Jón grætur

Jón græturÍ dag birtist í blöðum enn ein auglýsing þar sem Jón Sigurðsson er notaður í þágu málstaðar. Að þessu sinni er það hópur „þjóðvarnarmanna“ (Indefence) sem grípur til Jóns með niðurdregin munnvik og tár á kinn. Það er mikið fiktað við minningu frelsishetjunnar og ganga þar nú fremstir andstæðingar Icesave samkomulagsins sem Alþingi ræðir um þessar mundir. Notkunin á Jóni með þessum hætti er tilraun til að koma því inn hjá almenningi að ýmsa skorti þjóðhollustu. Í mínum augum er brallið með Jón leiður leikur og ómálefnalegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ég veit ekki Hjálmtýr.  Jón Sigurðsson virðist vera eina tiltæka sameiningartáknið okkar þessa dagana.  Það þykir mér einnig leitt. 

Kolbrún Hilmars, 12.8.2009 kl. 17:20

2 identicon

Hæ Týri,

Þetta er nú heldur mikil viðkvæmni af þinni hálfu finnst mér.  Jón frændi þinn er táknmynd sjálfstæðisbaráttunnar og hefur vafalaust verið mörgum sem á eftir honum hafa komið mikil hvatning og fyrirmynd á vissan hátt.  Hér er bara verið að minna á að við getum náð árangri með því að standa í lappirnar í stað þess að láta sífellt undan stærri þjóðum.   Ég las hér á blogginu (man ekki hvar) tilvitnun í orð sem Laxness skrifaði fyrir ca 80 árum og eru svona:

"Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgang af meiri kurteisi en Íslendingar. Um aldaraðir alt fram á þennan dag lifðu þeir í skilníngsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Eingri þjóð var byltíngarhugtakið jafn hulið. Ævinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól."

Þetta lýsir að mínu mati hugarfarinu sem greinilega hefur ríkt í samninganefndinni sem kom heim með þennan ömurlega samning.

kv

Gunni

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Minning og boðskapur Jóns Sigurðssonar er þarfari nú  en nokkru sinni frá 1944.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.8.2009 kl. 22:44

4 identicon

Tek undir með Eyþóri. Við erum í raunverulegri sjálfstæðisbaráttu á ný og þessi viðkvæmni segir mér að boðskapur hans sé í fullu gildi, Evrópusinnum til ama.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: AK-72

Manni finnst eins og að InDefence hafi endanlega gengið út úr skápnum með fyrir hvaða flokka þeir vinna. Að notfæra sér minningu og boðskap Jóns Sigurðssonar í pólítísku lýðskrumi fyrir Sjálfstæðiflokk og Framsókn ásamt þeim þjóðernisöfgamönnum sem þá styðja, er einstaklega hallærislegt og velgjulegt athæfi með þeim undirtóni að þeir sem séu ekki sammála þeim séu lyddur sem skríði fyrir útlendingum og föðurlandsvikarar.

Og í hvaða tilgangi? Nú, svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn nái völdum á ný og hindra rannsóknina á gjörðum þeirra sem iðrast ei heldur vilja velta öllu yfir á almenning svo yfirstéttin sitji að gnægtum ein á meðan þjóðin sveltur, Davíð og Engey til dýrðar.

Einstaklega ömurlegt athæfi, sérstaklega með tilliti til þessa fólks sem vinnur fyrir InDefence í góðri trú.

AK-72, 13.8.2009 kl. 01:22

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Týri

 Undanfarnar vikur hefur komið fram hópur sem skrifar hér á netinu og er alltaf sammála um alla hluti. Það vottar ekki fyrir neinum blæbrigðum skoðana sem er þó grunnurinn í framförum í lýðræðisríkjum. Þetta er skoðunin. Þetta er eins og heilaþveginn sértrúarsöfnuður. ,,Við verðum að samþykkja Icesave til þess að komast inn."  ,, Gerum hvað sem er til þess að fá að vera með".

Týri nú verður þú aðeins að breyta áherslum, meira höfuðstrumparnir þínir á Alþingi gera sér það ljóst að þessi Icesave samningur er svo skelfilegur, að hann verður ekki samþykktur nema með slíkum fyrirvörum að nánast ekkert er eftir.

Það að þér þykir óþægt að vera minntur á að ekki ber að svíkja land þitt með svívirðilegum samningum er bara gott. Það ber vott um að einhvers staðar bak við grímu sértrúarsafnaðarins er einstaklingur sem kann að skammast sín.  

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2009 kl. 07:44

7 identicon

Jón Sigurðsson var harður í horn að taka.  Ég hann er einhversstaðar að fylgjast með , þykir honum örugglega bara vænt um þetta

jonas (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:47

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er tæpasti til sá Íslendingur sem fagnar Icesave byrðunum. En það eru til Íslendingar sem bera meiri sök á tilurð málsins en aðrir. Deilurnar um málið hafa þróast frá því að fjölmargir tóku „við borgum ekki“ afstöðu þar til að allir sem skilja sitt umhverfi sáu að undankoman er engin. Eftir það eru tvær megin fylkingar í málinu.

1. Þeir sem vilja ganga sem fyrst frá þessu með sem bestum hætti þar sem meiri hagsmunir eru í húfi ef málið dregst eða fer í öngstræti. Á þessum bæ eru menn samþykkir fyrirvörum sem ekki hleypa málinu í hnút.

2. Þeir (margir fyrrv.„við borgum ekki“ aðilar) sem telja að það séu leiðir út úr þessu með nýjum samningum, dómstólaleið eða leið hinna ströngu fyrirvara. Þessar 3 leiðir eiga það sameiginlegt að meiri óvissa ríkir um framhaldið og niðurstöður.

Þeir sem fylla flokk 1. fá á sig dylgjur um landráð og lufsuhátt. ESB andstæðingar reyna að túlka málið þannig að Samfylkingin sé til í að fórna hagsmunum þjóðarinnar til þess að komast til fyrirheitna landsins. Mikið er gjammað um vonda útlendinga. Á Hrafnaþingi ÍNN þrumaði Ingvi Hrafn gegn Hollendingum „sem hefðu haldið Mandela í fangelsi í 30 ár“. Á útvarpi Sögu er mikið trúboð í gangi gegn ESB og „fjórflokknum“. Þar fara fremst eigandi stöðvarinnar og maður að nafni Pétur. Skötuhjú þessi eru sjálfsagt „áhugafólk um framtíð Íslands“ og boða dularfullt afturhvarf til fortíðar án þess að það sé ljóst hvert sú leið liggur. Stöðin stendur fyrir litríkum skoðanakönnunum þar sem mikið er spurt er um landráð tiltekinna aðila. Frá lögfræðingum og hagfræðingum rignir yfir þjóðina greinum og álitsgerðum sem „sýna og sanna“ að síðasti álitsgjafi hafði rangt fyrir sér.

Ofan í þetta „svað“ er svo Jón Sigurðsson dreginn sem táknmynd þeirra sem telja sig standa fastir fyrir og framfylgja málstað landsins af einurð – en sýnir aðeins smekkleysi þeirra og tilhneigingu til þjóðrembu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 11:37

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þegar við berjumst fyrir sjálfstæði okkar þá kemur Jón Sigurðsson fyrstur upp í hugann, ekki satt?

Jón Baldur Lorange, 13.8.2009 kl. 11:51

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ja, ný þykir mér týra, telurðu þig sérstakan varðgæzlumann í þágu status quo um þá minningu Jóns Sigurðssoar, sem hlutlaus sé, áferðarfalleg og óáleitin að öllu leyti? Er hann ekki tákn öflugrar sjálfstæðisbaráttu og réttinda lands og þjóðar? Fyrir því berjumst við, sem andvíg erum innlimun landsins í evrópskt stórríki (og stórveldi talaði Jacques Delors um, æðsti maður Evrópubandalagsins 1985–1995, heimsveldi! segir Barroso eftirmaður hans). Það voru átök í kringum Jón Sigurðsson, hann var miklu róttækari en t.d. þeir ráðamenn sem hafa verið fengnir til að tala á afmælisdegi hans á Hrafnistu í gegnum árin.

GJÖR RÉTT – ÞOL EI ÓRÉTT, Hjálmtýr! (og Icesave-samningurinn er megnasti óréttur gegn saklausri íslenzkri þjóð), ALDREI AÐ VÍKJA! (frá rétti þjóðarinnar) sagði Jón forseti. Þess vegna mæta menn á Austurvöll kl. 5 í dag, og segi þar sem flestir, eins og gert var 1851: VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mig ,,minnir" að á tíma sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hafi Jón Sigurðsson heyrt svipuð rök og þú heldur fram Hjálmtýr þ.e. að við Íslendingar væru það miklir aumingjar að við ættum ekki skilið sjálfstæði frá Dönum. Við gætum ekki stjórnað okkur sjálf og þyrftum þess vegna að fá aðstoð frá Dönum.

Jón Baldur Lorange, 13.8.2009 kl. 11:54

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Jón Baldur, og auðvitað var ég þarna áðan að tala til Hjálmtýs, ekki til þín, í byrjun innleggs míns!

Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 12:11

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er gaman að fylgjast með ykkur Jón Valur, Jón Baldur ofl. Einhverveginn hafið þið dottið niður á þá trú að Jón frændi sé ykkar - að þið séuð lifandi framhald hans. Þið og Indefence-þjóðvarnarmennirnir dragið hann fram og aftur um völlinn eins og gunnfána. Lýsið þó bara skammsýni og þjóðrembing. Þetta er í sjálfu sér saklaust og jafnvel skemmtilegt í augum einhverra.

En verst er að þið eruð að blekkja ykkur sjálfa í upphafningartilraunum ykkar. Aldrei hef ég sagt að Íslendingar væru aumngjar og ófærir um að stjórna okkur sjálfir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 12:43

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

 Aldrei hef ég sagt að Íslendingar væru aumngjar og ófærir um að stjórna okkur sjálfir

 En þú telur samt réttast að við stýrum okkur ekki sjálfir og hlaupum undir pilsfald ESB?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 13:16

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

J. Einar - þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að við lítum ESB ekki sömu augum. Þú ert greinilega haldinn þeirri trú að ESB sogi til sín allt sjálfstæði etc. En aðild að ESB gerir ekki minni kröfur til okkar sem sjálfstæðrar þjóðar en fjarvera frá sjálfsagðri og tímabærri samvinnu Evrópuþjóða.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 13:41

16 identicon

Það væri gott að eiga í dag forystumann á borð við Jón Sigurðsson. En það eigum við einfaldlega ekki, hvernig, sem á því stendur.  Ég hef stundum á tilfinningunni, þegar ég kem á Austurvöll, að hann Jón líti þessa daga  niður á  innihald Alþingishússins, og seinaganginum þar innna dyra í að ná botni í hlutina. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:48

17 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

En eigum við ekki að líta á ESB fyrir það sem það er?

ESB er ljöggjafarvald... ekki satt?

Er þá undirskrift á ESB samningi ekki afsölun hluta ríkisvaldsins undir erlend yfirráð?

Hvað varð um X. Þátt Íslenskra Hegningarlaga? 72. grein?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 13:58

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Æ þessi Jón Sigurðsson.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 14:23

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

J. Einar. Erlend yfirráð skrifar þú. Ef Ísland gengur í ESB þá er landið aðili og þannig byrjað að ráða yfir öðrum löndum skv. þinni útskýringu. Með aðild að EES þá erum við búin að innbyrða stóran hluta af regluverki ESB - en verandi fyrir utan samtökin þá höfum við engin ráð með áhrif á þau mál öll. Með aðild þá eykst fullveldi Íslands miðað við núverandi stöðu - þ.e. ef viðunandi samnigar nást um það sem eftir stendur - m.a. landbúnað og sárvarútveg.

Reyndu nú að gerast nútímalegur í hugsun og áttaðu þig á því að ESB var stórt skref fram á við fyrir þjóðir Evrópu. Þar er margt gott og margt miður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 14:31

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vigdís - Það er ekki gott að vita hvernig Jón Sig hefði brugðist við málum dagsins. Hann var framsýnn og átti marga góða fylgismenn. En hann var ekki óumdeildur og mátti þola margvíslegar ákúrur. Forystumenn dagsins í dag fá það óþvegið úr ýmsum áttum. Enginn einn er í stöðu til þess að vera forystumaður allra þjóðarinnar. Menn mótast mikið af aðstæðum hverju sinni og þegar átök eru hörð þá kristallast skoðanir og úr slíku ástandi gæti risið einstaklingur sem hvetti þjóðina til að fylkja liði. En allt þetta fimbulfamb með minningu Jóns er fremur hjákátlegt eins og það kemur mér fyrir sjónir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 14:39

21 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég fæ ekki betur séð en að frá hruni hafi verið reynt allt mögulegt í myndmáli til að virkja fólk til stuðnings við sig. Geir sat fyrir eins og forseti Bandaríkjanna gerir þegar hann segir þjóð sinni frá því að herinn hafi ráðist inn í enn eitt þriðjaheimsríkið til þess að ná fram ákveðnum áhryfum, Við mótmælum öll stóð á öðru hverju mótmælendaskylti í laugardagsmótmælunum radda fólksins, búsáhöldin voru merki um þeir sem voru í byltingarliðinu væru þar í nafni heimilanna og svo framvegis. Ég fæ ekki lesið neitt sérlega öfgþjóðernissinnað út úr þessum mótmælum, ekki síst þegar að ég sé hverjir eiga að tala.

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 14:51

22 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er nútímalegur í hugsun og er því ekki að eltast við drauma um Rómarveldi, hvort sem þú kallar það I, II, III ríkið eða ESB.

Ísland er fiskisölu/framleiðsluþjóð og ESB eru að mestu leiti fiskkaupendur. þeir hagsmunir ganga aldrei saman.

Auk þess sem 2 sæti af tæplega 800 hafa ekkert að segja. Því erum við að tala um að yfirráðin yrðu seld.

Ekki?

OK.

Gerum díl.

Ég borga þér smá bitlinga og þú mátt vera meðlimur í mér. Allar eigur okkar skulu vera sameiginlegar. Þú færð að ráða 0.0025% þess sem fer fram og ég sé um rest?

Ekki sanngjarnt?

Við verðum aldrei meira en 0.0025% atkvæða um okkar eigin mál ef við göngum í ESB.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:01

23 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

http://maack.orninn.org/?p=72

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:02

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé á heimasíðunni þinni að þú ert maður hinna miklu meininga. Jón Sigurðsson orðinn „skápahommi“ og „frænkumeðliggjandi“. Það er rétt að þau Ingibjörg voru systkinabörn (hún var systir langalangafa míns).

En þú ert að halda því fram að t.d. danska þjóðin sé búin að afhenda eigur sínar til...?

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 15:53

25 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón Sigurðsson var skápahommi. Hefur þú aldrei heyrt það áður? Fjölnismenn ortu kvæði um hann sem hét 'Jón í bleikum kjól'?

Danska þjóðin á aungvar eigur, viltu bera saman kostnað á orku (hita/rafmagni) hérlendis og þarlendis?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:56

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjálmtýr, hreinsaðu út óhróður.

Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 21:45

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til hvers ritskoðun Jón Valur, verður óhróðureinhverjum öðrum til skammar en þeim sem setur hann fram?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.8.2009 kl. 22:27

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óhróður um þjóðarleiðtoga er svívirða og á ekki að líðast, svo einfalt er það. Síðuhöfundur ætti að taka ábyrgð á síðu sinni, sýna það í verki.

Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 23:07

29 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé ekki að það bæti um að strika út bullið sem vellur frá J. Einar. Hann sýnir sinn stíl og hugsun og þá vitum við hvernig karakter hann er. Ég hef fengið morðhótanir inn á bloggið og slatta af heimskulegum svívirðingum.

En eins og Axel bendir á þá eru það þeir sem setja það fram sem eiga það við sína sál hvernig þeir birtast okkur. Margir eru að vísu undir dulnefni en það er hægt að' grafast fyrir um upprunann.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 23:26

30 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón Valur, þú ert nú meira skrípið á stundum. Jón var talinn skápahommi af samtímamönnum sínum, það þykir heldur ekki óhróður í nútímasamfélagi geta þess að fólk fylgi nokkuð eðlilegum hvötum sínum gegn öðru fullorðnu fólki. Það er ekki eins og ég hafi sagt að Jón hafi verið að bera sig fyrir smástelpum í Vesturbæjarlauginni eða eitthvað álíka, er það?

Ef hreinsa ætti óhróður af vefnum þá þyrfti að eyða þínu bloggi með öllu. Sjáðu til, ef það er óhróður að tala illa um þjóðhöfðingja, og þjóðhöfðingi vor er samkynhneigður, hvað er síða þín annað en óhróður?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 23:31

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hjálmtýr, ég held þú ættir að fara þér varlega í að dæma minn persónuleika.

Ég segi það sem mér kemur til hugar að vandlega íhuguðu máli og frá þeim sannleika sem ég veit réttastan og bestan. Ég hleyp ekki í grafgötur með hvað ég hugsa, segi og geri og því síður að ég leiki sjálfan mig sem píslarvott eins og sumir sem eru kaþólskari en Jésu, ég bið þá einstaklinga að eiga það frekar við mig persónulega en að leika trúð á vefnum. Sérstaklega þegar þeir einstaklingar hitta mig nær daglega í eigin persónu.

Þú mátt kalla skoðanir mínar bull, en staðreyndin er að ég er alls ekki einn um að hugsa þennan gorgeir þinn sem fáránlegan.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 23:35

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gildir það um alla þjóðarleiðtoga eða bara suma, Jón Valur?

Umfjöllun um þjóðarleiðtoga okkar í núinu, hafa á bloggsíðum sumum hverjum verið ansi "frjálslegar" svo ekki sé meira sagt. Orðið óhróður er tæplega nægjanlega sterkt til að lýsa þeim nafngiftum og mannlýsingum sem brúkaðar hafa verið! Rétt að hver taki til í sínum ranni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.8.2009 kl. 23:38

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Manni leyfist víst ekki að bera hönd fyrir höfuð Jóns forseta hér án þess að vera skammaður. Einar Valur er skaðræðispenni, hefur mér lengi virzt, og þess vegna ánægjuleg tilbreyting að sjá frá honum góð innlegg eins og hér á nýliðnum degi kl. 13:16 og 13.58. En þegar hann fór að fullyrða það um Jón forseta, sem ég hafði aldrei heyrt og þykir svívirðilegt tal, þá hneykslaðist ég svo, að ég lét það stöðva mig í því að halda umræðunni áfram um þær auðsvaranlegu Evrópubandalags-lofrullur sem allt í einu fóru að renna upp úr síðuhöfundi – ég vildi því fyrst mælast til þess, að Hjálmtýr frændi þurrkaði burt þessa vanvirðu um Jón. En frændur eru frændum verstir, segir máltækið; mér sýnist það eiga við hér.

PS. Ég hef hvergi skrifað eitt aukatekið gagnrýnisorð um samkynhneigð eða hvatir Jóhönnu.

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 01:50

34 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Má ekki tala illa um þjóðhöfðingja?

Hvað með Hitler? Maó? Stalín? Mugabe?

Svo er það ekki svívirða að hann hafi verið samkynhneigður. Margir af mikilmennum sögunnar voru það.

Þú hefur nú ekki mikið verið að fylgjast með þessu goði þínu ef þú hefur aldrei heyrt þetta áður.

Meiraðsegja heilu leikverkin hafa verið skrifuð um þetta (Skeifa Ingibjargar e. Benóný Ægisson frá því 1979).

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.8.2009 kl. 08:49

35 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja Jón Valur - erum við þá frændur - hvernig?

Ég er jafn illa að mér um þessa umfjöllun sem J. Einar lýsir um Jón Sigurðsson og Jón Valur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2009 kl. 09:58

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

J.Einar, nei er þetta ekki eitthvað vafasamt hjá þér.  Eg man aldrei eftir að hafa lesið slíkar pælingar varðandi JS.  (En það eitt og sér þarf auðvitað ekki úiloka það sem þú heldur fram)

Hinsvegar hafði JS þann hátt á, að hann var gjarnan í rauðum slopp heima við sbr. orð Megasar "og einatt gekk hann nakinn í rauðum slopp"

En þar ber að hafa í huga að slíkt var ekki óalgengt á þeim tíma, skilst manni, hjá höfðingjum erlendis.  Og hvort það var ekki um að ræða silkislopp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2009 kl. 10:49

37 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Rauðum silkislopp? Úr íslensku silki, væntanlega...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.8.2009 kl. 11:48

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er þrefaldur frændi Jóns Sigurðssonar, kominn af móðurforeldrum hans og á tvo vegu af Ólafi á Eyri, föður Ingibjargar á Rafnseyri, móður séra Sigurðar, föður Jóns. A.m.k. í gegnum Ólaf á Eyri erum við frændur, Hjálmtýr!

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 11:49

39 identicon

Jón Sigurðsson bjó 45 ára í Danmörku. Hann hafði rómantiskar hugmyndir um Íslandi en nennti samt ekki að lifa þar. Kannski vegna þess að hann var orðinn hálfur dani. En það er nú ekki svo slæmt. Kannski var hann eins konar Skápsdani sem þorði ekki að koma út?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:33

40 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

JS var vandur að virðingu sinni og því lítið til af heimildum um þessa hlið lífs hans, hinsvegar má mjög auðveldlega geta sér til um þetta í gegnum fullinnilegar bréfaskriftir hans til vissra samnemenda sinna og svo má líta tregðu hans til þess að kvænast Ingibjörgu sem sat í festum í fjölda ára á meðan Jón naut lífsins í DK...

...annars er mjög fyndið að sjá menn segjast "aldrei hafa skrifað gagnrýni" um samkynhneigð þegar þeir eru á meðal þekktustu andstæðinga sjálfsagðra mannréttinda samkynhneigðra.

Hinsvegar skiptir litlu hvort JS hafi verið hommi eða ekki. Í nútímasamfélagi gera flestir sér grein fyrir því að samkynhneigðir eru síst verra fólk en gagnkynhneigðir og því þykir það ekki slík hneisa sem þótti á miðri nítjándu öld.

Það er hinsvegar afskaplega gaman að sjá hvað þið hlaupið upp eins og hauslausar hænur yfir því að maður sem lést fyrir meira enn öld síðan sé vændur um samkynhneigð og þið þykist svo vera rosalega líbó á slíkum málum. Hvað er vandamálið? Ég sakaði hann ekki um að vera varmenni eða pedófíl eða slíkt. Það hefði m0gulega verið hneysa. Ég var aðallega að velta fyrir mér heilindum manns sem líklega var ekki allur þar sem hann var séður. Spurning um að þið takið aðeins til í eigin ranni og finnið út hví þið eruð svona hörundsárir fyrir hönd Jóns. Hví er þetta ykkur svona viðkvæmt? Eruð þið máské með beinagrindur í skápnum?

Það mætti halda af viðbrögðum ykkar að dæma að ég hefði sakað trésmiðinn frá Nazaret um ergi (en hann þvældist um með 12 strákum og fyrrum vændiskonu, hvað var á seiði þar?). Það er einkar skemmtilegt í ljósi þess að þessi færsla átti að vera skot á persónudýrkunina sem fylgir bleika fimmhundruðkallinum...

...og svo fer þetta útí ættfræðiþvaður og spekúlasjónir um mína persónu.

Svo ég vitni í litla strákinn úr 'Nýju fötum keisarans':

"Híhí! Sjáiði kallinn! Hann er allsber!"

kv.

Einar Maack -Íkonóklasti.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.8.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband