Geir hinn góði

Geir HÉg var að hlusta á Geir H Haarde tjá sig um Breiðavíkurmálið í Kastljósi. Mér líkaði ekki tónninn í honum. Hann talaði eins og að Breiðavíkursamtökin hefðu móðgað hann með því að segja frá hvernig málið væri í pottinn búið. Geir sagði m.a. að af tillitsemi við Breiðavíkursamtökin þá hafi þeim verið leyft að sjá frumvarpsdrögin sem eru í vinnslu - en þeir síðan brotið trúnað og kjaftað frá. Ég skil ekki að það flokkist undir tillitssemi að skýra viðkomandi frá þeim hugmyndum sem ráðuneytismenn eru að móta. Frá mínum bæjardyrum séð er það sjálfsagður hlutur. Og sérstaklega þegar það kemur í ljós hversu líf og líðan manna er metin lítils af „sérfræðingum“. Geir sagði einnig að það hafi aldrei verið gert ráð fyrir að þessar bætur gætu bjargað fjárhag manna. Hér gefur hann það í skyn að slíkt búi að baki afstöðu Breiðavíkursamtakanna - annars hefði hann ekki látið þetta út úr sér. Forsætisráðherra kom einnig með netta hótun: „ég veit ekki hvert þetta mál stefnir núna með svona yfirlýsingum í fjölmiðlum“. Hann vill ekki að menn geti tjáð sig þegar þeir fá í hendur frumvarp sem inniheldur smánarlega lágar bætur til manna sem hafa verið rændir æskunni, sviptir réttindum til skólagöngu og látnir þræla fyrir ríkið við ómannúðlegar aðstæður. Að endingu verður að nefna einkennilegt innskot ráðherrans um það að ekki séð við að eiga sömu handahafa ríkisvaldsins nú og þegar ríkið braut á þessum mönnum. Hvað er hann að reyna að segja með þessu? Mín túlkun er þessi: sjáið hvað við erum góðir, við ætlum að borga þótt þetta komi okkur ekki neitt við í rauninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Og í vor þóttist Geir ætla fara sömu leið og Norðmenn í svipuðum málum.  Geir kemst ekki með tærnar þar sem Norðmenn höfðu hælana og samtsem áður eru þessi mál í Noregi kominn til Mannréttindadómstóls Evrópu!  Getur verið að Geir klikki á því að Breiðavík var í innan sama ríkis og hann stjórnar(?) í dag.  Það er nefnilega mergurinn.  Ríkið gerði sig sekt um glæp, sem ber að bæta fyrir!

Auðun Gíslason, 6.9.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er pólitískt mál Hippókrates, ekki flokkspólitískt, ekki hægri eða vinstri. Ég er sammála þér um það að hið eina rétta sem handhafar ríkisvaldsins geti gert úr þessu sé að gera þeim lífið sem eftir er léttara.

Það skiptir ekki máli úr hvaða flokki sá forsætisráðherra kemur sem talar líkt og Geir gerði. Þetta er einfaldlega röng nálgun. Líkt og í máli Ramsesar - þá var upphaflega afstaðan neikvæð, menn nálguðust málið með það í huga að koma honum burt - vitnandi í lög og reglur. Í staðin áttu starfsmenn ríkisins að athuga fyrst hvaða aðstæður væru fyrir hendi sem gerður Ramses það kleyft að dvelja áfram hjá konu og nýfæddu barni. Það sama gildir í Breiðavíkurmálinu. Það á ekki að vitna í hefðir í greiðslum miskabóta, þetta mál er mjög sérstakt og ber að höndla það þannig. Heimilsofbeldi og nauðgunanir eru ekki mál þar sem ríkið er sökudólgurinn. Hér er ríkið ofbeldisseggurinn og því á að skoða málið með það í huga, þ.e. hversu alvarlegt það er þegar ríkið framkvæmir glæpi gegn einstaklingum sem ekki geta varið sig. Það er pólitík, þ.e. að vinna að því að ríkið sé á réttu róli. Að mannréttindi séu höfð í hávegum, að lög séu réttlát etc.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.9.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Leiðrétting: nauðganir

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.9.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Nostradamus

What Sucks:

#1 Sjálfstæðisflokkurinn...

#2 Ríkisstjórnin...

#3 Geir H Haarde...

#4 Níska...

Nostradamus, 6.9.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband