Brot úr fortíðinni

Vinur minn sendi mér nýlega upplýsingar um gamla kvikmynd á You Tube. Myndin er tekin í Reykjavík um 1920 sk.v texta með myndinni. Þegar ég skoðaði myndina sá ég langömmu minni bregða fyrir glaðhlakkalegri á peysufötum. Hún hét Marie Bernhöft, dóttir bakarans í Bernhöftstorfunni. Einnig sá ég mynd af girðingunni sem umlukti Austurvöll. Það minnti mig á að gamall maður sagði mér að hlutar af þeirri girðingu væru enn til á Njarðargötunni. Og við samanburð sést að það reynist vera rétt.

Langamma Marie

 Langamma Marie Bernhöft.

 

 

 

 

 

 

 

Girðing 1

 Girðing við Austurvöll.

 

 

 

 

 

 

Girðing í dag

 

 Girðing við Njarðargötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hjálmar, ég hafði afskaplega gaman af því að sjá þetta myndband og ætla að horfa á það aftur.

Þú ert greinilega glöggur á gamlan tíma og myndir. Hefurðu litið á myndirnar frá Viðey 1927 á blogginu mínu? Mér þætti vænt um að þú litir á þær, ef ske kynni að þú kannaðist við einhverjar af þeim sem eru á þeim.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.6.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Hólmfríður

Ég þekki lítið til sögu Viðeyjar og vísa á Örlyg Hálfdánarson. Mínir ættingjar hafa aldrei minnst á Viðey sem verustað einhverra úr okkar röðum.

Það er mjög gaman að rýna í gamlar ljósmyndir og kvikmyndir. Ég vinn við gerð heimildakvikmynda og hluti af því starfi er þessi skemmtun.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Sú gamla tekur sig vel út.

Björn Heiðdal, 30.6.2009 kl. 20:28

4 identicon

Sæll gamli,

bendi ykkur áhugasömum á aðra forvitnilega gamla mynd frá Íslandi, frá 1937:

http://www.youtube.com/watch?v=jE7FJqVuS_Y

Midnight Sun Pt 1 1937

Með bestu kv.

Þórarinn Guðnason

Þórarinn Guðnason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband