Minning um merkan mann

Sigurbjörn biskupMinningarþáttur Sjónvarpsins um Sigurbjörn Einarsson biskup var ekki nægilega vel gerður. Það hæfir betur minningu þessa merka manns að vinna verkið mun betur. Með meiri vinnu og yfirvegun þá er hægt að gera góðan heimildaþátt um Sigurbjörn og hans sterku trú. Ræða við menn sem geta fært okkur betri skilning á löngu lífshlaupi biskupsins og viðfangsefnum hans. Það hefði t.d. verið við hæfi að fá umræðu sem Sigurbjörn hefði getað tekið þátt í með innklippum. Sjónvarpið verður að gera betur, maðurinn sem fylgdi þjóð sinni svo lengi og setti sitt mark á líf hennar á betra skilið. Þjóðin á betra skilið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.  Ég varð satt best að segja mjög undrandi þegar þættinum var lokið.  Mér fannst þetta framlag sjónvarpsins til mikilla vansa.

Olga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:19

2 identicon

Mér þóttu samklippingar þessar vissulega bera þess merki að verkið hefði verið unnið í miklum fljótheitum. Betra hefði verið að gefa sér viku eða jafnvel fjórar og gera þetta með sóma bæði fyrir gamla biskupinn okkar og fyrir Sjónvarpið. En ekki er öll nótt úti enn.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég fékk tölvubréf frá starfsmanni RÚV þar sem sagði að þeir myndu gera minningu Sigurbjarnar betri skil nær jólum. Eða eins og segir m.a. í bréfinu: „Sjónvarpið sýnir minningu dr. Sigurbjörns virðingu og hefur án vafa áhuga á því að koma hugmyndum hans og lífssýn á framfæri við almenning. Það er hlutverk fjölmiðils í almannnaeigu sem hefur gildi upplýsingar að leiðarljósi“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.9.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband