Þrír menn sjá loks ljósið

Það er merkilegt að verða vitni að því að þrír menn sem áður gegndu æðstu stöðum viðurkenna að þeir unnu sum störf sín án þess að vita mikið um viðfagnsefnið. Þessir þrír menn eru Tony Blair fyrrv. forsætisráðherra Breta, Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. utanríkisráðherra og sendiherra og Jimmy Carter fyrrv. forseti Bandaríkjanna.
Augu þessa þriggja fyrrverandi leiðtoga hafa opnast og þeir sjá nú að afstaða þeirra í deilum Ísraela og Palestínumanna byggðist á vanþekkingu. „Ég biðst afsökunar", segir Jón Baldvin, „á því að hafa ekki sem ráðherra veitt málstað Palestínumanna stuðning". Carter hefur ritað bókina Palestine, Peace not Apartheid þar sem hann tekur alfarið aðra afstöðu en hefur ráðið hjá bandarískum stjórnvöldum. Og nýlega var Tony Blair viðstaddur kynningu starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Vesturbakkanum. Eftir að hafa horft á kort og myndir sem sýndu hvernig það litla landssvæði sem enn hýsir Palestínumenn er sundurskorið af vegakerfi sem eingöngu er fyrir gyðinga, 150 ólöglegum landtökubyggðum með 500,000 íbúum, 27 herstöðvum, risamúr, varðstöðvum og jarðgöngum, spurði Tony Blair: hvers vegna vissi ég ekkert um þetta?
Honum var einnig skýrt frá því að Ísraelar hafi meira að segja gengið svo langt að lýsa hluta Vesturbakkans sem náttúrverndarsvæði þar sem Palestínumenn, eigendur landsins, fá ekki aðgang. (þetta er sambærilegt við það að Íslendingar lýstu hluta Noregs náttúrverndarsvæði sem einungis Íslendingar gætu farið um). Allt þetta kom Tony Blair í opna skjöldu að hans sögn. Það hlýtur að vekja furðu þar sem fulltrúar mannréttindasamtaka, þingmenn og ýmsir stuðningshópar Palestínumanna höfðu bankað á dyrnar á Downingstræti nr. 10 og reynt að koma réttum upplýsingum um ástandið til forsætisráðherrans.
Þetta vekur upp spurningar um frambjóðandann Obama. Hann hefur verið vel upplýstur um hlutskipti Palestínumanna en lætur nú ekkert tækifæri ónotað til þess að lýsa eindregnum stuðningi við Ísrael. Skyldi hann sjá ljósið eftir að hann hefur náð kjöri? Eða, líkt og þeir þrír sem hér hafa verið til umfjöllunar, eftir að hann hefur látið af embætti. Það gagnast ekki Palestínumönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband