabloggsins og krefst þess að ég dragi þetta til baka.

Og VÖ gengur lengra:„ Heiðdælir og aðrir grýlutrúarmenn og sæmsærisrugludallar verða að bíta í það súra epli að ásakanir þeirra í minn garð hér á bloggsíðu kvikmyndagerðamannsins eru út í hött.

Þær eru líka alvarlegar og sérstaklega þegar Ritstjórinn hér Hjálmtýr V Heiðdal sem er búinn að vera með skítkast gegn mér vegna baráttur sinnar fyrir Palestínumenn heldur því blákalt fram, að ég sé einhver MIX og eða "Vinur Vilhjálms".

Hið rétta er að það er Jón Steinar Ragnarsson sem skrifar: „Það mætti halda að Villi sjálfur stæði á bakvið þessa IPtölu meints vinar“ og Björn Þór Heiðdal bætir við „Ég sé ekki betur en Vilhjálmur, Mix og þessi vinur hans séu sama persónan eða allavega sammála um að snúa mikilvægri umræðu upp í eitthvað grín.“

Eins og sjá má þegar menn lesa allar athugasemdirnar þá nefni ég hvergi möguleg tengls VÖ við þessa nafnlausu bloggara.

Endalausar upphrópanir um skítkast og gyðingahatur er það krydd sem VÖ og fleiri skoðanabræður hans notast við þegar þeir deila við þá sem eru ekki sammála þeim varðandi málefni Ísrael og Palestínumanna. Miðað við hve ósparir menn eins og VÖ eru á slíka dóma um annað fólk þá þykir mér það skondið að hann skuli fara fram á afsökun frá mér á orðum sem eru aðeins bein ályktun af því sem hann hefur skrifað undir eigin nafni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.8.2008 kl. 18:52

36 Smámynd: Björn Heiðdal

Vilhjálmur Örn er greinilega að rugla þegar hann segir: 

"Þær eru líka alvarlegar og sérstaklega þegar Ritstjórinn hér Hjálmtýr V Heiðdal sem er búinn að vera með skítkast gegn mér vegna baráttur sinnar fyrir Palestínumenn heldur því blákalt fram, að ég sé einhver MIX og eða "Vinur Vilhjálms"."

Vilhjálmur ruglar hér saman síðuhöfundi og þeim sem kommenta á síðuna.  Hvort það er gert í fljótheitum eða að Vilhjálmur geti ekki sagt eitt satt orð, veit ég hreinlega ekki.  Síðan er sú skýring möguleg að Vilhjálmur haldi að allir sem heimsæki þessa síðu séu einhvernvegin að tjá sig fyrir hönd Hjálmtýs nema hann sjálfur og þessir "vinir" hans.

Vilhjálmur virðist líka vera búinn að fá leið á því að hafa alltaf rétt fyrir sér og noti því öll tækifæri og skrifi Moggamönnum bréf með röngum fullyrðingum, eins og þessi lína sýnir vel:

"Hjálmtýr V. Heiðdal er svo ósvífinn, að hann heldur því fram að ég sé að skrifa undir heitinu MIX og sé með sömu IP-tölu og "Vinur Vilhjálms Örna sinna". "

Björn Heiðdal, 9.8.2008 kl. 19:00

37 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Hjálmtýr,

Skemmtileg tilviljun að kommentið mitt birtist rétt á eftir þínu.  Þú setur málið alveg rétt upp og ætti ekki að fara á milli mála um hvað er verið að tala.  Þessi Vilhjálmur Danakonungur montar sig á að stunda ritskoðun á mönnum og málefnum.  Hann þykist líka vera einhver sagnfræðingur með sannleikann á lofti.  Lemjandi honum í hausinn á allt og öllum.  Frá mínum bæjardyrum séð eru það yfirleitt sögufalsarar sem stunda ritskoðun.  Menn sem vilja fela óhentugar staðreyndir sjálfum sér til framdráttar eða þeim sem borga reikninginn.  

Björn Heiðdal, 9.8.2008 kl. 19:17

38 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Týri aftur,

Ég er búinn að leysa þessa gátu.  Vilhjálmur er með þessar lygar um þig til að upphefja sjálfan sig.  Fá skoðanabræður til að styðja sig og kannski vorkenna.  Hann birtir bréfið með öllum rangfærslunum í þeirri trú að engin nenni að kanna málið.  Taki hans orð góð og gild.  Þetta er bara lélegt hjá kallinum og vonandi fær hann sem mesta samúð þó á röngum forsendum sé.

Björn Heiðdal, 9.8.2008 kl. 19:24

39 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gleymum ekki grundvallaratriðinu: Vilhjálmur Örn er svo hatramur út í mig og mín skrif vegna þess að ég hef aðra skoðun á Ísraelsríki og framferði stjórnmálamanna þar. Ég segi að Ísrael sé ríki kynþáttakúgunar og að Síonisminn sé glæpsamleg stefna í dag. Vilhjálmur virðist vera Síonisti. Hér liggur rótin - um þetta snúast deilurnar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.8.2008 kl. 19:46

40 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég sé að þú færð nú að commenta hjá VÖ.  Eitthvað hefur nú hitnað í kalli fyrst hann leyfir svona alræmdum gyðingahatara :) að svara færslu sinni.  Kannski er þetta svona one off dæmi líkt og þegar gleðikonan tottaði Hugh Grant hér um árið. 

Björn Heiðdal, 9.8.2008 kl. 19:52

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég var að taka eftir því rétt í þessu að ég fæ ekki að kommenta hjá Vilhjálmi.  Ég hef ekki hugmynd af hverju.

Matthías Ásgeirsson, 9.8.2008 kl. 23:15

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil nú bera hönd fyrir höfuð mér hér í þessari ótrúlegu hysteríu.  Ég setti hér inn athugasemd í kerskni, sem nú flýgur fjöllunum hærra um að ég telji Vilhjálm standa að baki umræddum IP tölum. Þessi meinfýsni mín eru algerlega í anda Vilhjálms, en hér gildir víst lögmálið um Jón og séra Jón. Ég hef annars orðið vitni að slíkum vinnubrögðum víða. Sérstaklega hjá svokölluðum tröllum. Það er hinsvegar utan tilefnisins hér.

Hér eru orð mín,( sem segja má að sögð hafi verið í hugsunarleysi, grunlaus um móðursýki Vilhjálms) tekin úr samhengi og vil ég aðeins benda á það.

Það mætti halda að Villi sjálfur stæði á bakvið þessa IPtölu meints vinar. Er þetta kannski svona counterundercoverpropaganda í anda mossad, eða er samsærisfantasían alveg að fara með mig? Þetta er svo ekki satt eitthvað.

Alltaf fjör í kringum Villa. Fíla hann.

Fyrir þetta er ég nú bannaður á bloggi Vilhjálms, en ekki veit ég hvort hann hefur meldað mig til stórabróðurs.

Vilhjálmur: Þú hefur ekki boðið upp á annað en slíkt háð og þá ófyrirleitni og vanvirðu, sem þú hlýtur hér. Öll orðræða þín mótast af þessu blinda hatri þínu til þeirra, sem viðra aðra fleti á málunum. Þú leyfir þér að hæðast að fólki eða ata það saur, þegar það hentar og kærir svo alla, sem álpast til að svara þér á sama plani. Það ert þú sem hefur útbúið platformið og hæðina á málefnaplaninu þínu og þú skalt  sætta þig við að þetta verði á sömu nótum ef ekki verður bragarbót á.

Ég hef reynt eftir fremsta megni að sýna þér virðingu, þótt stundum hafi eg ekki getað staðist mátið, þegar dónaskapur þinn flýtur yfir.  Mér er ekki illa við þig. Þú ert skrítin og oft skemmtileg og fræðandi skrúfa, en það eru vissulega ekki allir að ná því. Stjórnsemi þín er svo griðarleg að ég er þakklátur fyrir að þú ert ekki með valdsmannssess.

Eins og ég hef sagt þér, þá eru skoðanir klæði og umræðan mátunarklefi fyrir þau. Það er á málefnagrunni, sem hægt er að telja fólki hughvarf ef skoðanirnar falla ekki að samfélagsgildum, ekki með ofbeldi, ritskoðun og banni. Þar munu þrír sínu ljótari hausar vaxa við hvern þann er hogginn er af.  Þú ert ekki guð, og þú stjórnar ekki umræðum eða skoðunum á mbl.is. Reyndu að gera þér það ljóst.

Ég vil einnig benda bloggsentralnum á að hugleiða afstöðu sína í tengslum við ritskoðunarstefnu sína. Berið þá stefnu við grundvallar mannréttindi og stjórnarskrá.  Hægt er að áminna fólk, sérstaklega ef um rógburð og persónuárásir er að ræða, sem ekki á sér nokkurn grunn, slúður og illmælgi. Skoðanir manna, hemsýn, viðhorf og afstaða eru hinsvega heilög vé.  Ef skoðun manna særir sómakennd manna eða reitir til reiði, þá er umræðan besti grunnurinn til að setja slíka óeiningu niður, ekki brottrekstur.  Sumir gangast upp í þessari meglómaníu að vilja banna allt og alla, sem ekki þóknast hugarheimi þeirra og þið þjónið dyggðuglega undir rassinn á þessum fáu einstaklingum án þess, að því er virðist að skoða fleti málsins. Það er jafnvel hægt að ímynda sér að ákveðin viðhorf og skoðanir innan stjórnarinnar ráði viðbrögðum, en það er máske oftúlkun. Hvað segið þið?

Ég sakna ekki bloggvináttu Vilhjálms og bann hans er algerlega einhliða. Viðbrögð hans og háttalag er í engu öðruvísi en þær hugsjónir og stjórnarfar, sem hann gagnrýnir harðast.  Ég bið þig svo vel að lifa Villi minn og vonandi nærðu þér út úr þessari stöðugu gremju við allt og alla, því það má telja þá á fingrum annarar handar, sem ég hef séð þig dús við á blogginu og á þeim bloggum, sem þú heimsækir. Hugleiddu það.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 23:48

43 identicon

Jón Steinar virðist vera hissa á viðbrögðum vilta Villa. Þó eru þau alveg dæmigerð og geta varla talist úr karakter. En Villi vinur er ekki slæm manneskja heldur er þetta bara félagsskapurinn sem hann er í, not.

Vinur Vilhjálms Örna sinna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 09:08

44 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér rembist þið aumingjarnir við að skíta mig út, fordæma og hallmæla. Það virðist hafa verið eina iðja ykkar allan daginn í gær. Eigið þig ekki fjölskyldu. Ég kenni í brjósti um ykkur.

Talið við forráðamenn bloggsins ef þig hafið ekki getað sett athugasemd hjá mér. Ekki hef ég séð neinar.

Kerfið hefur nefnilega verið bilað í tvo daga og ekki er hægt að komast inn á athugasemdakerfið vegna Internal System Error. Sigurður Þór Guðjónsson hefur haft sama vandamál og lýsir því á síðustu færslu sinni. En þar hefur Jón Steinar haft þörf á því að vera með moðkast á mig því hann gat ekki pissað inn á mitt blog. Aumingja Jón!

Þar sem ég held úti vörnum fyrir Ísrael og er Zíonisti hef ég valið þann möguleika á blogginu, að skoða athugasemdir áður en ég birti þær. Hatur á Ísrael og gyðingum er mikið á Íslandi. Stundum fara menn sér að voða í því sem þeir láta frá sér, og ég tel mig gera ýmsum greiða með því að birta það ekki. Aðrir eru bara svo sjúkir að það er ekki heil brú í því sem þeir vilja segja mér.

Ég hef ekki lokað á þá menn sem hér kveinka sér og halda því fram að ég hafi hafnað þeim.

Geðsjúklingurinn "Vinur Vilhjálms Örna sinna" sem virðist fá kikk út úr því að væna menn um barnaníð og þvíumlíkt á ekkert erindi á mínu bloggi. Ég get hins vegar ímyndað mér að yfirvöld gætu viljað eiga við hann orð á næstu dögum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 11:28

45 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Vilhjálmur Örn; Eins og fleiri kom ég að lokuðu húsi hjá þér í gær og í morgunn. Slæmt að athugasemdakerfið hjá þér sé bilað. Þú skrifar hér reglulega og nú hefur þú endurtekið það í færslu hér, sem mig langaði að spyrja þig út í. Þú ritar;

Stundum fara menn sér að voða í því sem þeir láta frá sér, og ég tel mig gera ýmsum greiða með því að birta það ekki.

Hvaðan stafar "voðinn" sem þú í kærleika þínum ert að forða fólki undan með að birta ekki athugasemdir þess?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 11:53

46 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hef t.d. fengið athugsemdir þar sem menn töldu best að ég yrði sendur sem fyrst í gasklefann. Algeng er ásökunin um að ég sé einhvers konar perri, og það vegna þess að ég styð Ísraelsríki.

Ég verð þó að viðurkenna það, að stundum hef ég látið ósómann frá öðrum flakka, svo menn gætu séð hann. Það gerði ég t.d. í færslu um nýju trúarbrögð samsæriskenninganna, þar sem kom í ljós að hörðustu vantrúarmenn og jafnvel risaeðlutrúarmenn voru á því að 9/11 væri Inside Job eða aðgerð .. hverra heldur þú?

Þú ert alltaf velkominn Svanur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 12:08

47 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jón Steinar

Þakka þér fyrir gott innlegg. Það er ljóst að málefnaleg umræða er ekki hin sterka hlið á Vilhjálmi Erni. Hann er yfirlýstur Zíonisti (sbr. innlegg hans hér) og sú stefna mótar allt sem hann lætur frá sér fara á blogginu. Vilhjálmur Örn vill að við hötum gyðinga, annað hvort í orði eða á borði. Þá líður honum best. En það eru ekki allir gyðingar Zíonistar og andstaða við þeirra stefnu er ekki það sama og hatur á gyðingum.

Vilhjálmur skrifar: „Hatur á Ísrael og gyðingum er mikið á Íslandi“.

Þetta er ályktun hans, mannsins sem stimplar alla sem gagnrýna framferði Ísraela með gyðingahatarastimplinum.

Og stimpillinn er stöðugt á lofti: „Á Íslandi er það höfuðsynd að styðja Ísrael“ „Á bloggi Hjálmtýs V. Heiðdal safnast saman menn sem hata Ísrael, gyðinga - og nú líka Vilhjálm Örn. Þetta eru menn sem lifa og þrífast í samsæriskenningum. En nú hefur lýðurinn ekki lengur stjórn á sér og Hjálmtýr V. Heiðdal er líka búinn að fara út fyrir velsæmismörk“ (úr bloggi Vilhjálms Arnar 09.08.)

Það eru vissulega til einstaklingar á Íslandi sem hata gyðinga, múslima og ýmsa aðra hópa eða einstaklinga. En ályktun Vilhjálms Arnar um mikið gyðingahatur á Íslandi er samt vitlaus því að þessir fáu einstaklingar sem hata gyðinga eru líkt og þeir sem hata múslima, fámennur hópur. Hið mikla gyðingahatur sem Vilhjálmur básúnar er eingöngu tilraun hans til að þagga niður í þeim sem gagnrýna framferði Zíonistanna sem stýra Ísrael.

Ég tel mig ekki hata nokkurn mann (þ.á.m. Vihjálm Örn) eða hóp manna. Ég er hinsvegar andvígur stjórnmálastefnum sem byggist á mismunun manna, kynþátta og trúarhópa. Ég þekki það af eigin reynslu hversu vitlaust það er að fylgja kenningu sem reynir að breyta raunveruleikanum til samræmis við kenninguna í stað þess að starfa í raunveruleikanum og læra.

Upplýst fólk veit að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna sem gerir hluta þegnanna rétthærri en aðra. Þetta er sjálfur grundvöllur þessa ríkis, bundinn í lög. Vilhjálmur Örn getur ekki mótmælt þessu því þá væri hann að afneita Zíonismanum. En hann kýs, líkt og aðrir Zíonistar, að þyrla upp moldviðri með því að kalla alla gagnrýni og andstöðu við Zíonismann, gyðingahatur eða skítkast.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2008 kl. 12:13

48 identicon

Villi virðist vera í einhvers konar starfi hjá Mossad.

Hann skrifaði 3.5.08:

"Ég hafði samband, Mossad kannaðist við þig og skaffaði  mér mynd sem ég setti við næstu færslu um ráðstefnuna sem þú fórst á í Kaíró."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:37

49 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er einhver meiriháttar bilun í gangi hjá Vilhjálmi Erni. Þegar ég (gorgeir) fer inn á síðuna hans og set mig í stellingar til þess að bæta við athugasemd kemur þetta:

„Bæta við athugasemd

Þú ert innskráð(ur) sem gorgeir.

Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.

Höfundur“

Nú heltekur höfnunartilfinningin mig enda skrifaði Vilhjálmur Örn í gær:

„Ég hef ekki útilokað athugasemdir frá þér. Ef menn skrifa um eitthvað annað en efnið fjallar um, er það réttur minn að birta það eða hafnað. Hefur þér aldrei verið hafnað, Hjálmtýr minn. Farðu að venjast því.“

Nú veit ég ekki hverju ég á að venjast þar sem Vilhjálmur Örn skrifaði á mitt blogg þ. 08.08.:

„Hjálmtýr V Heiðdal hefur aldrei verið bannaður á bloggi mínu. Það er helber lygi.“

Helber lygi eða sannleikur. Hver veit hið sanna í málinu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2008 kl. 12:40

50 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Einar Einarsson

Ég veit ekki hvernig þinn mælikvarði á málefnalega umræðu er stilltur. En það að ræða mál með það í huga að hafa það sem sannast og réttast, er í mínum bókum skráð sem málefnaleg umræða. Þitt innlegg er ekki mjög málefnalegt, aðdróttun um tímaeyðslu er út í hött. Þú veist ekkert um mig og mína hagi.

Sæll Sveinn hinn Ungi

Vilhjálmur Örn hefur vissa gerð af kímnigáfu. Hún er rammpólitísk. T.d. kallar hann mig opinberan starfsmann sem eyði vinnutímanum í blogg. Þetta gerir hann í þeim tilgangi að gera mig tortryggilgan í augum umheimsins.

Ég er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður en sæki styrki til hins opinbera og sel Ríkissjónvarpinu heimildamyndir. En Vilhjálmur sparar engin meðul í sinni herferð gegn „gyðingahöturum“

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2008 kl. 13:29

51 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Barátta þin fyrir Palestínuþjóðina er er lofsverð, Hjálmtýr. Þú byrjaðir þetta blog um 29 færslur þínar og fórnfýsi fyrir Palestínuþjóðina. En þú hefur í tvo daga eytt mestu púðri i fornleifafræðing í Kaupmannahöfn, þegar þú gætir hafa verið í sjálfboðavinnu í flugeldagerð á Gaza, eða við að skilja menn að. Þú ert nú meiri frelsishetjan. Ég er hræddur um að Hamas, PFLP, PLO, you name it, teldu lítinn feng í þér.

Nú bíð ég bara eftir heimildamyndinni um Vilhjálm Örn , þar sem Jón Steinar og verður sögumaður, frændi þinn statisti og hatrið ríkisstyrkurinn.

Lifðu svo eins heill og mögulegt er.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 13:43

52 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fornleifafræðingurinn er mér óviðkomandi. Það er hin hliðin á honum, Zíonistinn, sem er vandmálið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2008 kl. 13:48

53 Smámynd: Björn Heiðdal

Maður veit nú ekki hvort Vilhjálmur Örn er að koma eða fara.  Það sama gildir um marga sem eru að verja morð Ísraelska hersins og hernámið eins og það leggur sig.  Þeir kvarta yfir árásum andspyrnuhreyfinga Palenstínumanna.  Segja þær mikla ógn við Ísraelsríki og þess vegna séu allar aðgerðir Ísraels réttlætanlegar og alveg sérstaklega morð á börnum.  Hættan sem stafar að bolluköllunum og litla forsetanum í Íran er ýkt upp í hæstu hæðir og ofan á það er bætt við heilmiklum lygum.

Aumingja aumingjanir í Ísrael er viðkvæðið.  Svo þegar þessum grátkór er lokið hlæja Vilhjálmur og vinir sig máttlausa yfir bullinu í sjálfum sér og alveg sérstaklega ef einhver er farinn að trúa þessu.  Vitandi fullvel að Ísrael gæti þurrkað Íran út af landakortinu tíu sinnum og rassskellt alla Palenstínumenn hundrað sinnum á dag, þrátt fyrir alla flugeldana í Gasa.  

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 15:06

54 identicon

Heilir og sælir; sem fyrr, Hjálmtýr og aðrir skrifarar !

Til spjallvinar míns; Einars Einarssonar ! Hygg; Einar minn, að flest megi nú saka Hjálmtý um, en stuðning, við niðurslag Júða (Gyðinga) ríkisins Ísraels.

Hitt er annað; Einar, að Hjálmtýr, sem margir annarra þeirra hugsjónamanna, hverjir, með Filisteum (Palestínumönnum) standa, mættu koma því að, í orðræðu allri, að Arafat gamli, (hver nú er dauður), var svona álíka viðfeldinn, og Marcos hjónin, austur á Filippseyjum, hvað snerti, að moka, ótæpilega, sjóðum miklum, fjár, undir sig, sem sín slekti, hvað á daginn hefir komið, og í umræðu var, fyrir nokkrum árum. 

Ítreka enn; óbilandi stuðning minn, við Hjálmtý, í þeirri viðleitni, að gera fólki ljóst, hversu Dr. Vilhjálmur Örn, fornleifafræðingur og Zíonisti þurfi, að taka sig saman, og reyna, að komast inn í nútímalega, jarðbundna umræðu, um viðfangsefni þau, hver efst eru, á baugi, viðkomandi umræðu, hverju sinni.

Með beztu kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:42

55 identicon

Villa skítkastara dreymir um betri heim þar sem allt er bannað nema ef það er sérstaklega leyft.  Vinstri ómennskan hefur heltekið hann frá toppi til stóru táar.  Villi ætti að vita sinn vitjunartíma líkt og risaeðlurnar forðum.  Sem breytust í litlar sætar kanínur eða voru það fuglar sem flugu síðan upp í loft.  Villi ætti að hætta þessari ómálefnalegu ráðstjórnarmennsku og leyfa vel meinandi fólki að hafa sínar skoðanir í friði.  Í friði fyrir stríðsglæpamönnunum sem Villi rembist við að sleikja upp.  Í þeirri von að allt munnvatnið myndi órjúfanleg tengsl og geri honum kleift að gerast Ísraelskur ríkishamborgari með fullum vatnsréttindum.

Vinur Villa (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 16:27

56 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi og takk fyrir síðast. Þú skirfar að það sé ekki gott að átta sig á því hvort Vilhjámur Örn og hans líkir séu að koma eða fara - slíkt er ruglið. Hér fyrir neðan er eitt dæmi sem ég rakst á á bloggsíðu títtnefnds Vilhjálms Arnar. Höfundurinn er Ragnhildur Kolka:

„Eins og þú nefnir sjálfur (þ.e. Vilhjálmur Örn, innsk. HH) þá gegnsýrir gyðingahatur nú íslensku þjóðina. Það virðist vera einhvers konar "general concensus" um það og fólk álítur mann greindarskertan ef maður ber blak af þessari langhrjáðu þjóð. Fæstir hafa fyrir því að kynnt sér aðstæður, nánast enginn þekkir einn einasta gyðing og því er bara étið upp það sem áróðursmeistara fjölmiðlanna bera í þá….Hatursbylgjan sem nú ríður yfir var flutt inn til Íslands frá Frakklandi á útmánuðum 2002 í boði Spegilsins og fréttastofu útvarps. Síðan hefur ekkert lát verið á.

Þegar fólk vill ekki vita getur verið ómögulegt að koma sannleika til skila. Ég dáist að því hvað þú hefur verið staðfastur í baráttunni“

Ragnhildur Kolka segir gyðingahatur gegnsýra íslensku þjóðina og að hatursbylgja (gegn gyðingum) ríði nú yfir.

Í hvaða sólkerfi býr þessi kona? Það vita allir vitibornir og læsir Íslendingar að hatur á gyðingum er bundið við örfáa einstaklinga. Annað er hugarburður Ragnhildar og Vilhjálms Arnar. Vilhjálmur er alveg jafn langt leiddur og Ragnhildur og sér ástæðu til að þakka henni sérstaklega fyrir innleggið: „Ég þakka þeim sem hafa skrifað, sérstaklega þér Rannveig Kolka.“ (Hann nefnir hana að vísu óvart Rannveigu).

Hér eru tvær manneskjur sem gagna fram fyrir skjöldu í stuðningi við Ísrael og lýsa því yfir að Íslendingar séu gyðingahatarar upp til hópa! Eigum við að ræða þetta eitthvað meira?

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2008 kl. 17:23

57 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr, þú ert víst orðinn tíðasti gestur á bloggi mínu. Því miður eru engin verðlaun í boði fyrir þá perversjón þína.

En það er nú einu sinni svo, að þeir sem líkja Ísraelsríki við Þýskaland nasimans og bera örlög gyðinga í Helförinni saman við aumt sjálfskaparvíti Palestínumanna, sem drepa hvorn annan í hrönnum og kenna Ísraelmönnum um,  eru gyðingahatarar. Menn sem ættu að vita betur, en sem misnota söguna til hatursáróðurs heims sem vill Ísraelríki feigt, og reyna að skapa sprengjumorðingjum samúð með því að líkja örlögum þeirra við afdrif gyðinga, sem í dag eru fórnarlömb sprengjumorðingjanna eins og þá.  Þeir segja Gasa vera Varsjá og styðja Hamas eins og þú gerir, styðja gyðingahatur. Gyðingahatur er eitt helsta vopn Palestínumanna þegar þeir grípa ekki til vopna og sjalfsmorðsárása.

Fólk ein og Heiðdal sem vill kenna gyðingum og Ísraesríki um allt sem miður fer í heiminum og telur ekki að friður komist á fyrr en búið er að ryðja ríkinu á haf út, má kalla sig friðarsinna fyrir mér. Ég þarf ekki, og tel ekki hægt sé að snú Heiðdl að betri þönkum. Hans helsta vandamál er hins vegar að til er Zíonisti á Íslandi sem fær fleiri heimsóknir á bloggið sitt en hann.

Það er mjög algengt í umræðunni á blog.is, að menn séu með þetta hatur á gyðingum í hávegum, enn fremur afneitun á helför gyðinga, sem einnig er algengur þáttur í baráttu Palestínumanna. Leiðtogi Fatah, Abbas, hefur t.d. skrifað doktorsritgerð í Moskvu, þar sem hann afneitar helförinni. Slíkur maður er víst mikill vinnur stuðningsmanna Palestínuþjóðarinnar á Íslandi.

Málstaður þinn, Hjálmtýr, er lélegur, þú styður niðurrifsöfl og öfgar, hryðjuverk og morðárásir. Þú styður samtök sem halda þjóð sinni í heljargreipum. Þú ert stuðningsmaður hópa sem lifa og hrærast í gyðingahatri. Hvað er þú þá? Vertu ekki að reyna að þvo hendur þínar af því. Þú ert það sama og vinir þínir.

Þú vitnar enn rangt í blogg mitt, og segir mig og Regnhildi Kolku kalla alla Íslendinga gyðingahatara. Hvers konar meinloku ertu eiginlega haldinn. Ertu patalógískur lygari og útúrsnúningamaður, eða getur þú ekki lesið? Sannast sagna finnst mér oft margt líkt í áróðri Hamas og "röksemdafærslum" þínum. Lygin virðist helga meðalið.

Nei, hatrið á gyðingum er sem betur fer nú orðið fyrst og fremst bundið við vinstrielítuna, gamla nasista og rugludalla í ættum þar sem nasismi hefur grasserað.  Ég hef m.a. skrifað um þetta grein , sem þú getur lesið á bloggi mínu. Hún er nú aftur komin út í nýrri bók, sem ber heitið Behind the Humanitarian Mask, The Nordic Countries, Israel, and the Jews.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 18:19

58 Smámynd: Björn Heiðdal

Nei eiginlega ekki!  Þó ég sé ekki hrifinn af Ingibjörgu Sólrúnu væri alger óþarfi að kalla mig Íslendingahatara númer eitt eða eitthvað álíka gáfulegt. 

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 18:21

59 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er nú fyndið hjá kallinum.  Bara spurning hvort hann sé haldin skertri umhverfisvitund eða smá lesblindu.  Síðan segir hann að þitt stærsta vandamál sé að til sé Zionisti sem fær fleiri heimsóknir en þú.  Hvaða fýr er nú það eiginlega?  Vonandi er hann ekki að meina íslenska Kaupmannahafnarbúan VÖ.

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 18:54

60 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og nú, Hjálmtýr, ætla ég ekki að eyða á þig fleiri orðum í bili. Er að skrifa bók um gyðing frá Varsjá sem Danir myrtu. Því miður sé ég ekkert líkt með örlögum hans og þeirra palestínamanna sem ég þekki. Akkúrat ekkert. Hann vildi bæði dönsku og þýsku þjóðinni vel og blóðið flaut ekki í kringum hann með stuðningi vitleysinga á Íslandi.

Þú og frændi þinn þurfið örugglega að halda perversjón ykkar áfram með þátttöku einhverra karaktera sem virðast þurfa að upphefja sjálfa sig með því að yfirfæra lesti sína yfir á mig.

Keep up the good work. Skítkast ykkar hefur ekkert gert fyrir Palestínumenn. Það hefur hins vegar aukið heimsóknir á blogg mitt til muna, en fyrst og fremst sýnt hvers konar maður þú ert og hvaða botnfall og löðurmenni þú laðar að þér. Hversu ómerkilegur þú ert, sést á því að þú notar  bloggið sem blog.is gefur þér til að láta menn vera með harla ógeðfelldar dylgjur um mig. En allt er þetta náttúrulega gert fyrir fína málstaðinn sem þú skrifar svo mikið um í þínum 29 færslum.

Mikið er ég nú glaður að Bernöftarnir voru ekki gyðingar, þrátt fyrir allt. Ekki var gott á bætandi. Ekkert er verra en sjálfshatarar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 19:03

61 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta síðasta innlegg hjá kallinum er nú eiginlega það besta.  Að þú notir þetta blog til að láta menn vera með harla ógeðfelldar dylgjur, eins og hann segir.  Þetta er alveg milljón.  Kallinn veit ekki á hvaða bloggi hann er.  Þú leyfir öllum að tjá sig hversu daprir þeir nú eru til augnanna og ert ekki að ritskoða og banna fólk eins og kallinn gerir.  Hann heldur greinilega að þú sért eitthvað að stjórna þeim sem skrifa hérna. 

Það er nú annars ljótt að fíflast í svona fólki.  En sjáðu hvað hann segir í þessari síðustu færslu "Er að skrifa bók um gyðing frá Varsjá sem Danir myrtu."  Eigum við að prófa að segja "Er að skrifa bók um fólk sem gyðingar myrtu."  Gaurinn klínir þessu morði á brosandi gestgjafa sína og skammast sín ekkert.  Þetta er bara hreint og klárt Dana hatur eins og hann sjálfur skilgreinir.  Honum þykir greinilega vænt um dönsku þjóðina, morðingja og gyðingahatara.

Þetta er alveg milljón og verulega sjúkt á sama tíma. 

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 19:37

62 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er nú meiri furðulesningin þessar athugasemdir Vilhjálms í Köben.  Stórkostlegt að sjá hann skrifa:...verði ég ekki beðinn afsökunnar, verð ég að leita réttar míns...!   Hér fer þessi maður, sem ásakar aðra um hatur á forpokuðum trúflokki gyðinga, en skv. hugmyndum Vilhjálms eru allir þeir sem gagnrýna Ísrael og glæpaverk stjórnvalda og hers þess ríkis gyðingahatarar!  Vilhjálmur ásakar menn um að styðja hryðjuverk og morð, ýjar að því að þeir séu barnaníðingar, telur sig koma höggi á menn með því að kalla þá ríkisstarfsmenn og að þeir hafi fengið ríkisstyrk.  Síðan heimtar hann afsökunarbeiðnir, annars "verð ég leita réttar míns".  Ef einhver vogar sér að segja sannleikann um hryðjuverk stjórnvalda Ísraels og hers þeirra eru þeir klagaðir til blogstjórnar annars hótar Vilhjálmur lögreglu og kærum.  Sé eitthvað sagt um hans "æruverðugu persónu" hótar hann  "að leita réttar síns".  Þvílíkur karakter og þvílíkur pappír!  Eigum við nokkuð að eyða frekari orðum á slíka persónu?  Það held ég ekki.  Hann er ekki þess verður.  Skoðanir hans eru þess ekki verðar.  Maður á ekki að eiga orðastað við mannorðsþjófa!  Kær baráttukveðja! 

Auðun Gíslason, 10.8.2008 kl. 22:18

63 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur skrifar: "Leiðtogi Fatah, Abbas, hefur t.d. skrifað doktorsritgerð í Moskvu, þar sem hann afneitar helförinni"

Nei, mér finnst alls ekki sanngjarnt að segja svona.

Abbas skrifaði ritgerð sem hét: "The Secret Connection between the Nazis and the Leaders of the Zionist Movement"  Leiðbeinandi hans var Primakov held ég.  Nú, svo gaf hann út bók byggða á rannsóknum sínum (hét eitthvað svipað minnir mig) og benti þá á,  að sagnfræðingar hefðu komist að mismunandi niðurstöðum varðandi fjöldann sem farist hefði í ósköpunum og bætti við eitthvað á þá leið að Síonistahreifinginn hefði viljað hafa töluna sem hæsta.  Ég sé ekkert óskaplegt við þessar sagnfræðingslegu vangaveltur hans.

Enda kemur skýrt fram í viðtali við Haaretz að hann afneitar auðvitað ekkert Holocaust:

 The question about whether he denied the Holocaust in his Ph.D. angers Abbas. "I wrote in detail about the Holocaust and said I did not want to discuss numbers. I quoted an argument between historians in which various numbers of casualties were mentioned. One wrote there were 12 million victims and another wrote there were 800,000. I have no desire to argue with the figures. The Holocaust was a terrible, unforgiveable crime against the Jewish nation, a crime against humanity that cannot be accepted by humankind. The Holocaust was a terrible thing and nobody can claim I denied it."
http://www.haaretz.com/hasen/pages/ShArt.jhtml?itemNo=297637&contrassID=2&subContrassID=1&sbSubContrassID=0&listSrc=Y

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2008 kl. 22:28

64 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er bara sorglegt því kallin heldur að hann viti eitthvað sinn haus.  Í hans haus er greinilega öllu snúið á haus.  En sennilega er þetta eitthvað skipulagt trikk að klína drullu og bulli á allt og alla sem hafa einhverja skoðun á þessum deilum við botni Miðjarahafs.  Bara hjúkk að þurfa eiga það á hættu að mæta geðillum handrukkara frá Póllandi út í búð en ekki þessum slefandi drulludreifara.

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 23:13

65 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kannski aðeins meira um Abbas... að þegar hann tók við þarna um árið, þá komst þessi umræða af stað með ritgerðina og bókina.  Mikið gert úr þessu, sérstaklega af Ísrels hálfu og greinar um þetta birtust víða í fjölmiðlum á Vesturlöndum.  Það er fullyrt að hann hefði sagt hitt eða þetta.  Það er alveg hægt að finna ýmislegt sem hann á að hafa sagt... og það lagt út á versta veg. 

Nú veit maður ekki í sjálfu sér hvað stendur nákvæmlega í ritgerðinni eða bókinni nema að lesa það sjálfur en heilt yfir sýnist mér að gert hafi verið allt of mikið úr þessu og tekið úr samhengi það sem sagt var í ritgerðinni til að hann kæmi sem verst út.  Já, ég held það. 

En... nei nei Björn, maður má ekkert segja eða velta spurningum fyrir sér ef það er Ísraels tengt.  Þá er maður orðinn vondur maður, Gyðingahatari  og eg veit ekki hvað.

Nú má alveg segja að það skipti í sjálfu sér ekki máli hvort það voru 6 milljónir 8 eða 4 ... en þessi viðkvæmni gagnvart spurningum og vangaveltum varðandi umrætt efni... eg bara skil það ekki.  Það er deilt um allan fjárann í sögunni, ma. hvað margir hafa látist í hinni eða þessari helförinni í endalausum helstríðum mannkynsins... en þessi atburður á að vera endanlega frágenginn og stóri sannleikurinn meitlaður í steintöflu um eilífð.  (Nú er eg sjálfsagt orðinn Holocaust denier og skelfilegur maður)

En allt ofanskrifað breytir engu um það að hvernig Ísraelsríki er stjírnað og hefur verið stjórnað er einfaldlega ekki nógu gott.  Sem dæmi þegar þeir réðust á Líbanin 2006 og sprengdu allí tætlur eins og hálfvitar... afþvíbara.  (Því vitiborinn tilgangur var enginn)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2008 kl. 00:34

66 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa raunar ýmsar leiðréttingar verið gerðar í þessum efnum Ómar, sem sýna að Abbas var ekkert ófaglegur eða partískur í að draga til þessa umræðu. Hún átti sér stað og í uppnáminu eftir stríð var nánast engin leið að henda reiður á þetta. Það voru margar tölur á lofti, ekki bara varðandi gyðinga heldur varðandi mannfallið allt og skiptingu þess. Menn voru einfaldlega að diskútera hver væri rétt, ekki efast um þjáningar gyðinga eða saka ÞÁ um ýkjur. Tölurnar voru almennt ekki frá ÞEIM komnar í upphafi.  Það voru vangaveltur úr ýmsum áttum og samkvæmt ýmsum misvísandi heimildum, þar sem nánast engum bar saman.

Sem dæmi um þetta, þá var minningarsteinn í Auscwitz, sem taldi til að 4.1 milljón gyðinga hefði látist þar. Árið 1991 var þessi tala færð niður í 1.1 milljón, eftir ítarlegri rannsóknir. Holocostneitendur gripu þetta á lofti og vildu meina að það þýddi að logið hafi verið til um 6 milljónir og að dauðatollurinn hafi ekki verið nema 3 milljónir.  Það var rangtúlkun. Talan 6 milljónir stendur sem fyrr, en skipting dauðsfalla í hinum fjölmörgu búðum var leiðrétt og í ljós kom að hún dreifðist öðruvísi. Búðirnar voru um 160 þótt stór hluti væri vinnubúðir og að ekki hafi verið um skipulagða útrýmingu í þeim öllum, þá voru gyðingar aflífaðir og dóu úr harðræði í þeim öllum. 

Ég skil ekki að þessi umræða skuli verið svona mikið tabú og að ekki megi á nokkurn hátt hreyfa spurningum né endurmeta og skoða þessa sögu, án þess að vera kallaður gyðingahatari.  Hvað þá að setja lög og gera alþjóðlegar ályktanir sem heimila fangelsun þeirra, sem drepa á þessu máli í óþökk Zíonista.

Það er víst að það eru kolruglað og hatrammt Holocaust denial lið til, sem flestir eru ómenntaðir rauðsvírar og sundhettur. Því fólki er hægt að svara, og setja niður rakalausar fullyrðingar þeirra. Margir þeirra´, með æðri menntun kalla sig Holocaust revisionists, sem kemur svo óorði á þá sagnfræðinga sem um málið fjalla og þar á meðal gyðinglegra sagnfræðinga, sem kvarta mikið yfir slíku ofstæki.

Zíónistar eru sterkir og ríkir margir hverjir og með gríðarlegt hreðjatak á fjölmiðlum og´lobbyisma. Því verður ekki neitað. Í þeim heyrist mest og hæst. Það er ekkert sjálfsagt samasemmerki á milli Gyðingdóms og Zíonisma. Orthodocx gyðingar eru margir hverjir harðir gegn Zíonisma og stofnun Ísraelsríkis. Raunar eru andmælaraddirnar hvað mest áberandi á meðal gyðinga. Gyðingdómur er heldur ekki etnísk skilgreining í öllu, heldur trúarleg. Þetta er ekki einhver fjölskylda. Það er trúin og hefðin, sem sameinar þennan hóp, sem raunar er afar sundurleitur.

Zónisma hefur vaxið hvað mest fiskur um hrygg í biblíubeltinu á meðal öfgafullra evangelista og heimsendakölta. Það lið er að klóra hvort öðru um bakið í viðleitni sinni við að flýta fyrir endurkomu Krists og til að uppfylla spádóma (svo klikkað, sem það hljómar). Þar eru Gyðingar leiksoppar, enda skal samkvæmt spádómnum reisa Ísraelsríki og eyða því. Endurreisa musterið og eyða því aftur, til að skapa skilyrði á musterishæðinni fyrir frlsarann svo hann stingi sig ekki á spírum Al Aqsa þegar hann stígur niður. (sjá heimildamynd um þetta á minni síðu).

Ég hefði gjarnan viljað eiga díalóg um þessi mál við Vilhjálm, enda er hann lærður mjög um þettaþ Ég vil endilega fræðast og gefa honum tækifæri á að senda hugsanlegar mýtur til föðurhúsanna, en það er borin von. Hann froðufellir í fúkyrðum, jafnvel ef menn nota orðið gyðingur. Hann er fyrst og fremst Zionisti og harður sem slíkur og hjá þeim er ekkert, sem heitir díalógur. Ég veit ekki hvort hann er að halda uppi bloggi um þessa hluti til að prédíka einhliða sinn "sannleika" og ætlist ekki til athugasemda, eða hvort hann er að þessu til að spotta "gyðingahatara", sem hann segir vera Ísland vera morandi af.  Hann þykist allavega hafa mikið undir sér og hefur einatt í hótunum við fólk, sem reynir að ná í gegnum fúkyrðaflauminn og uppnefnin. Sé hann nefna aldur og heimilisfang t.d. Baldurs Fjölnissonar, sem ég vissi ekki hvað átti að fyrirstilla eða þá uppruna og ættirir manna. Hvað er hann að gefa í skyn. Ég hef fengið mis greindalegar geðgreiningar hjá honum, sem ég tek nú yfirleitt sem hans kaldhæðni og myrka kerskni. En hvað veit ég.

Hatar hann mig? Telur hann mig gyðingahatara? Mér gæti ekki staðið meira á sama raunar. Ég hata enga manneskju, en mér býður við öllu ofstæki og totalitarianisma. Trúarlegum og pólitískum. zíonískir öfgapontiffar eru þar á meðal. Vilhjálmur hefur ekki vakið hjá mér dýpri sympatíu með þeirri ídeólógíu.

Zónismi í sinni verstu mynd sér það fullkomlega réttlætanlegt og að steypa heiminum í stríð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og þurrka út alla múslima og araba svo þessi fámenni hópur fólks fái það landnæði, sem það telur hiimneskann fasteignamiðlara sinn hafa skákað sér. Afsalið er að finna í 2500 ára gamalli bók, sem sýnt hefur verið að á sér engann grundvöll í raunveruleikanum.

Með von um að ég hafi ekki fyrirgert rétti mínum og málfrelsi.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2008 kl. 01:59

67 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það  má nefna til að lokum að samkvæmt óskhyggjunni um endurkomu krists þá munu allir rauðsvírar og sundhettur biblíbeltisins, sem játast guðmanninum nú, verða upprifnir til eilífrar sælu á himnum, en við hinir trúlausu og efandi, ásamt öðrum, sem halda aðra guði og trú, munum brenna í eilífðareldi. Rollurnar upp, geiturnar niður. Þar eru Gyðingar ekki undanskildir og verður þeim boðið í grillpartíið líka. Það má því segja að við Villi séum á sama báti, hvað sem hann annars segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2008 kl. 02:25

68 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo af gefnu tilefni að Vilhjálmur hefur sýnt mér einstakt umburðalyndi á blogginu sínu, þrátt fyrir rimmuna, og hefur ekki bannað mig. Það er býggt á leiðum misskilningi. Flest það sem ég segi hér að ofan, hef  ég mátt láta flakka á bloggi hans nú, þótt hann sé nú ekkert að teygja sig í að ræða við mig. Hann sýnir allavega óvenjumikið drenglyndi í því, svo honum er ekki alls varnað.  (fyrirgefðu Villi að ég skuli tala um þig í 3. persónu)

Ég hef engan áhuga á að lenda í stríði við hann, nénokkurn man hér, þótt ég hafi ákveðnar skoðanir og spurningar, sem orka tvímælis. Ég er fyrir málfrelsi og er algerlega opinn fyrir að endurskoða viðhorf mín ef ég er leiðréttur. Mér finnst miður, ef menn koma með ógrundaðar upphrópanir, sem þeir síðan hundsa að standa við eða svara gagnrökum við.  Það er ósanngjarnt í besta falli og í versta falli helber dónaskapur og virðingaleysi. Menn geta valsað inn á völl, með rangar eða mistúlkaðar upplýsingar í malnum. Það á ekki að vera tilefni til úthrópunnar og fúkyrða, heldur skyldi leiðréttast með ábendingum og tilvísunum. Flest er afstætt í heimi hér og því enginn stór sannleikur. Menn ættu þó að geta sæst í flestum málum.

Mer finnst Ómar Bjarki koma hér með agað og uppfræðandi innleg hér, sem mér finnst til fyrirmyndar. ´Það er alltaf gleðilegt að sjá. Ég er ekki svona agaður almennt og á oft skilið það sem ég fæ. Gyðingar segja auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og kristlingarnir segja: svo sem þú sáir svo muntu upp skera. Nákvæmlega sama tilskipunin og enginn nýr sáttmáli þar. Líklegast er það gangur lífsins, þótt ekki sé ég sáttur við það sem ófrávíkjanlega reglu.

Ég kíkti inn á blogg Svans læknis, sem ræðir humanisma og trúmál og dáðist af aganum þar og var feginn að ég hafi ekki komið þar inn og hleypt öllu í bál og brand, eins og ég hef einatt gert.

Maður er kannski að læra. Kannski erum við allir að læra.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2008 kl. 02:56

69 Smámynd: Björn Heiðdal

Góð kenning að Villi sé könguló og sendi skýrslur af öllum flugunum sem hann veiðir hér blog.is til Mossad. 

Björn Heiðdal, 11.8.2008 kl. 07:27

70 identicon

Þeir hjá Mossad hlæja sig alveg mátlausa þegar þeir fá listana frá Villa yfir alla gyðingahatarana á Íslandi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 08:38

71 identicon

Meðferð Ísraela á Palenstínu er skelfilegri en orð fá líst.  Ég vil síðan fá að þakka Hjálmtýri fyrir hans greinargóðu skrif og baráttu fyrir friði í þessum heimshluta.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:23

72 Smámynd: Auðun Gíslason

Einar Einarsson!  Þú vilt kannski kynna þér málefnið.  Á síðunni minni eru nokkrar greinar um málið.  Allar skrifaðar af gyðingum, sem einhverjir hafa reyndar orðið að yfirgefa Ísrael vegna skoðana sinna.  Vilhjálmur hefur ansi einstrengislega sýn á þetta mál og málsflutningi hans er ekki að treysta.  Þær eru eingöngu áróðursgreinar, og sem slíkar skrifaðar af einstefnulegri fáfræði!

Auðun Gíslason, 11.8.2008 kl. 14:45

73 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er nú eitthvað grín hjá þér Einar að þú sért voðalega Frjálslyndur.  Þú virðist ekki geta greint á milli staðreynda og fantasíu þegar þú babúar hér á þessari síðu hversu margir hafi kastað skít í mesta drulludreifara blog.is.  Þú sjálfur gerist síðan sekur um drulldreifingu og skammast þín ekkert.  Svona kjánaskapur og tvöfeldni dæma sig sjálf en þetta virðist einmitt vera kjarninn í öllu sem þú lætur frá þér fara.  Það gilda ekki sömu reglur um þig og þá sem þú kastar "skítnum" í.  Þú mátt en ekki ég.  

Heilög vandlæting í anda Guðjón Þórðarsonar birtist í þessu orðum þínum "Þú styður hryðjuverkamenn í árásum sínum á Ísrael."  Veistu vinur ég held að Vilhjálmur hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann segir: "Mikið er hægt að segja um blogg þitt, Heiðdal, en það hefur marga lesendur á Kleppi." (Hér er ekki verið að skjóta á borgarstjóra)

Ertu ekki bara líka meðlimur í félagi drulludreifara með mér og Vilhjálmi????

Björn Heiðdal, 11.8.2008 kl. 15:48

74 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ágætu bloggarar

Er þetta ekki orðið nokkuð gott. Mér sýnist að línurnar séu nokkuð skýra í þessu máli og óþarfi að

finna fleiri lýsingarorð. Og Björn frændi - mér sýnist að þinn ritstíll í síðasta innleggi þurfi

smá sápuþvott.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.8.2008 kl. 16:44

75 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vantar eitt err í -skýrar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.8.2008 kl. 16:45

76 identicon

Ríkisstarfsmaður Íslands sekkur enn dýpra í þessa umræðu og stuðning sinn við Hamas og aðra heimsyfirráðamenn. Vitandi vel að sú hætta sem Vesturlöndum stafar af gyðingahatri og undirlátssemi við múslima eigi eftir að hafa afleiðingar. Honum dettur ekki í hug að horfa í þessa átt. Það eru bara alltaf gyðingarnir og Villi drullumallari(lesist fornleifafræðingur með skóflu) sem fá skammir í hattinn. Nú ætla ég sko að skrifa bréf til Alþingis og kvarta yfir þessari heimasíðu og þessu síðasta innleggi þínu sem hjálpar þér lítið við Flúðasveppaát og pitzur.

Vinur Hjálmtýs Örna sinna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 18:27

77 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég biðst nú afsökunar ef ég hef eitthvað sagt ljótt en þú ættir líka að gera það og skammast þín fyrir að fullyrða að frændi minn styðji árásir á Ísrael.  Svona a.m.k. án þess að geta nefnt nein dæmi því til stuðnings!

Síðan mættir þú líka koma þér upp úr skotgrafahernaðinum og líta sjálfstæðum augum á þessi mál.  Gleraugu Vilhjálms henta venjulegu fólki engan vegin.   

Björn Heiðdal, 11.8.2008 kl. 18:36

78 identicon

Góðir lesarar og skrifarar,

Þar sem hugsanlegt er að háttvirtur  ritststjóri og kvikmyndagerðarmeistari sé með nokkur orð í inngangserindinu sem má túlka þannig að þeim sé beint til mín nefnilega þessum:  ,, djúpt sokknir í fordóma gegn arabaþjóðum og Íslam."  Þá vil ég taka það fram að ég tel að um alvarlegan miskilning hér sé að ræða.

Ég hefi nefnilega haldið á lofti tveim af perlum Allah og Sendiboða hans Múhameðs og þær eru þessar  ,,Arabar eru bestar og göfugastar allra þjóða." svo og að ,,Íslam er  lang  réttasta trúarbragðið."

Ef einhver heldur að sá sem heldur slíkri snilld á lofti og hinsta sannleika Allah og Mó, sé ,,djúpt sokkinn í fordóma" þá getur hver maður séð það á bloggsíðum mínum  að svo er ekki.  Viðkomandi verður einfaldlega að kynna sér efni bloggsíðna minna miklu betur  til að sjá hvað fordómalausar þær eru enda mest af þeim tekið beint upp  úr hinni heilögu  þrenningu Íslams: Kóraninum, Annálunum og Ævisögu Múhameðs.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 20:34

79 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er búinn að reyna finna þessi perluskrif Skúla en sú leit hefur engan árangur borið.  Hvar ertu?

Björn Heiðdal, 11.8.2008 kl. 21:38

80 Smámynd: Auðun Gíslason

Var ekki búið að úthýsa þessum skúla skúlasyni ?  Og ekki getur hann einusinni haft þessar meintu tilvitnanir sínar á almennilegri íslensku.  Talandi um fordóma.  Það voru að sönnu fordómar og  hatursáróður, sem voru þess valdandi að skúli var bannaður á blogginu hérna.

Auðun Gíslason, 11.8.2008 kl. 21:38

81 Smámynd: Auðun Gíslason

Einar Einarsson!  En ertu búinn að lesa greinarnar sem ég bendi þér á á síðunni minni.  Þessar sem skrifaðar eru af gyðingum.  Villi vill örugglega ekki lesa þær!?!

Auðun Gíslason, 11.8.2008 kl. 21:49

82 identicon

Góðan  daginn Bjössi gáfnaljós,

Farðu bara inn á http://www.google.com og lyklaðu inn nafnið mitt þá koma upp um hundrað tilvitnanir.  Þú getur líka prófað orðin ,,hrydjuverk" og ,,hermdarverk."

Ástæðan fyrir því að ég var rekinn af Moggabloggi var auðvitað algjör öfund, minnimáttarkennd  og illgirni vissra bloggara og misskilningur hjá bloggstjórninni, sem aldrei las bloggið mitt.  En það er löngu komið allt upp á http://www.iceblog.org/?w=hrydjuverk.  En það er ekki hægt að blogga þar. Vefsíðan er læst svo að allir Moggabloggarar geti lesið hvað stóð áður eftir mig og aðra hér á blog.is.  ÉG TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ VAR ENGINN HATURSÁRÓÐUR Á MÍNU BLOGGI FYRR EÐA SÍÐAR Í GARÐ NEINS. Það hafa aldrei verið færð nein rök fyrir því eða það sannað.  Mest af tilvitnunum voru beint upp úr Kóraninum.  Ef þið teljið að hinn heilagi Kóran sé með hatursáróður gegn Ekki-Múslímum, þá er það ekki það sem ég boðaði, heldur það sem Íslam boðar.  Persónulega hata ég ekkert fólk, kynþætti eða trúarbrögð og ég lít á Íslam sem stjórnmál  en ekki trúarbragð.  Ég gagnrýndi aðeins hryðjuverk og hið pólitíska Íslam, það geta allir með meðal gáfur séð ef þeir kynna sér efnið.  Að ég hafi nokkurn tíma verið með hatursáróður er bara hræðsluáróður vegna þess sem hið pólitíska og fasiska Íslam boðar.  Því sem stóð í Kóraninum og öðrum ritningum Íslams var sem sagt snúið upp á mína persónu. Það var Allah/Mó sem settu þennan boðskap fram en ekki ég.

En þú getur gert þínar athugasemdir á hinum síðunum  sem eru http://www.blog.visir.is/hermdarverk   og http://www.hermdarverk.blogcentral.is.  Fjórða síðan er nú í þróun og fleiri munu fylgja á eftir.

Það sem ég varð undrandi yfir er að nú hef ég margfalda lesningu miðað við það sem var hjá blog.is.  Það er greinilegt að blog.is er ekki með mestu umferðina, heldur aðeins annars eða þriðjaflokks blog hérlendis.

Með bestu kveðjum til allra Moggabloggara, og munið að vista gögnin ykkar, því það er aldrei að vita nema þau hverfi fyrir framan augun á ykkur einn góðan veðurdag, eins og átti sér stað hjá mér og talsvert fleirum.  Það er sem sagt greinilegt að ritstýring er í gangi á   blog.is. 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:58

83 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Skúli,

Þú mátt alveg vera með áróður gegn múslimum og þeirra trúarbrögðum í friði fyrir mér.  Þú mátt líka bæta svertingjum, gyðingum og stupið white men inn í þann pakka.  En hvers vegna þú stundar þennan blinda áróður þarftu að skýra betur út fyrir mér og fleirum.  Er þetta t.d. launuð vinna hjá þér eða áttu von á boðsferð til útlanda?

Þó þú vitnir í einhver ógeðslegheit úr Biblíunni eða Kóraninum er út í hött að dreifa því sem þar stendur yfir alla kristna menn og múslima.  Þú segir líka hér að ofan að þú stundur ekki neinn hatursáróður.  En samt eru ótrúlega margir á því.  Það getur vel verið að fjöldinn hafi ekki rétt fyrir sér, en í þessu tilviki er hann sá mælikvarði sem áróður þinn er metinn eftir.  Þ.e.a.s. hvað fólki finnst um þín skrif og les út úr þeim.  Áróður er þetta hvort sem þú villt kalla þetta hatursáróður eða eitthvað allt annað.

Ég sé að þú ert grínari þegar þú kallar ljósaperur gáfnaljós.  Er þetta ekki bara allt grín hjá þér? 

Björn Heiðdal, 13.8.2008 kl. 00:10

84 identicon


Góðan daginn Bjössi minn, og þakka þér fyrir áhugann á málaflokknum. 

Það sannar nú ekkert hvort ég er að gera rétt eða rangt í því að skrifa um Íslam, þó að einhverjir álíti mig kynþáttahatara , því það er ég ekki.  Íslam er fasísk stjórnmálastefna, sem ber að gagnrýna.  Íslam er ekki ,,kynþáttur.“  Það er því út í hött að vera að tala um fólk sem kynþáttahatara sem gagnrýna hið pólitíska Íslam, því meðlimir þessa stjórnmálaflokks koma úr öllu litrófi mannkynsins alveg  eins og kristið fólk.

Ég skil vel að fólk sem er sprottið upp úr kristnu umhverfi og eru góðmenni, hrekklaus og grandalaus átti sig ekki á hinu pólitíska Íslam. Íslam er um 97% stjórnmál aðeins 3% trúarlegt ívaf.  Ekki sé ég neina ástæðu til þess að hlífa pólitískri heimsvaldastefnu eins og Íslam við umræðu og gagnrýni, þó að allt íslamska klerkaveldið grenji hástöfum og æpi í allar áttir ásamt  því að uppnefna gagnrýnendur öllum illum nöfnum, baktala þá og troða æruna af þeim,   ásamt því að hóta fólki lífláti, þegar önnur ráð þrýtur.  Það ætti að vera öllum augljóst að hér er eitthvað verulega rotið á ferðinni, sem þarf að breiða hulu yfir  og þess vegna full ástæða til að kanna málið náið og finna ástæðurnar fyrir þessu leynimakki.

 

Eðlilega dragast saklausar sálir inn í hvirfilvinda þessa svarthols sem Íslam er. Lestu úttektir SÞ á ástandinu í mannréttindamálum í arabalöndunum, kynþáttamisrétti, kynjamisrétti, ofurkarlaveldi, menntunarleysi, ólæsi og svo má enda laust telja.  Múslímar eru fórnarlömb hins íslamska stjórnkerfis, bókstafstrúarmanna og klerkaveldis.  Hvernig heldurðu að öll réttindi verkalýðsbaráttunnar og kvenréttindabaráttunnar hafi átt sér stað.  HELDURÐU AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ ÞEGJA YFIR ÓRÉTTLÆTINU? Bjössi, hættu að  láta fólk teyma þig á asnaeyrunum og blekkja þig og reyndu að fara að hugsa skírt.  Málflutningur þinn á minni bloggsíðu  hefur verið kol ruglaður og óskiljanlegur fyrir mér og öðrum.

Heldurðu virkilega að engin ástæða sé fyrir því ég skrifi eins og ég skrifa.?  Bjössi minn, ég er ekki á kaupi hjá  neinum því ég þarf þess ekki.  Ég er á eigin reikning og vel það.

Ágætar bækur um Íslam eru núna fáanlegar á markaðnum. Önnur er ,,Íslamistar og Naívistar“  hin er ,,Frjáls“  eftir Ayaan Hirsi Ali. Kynntu þér svo það sem stendur í 8. Og 9.  Kafla Kóransins. Um kvennamismunun er mikið fjallað í 4. Kaflanum.  Reyndu svo að gera þína heimavinnu áður en þú svarar mér næst.

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:58

85 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Skúli,

Ég sé enga ástæðu til að þrasa frekar um staðreyndir.  Kóranin, biblían og mörg fleiri rit eru uppfull af ljótum hlutum.  Þessum hlutum er síðan troðið ofan í unga móttækilega stráka í Pakistan, Bandaríkjunum og víðar.  Auðvitað koma ekki heilbrigðar sálir út úr svona heilaþvottastöðvum og vonandi ekki framtíðar leiðtogar.  En hérna skilja leiðir okkar.

Ég vil hjálpa þessu fólki a.m.k. héðan úr stólnum mínum en þú virðist hafa meiri áhuga á að vara Íslendinga við Íslam og pólitiskt þenkjandi múslimum.  Fyrri yfirlýsingar þínar um stuðning við sprengjuregn yfir Íran gera lítið fyrir kvennréttindi þar.  Hvernig þú getur tengt þetta tvennt saman skil ég ekki.  Sprengjur og kvennréttindi fara ekki saman eða hvað? 

Er ekki miklu frekar tilgangurinn með þessum skrifum þínum að reyna að gera einhverja móttækilega fyrir áframhaldandi stríðsbrölti í löndum múslima?  Hvort þú gerir þér þetta ljóst veit ég ekki.

Björn Heiðdal, 13.8.2008 kl. 20:11

86 identicon

Bjössi minn,

Það er alveg á hreinu að við verðum seint sammála á meðan þú  veist ekki hvað stendur í Kóraninum.  En það er þitt vandamál en ekki mitt.  En vertu ekki hissa þó þú hittir einhver  einhverntíman,  sem segir þér að hann hafi fengið fyrirskipun frá Allah um að sprengja þig í loft upp.

Ef Klerkaveldið í Íran er  að ógna öðrum þjóðum og  hótar  þeim með gereyðingarstríði,  þá þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir.  Saklausir borgarar líða fyrir fantana og skítseiðin sem stjórna Íran í dag. Það er alveg augljóst.  Það eru um allan Múslímaheiminn, fátæk og vesæl fórnarlömb íslamska klerkaveldisins og þeirra attaníossa.  Margar fréttir berast frá þessum löndum daglega sem staðfesta það, en það er auðvitað ekki það sem þú vilt heyra eða gera þér neina grein fyrir.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:45

87 Smámynd: Björn Heiðdal

Skúli vinur,

Þú ert búinn að vera duglegur að birta tilvitnanir í Kóraninn svo það þýðir lítið að segja við mig að ég viti ekkert hvað þar stendur.  En um hvaða vesælu fórnarlömb ertu eiginlega að tala.  Ertu að tala um Ísraelska hermenn í Líbanon stríðinu?  Ertu að tala um betlara í Íran?  Skýrðu mál þitt.

Svo virðist þú líka rugla saman shia Klerkaveldinu í Íran og öllum súnni múslimaheiminum.  Ég stóð í þeirri meiningu að klerkaveldið hefði frekar lítið að segja yfir súnní múslimum í Egyptalandi, Jordaníu og Túnis.  Væri ekki nær síðan að senda þessu fátæka fólki mat og nammi heldur en sprengjur?

Kannski viltu bæði mat og sprengjur? 

Björn Heiðdal, 13.8.2008 kl. 22:08

88 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Legg til að þið hittist. Skúli fer með tilvitnanir í trúaritin og uppfræðir Björn um múslima, kristna menn og gyðinga. Björn kennir Skúla undirstöðuatriði í golfi og hvernig menn komast niður fyrir 5 í forgjöf. Ég mæti með kvikmyndatökuvél og svo skellum við þessu á netið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2008 kl. 09:19

89 identicon

Góðand daginn Heiðdalir,

Ég ætla að láta hér staðar numið, þar sem ég er ekki golfari  eða kvikmyndastjarna.  Að öðru leyti vísa ég til bloggsíðna minna  um kjör íslamskra undirsáta  klerkaveldisins í Múslímaparadísunum og kvennakúgunina, þar sem konur eru í enn meira þrælahaldi heldur en þó karlarnir.

Hafið það sem best báðir Heiðdalirnir  og takk fyrir skemmtunina. 

PS.  Múslímaparadísirnar hafa ekki ennþá getað undirritað Mannréttindayfirlýsingu SÞ. frá 1948.  Það ætti að segja ykkur frændum eitthvað.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:07

90 Smámynd: Auðun Gíslason

Skúla skal bent á skoðanabróðir sinn Vilhjálm Örn og lögfræðinga bloggsins varðandi allar upplýsingar um klögumál á moggablogginu.  Vilhjálmur er eina klöguskjóðan sem vitað er um á blogginu.  Heyrst hefur, að Skúli og Villi komi báðir við sögu í nýju skýrslunni um hatursglæpi á Íslandi!

Auðun Gíslason, 15.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband