„Samstöðufundur Íslendinga“

2473 140809 austurvollurÞað var óneitanlega sérkennilegt að virða fyrir sér mannfjöldann sem mætti á „Samstöðufund Íslendinga“ á Austurvelli í gær. Hér var engin búsáhaldabylting á ferðinni; um völlinn gengu kempur sem fram til þessa hafa ekki látið sjá sig á útifundum þar sem ástandinu er mótmælt. Eftir nánari skoðun þá læddist að mér sá grunur að hér byggi annað að baki en „samstaða“ - hin nýju andlit á Austurvelli bentu fremur til þess að hér væru valdaflokkarnir fyrrverandi, Sjálfstæðis og Framsókn, að reyna að fylkja liði gegn núverandi stjórn. Gunnar á krossinum var þar og Davíð Oddsson brosti í blíðunni. Hætt er við að hann hefði orðið fyrir aðkasti ef hann hefði mætt í vetur þegar pottar og pönnur glumdu. Nú virtist hann vera meðal vina og samherja. Kanski mæta Björgúlfur og Ólafur í Samskip á næsta fund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, þetta var sannarlega samstöðufundur Íslendinga.

Hvað ætli þær séu orðnar margar bloggfærslurnar í dag þar sem miðpunkturinn er að Davíð Oddsson sást á Austurvelli?

Þetta var samstöðufundur. Á honum voru Íslendingar. Fólk á öllum aldri og úr öllum flokkum. Efni fundarins var ósk um réttlátan samning um IceSave. Ekki að neita að borga heldur að leita réttlátrar niðurstöðu.

Það efast enginn lengur um að Bretar neyttu aflsmunar við gerð þess samnings sem var undirritaður 5. júní. Kúgun er nokkuð sem á aldrei að láta óátalið, sama í hvaða mynd hún birtist. Það á aldrei að réttlæta ofbeldi. Það er ekki sæmandi siðmenntuðum réttarríkjum. Þess vegna var boðað til fundarins.

Haraldur Hansson, 14.8.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég finn enga samstöðu með DO og Gunnari á krossinum. Þú hefur mætt þarna með hreint hjarta og frómar hugsanir. Það er vel.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Týri minn, það kom þér örugglega á óvart. að á Austurvelli kom venjulegt fólk til þess að mótmæla. Ekki bara byltingarsinnar, eða atvinnumótmælendur. Það kom þér hins vegar ekki á óvart, að meðal mótmælenda væru ekki fjöldi Samfylkingarmanna. Um leið og þeir sjá styttuna af  Jóni Sigurðssyni þá skammast þeir sín svo mikið fyrir gjörðir sínar að þeir geta ekki mætt. Þú þekkir tilfinninguna vel að setja stundarhagsmuni flokksins, eða sértrúarsafnaðarins þíns ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þess vegna skil ég vel að þú finnir enga samstöðu með DO, og því síður með Gunnari í Krossinum. Þinn guð er miklu heitari og liggur miklu neðar.

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Slæðingur af auðvaldssinnum, einangrunarsinnum, rasistum og trúarofstækismönnum.

Ekki er það glæsilegt.

Kjartan Jónsson, 14.8.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Jens Guð

  Týri,  mannstu eftir því þegar Gunnar í Krossinum var samherji okkar í marx-lenínisma?  Þá námsmaður í Noregi.  Svo skipti kallinn út þeim Marx og Lenín fyrir Jesú og Maríu mey. Sama tóbakið.  Bara önnur nöfn.  Eins og reyndar hjá mörgum öðrum sem að vísu fóru ekki yfir í Jesú og Maríu mey en Mammon og Morgunblaðið.

Jens Guð, 15.8.2009 kl. 02:31

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er sammála þér Hjálmtýr, þarna var fólk úr klíkuflokkunum að sýna sig og sjá aðra, eins og það trúi því ennþá að þjóðin sé með slíkt gullfiskaminni að hún gleymi svona smámunum eins og einu hruni. Það má kannski segja að þetta hafi verið nokkurskonar minningarathöfn um "góðærið"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.8.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband