Listamaður

Asbj. OttÁsbjörn Óttarsson. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og útgerðarmaður af Snæfellsnesi, var umfjöllunarefni fjölmiðla í janúar s.l. þegar hann greiddi sér 65 milljónir krónur í arð árið 2008 og 20 milljónir 2009 í trássi við lög.

Nú er hann aftur kominn í kastljósið vegna ummæla sinna um listamenn og listamannalaun. Hann spurði „hvers vegna þessir listamennn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk“.

Þetta er góð spurning og skemmtilegt að hún sé borin fram af manni sem telur að hann geti greitt út arð þótt fyrirtæki hans sé í bullandi taprekstri. Það sýnir að í honum býr listamaður, skapandi sál sem sér veröldina með sínum hætti, og framfylgir hugmyndum sínum þótt þær stangist á við hefðir og reglur og jafnvel lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Hjálmtýr. Hvað skipta umæli Ásbjarna um listamenn og listmannalaun um arð greiðslum til hans ?
Ef upp gefin velta af list er eins og upp hefur verið nú gefinn hversvegna skilar hún ekki sér til ríkissjóðs ætti að vera um  eða nálagt 20 milljarðar til ríkisins hvar eru þeir peningar ?

Rauða Ljónið, 7.10.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Rauða ljón ! Þetta líkar mér ; burt með þennann óþjóðalýð , burt með Kiljuna úr sjónvarpinu (þó svo Kiljan sé besta efnið) , burt með Kiljan , enda dýfði hann aldrei hendi í kallt vatn .

    Verjum og höldum uppi heiðri svona "manna" sem setja fyrirtæki á hausinn eftir að hafa greitt sér 65 millur í arðgreiðslur - og munum að kjósa þá í Þjóðarleikhúsið - Verjum spillinguna .

Hörður B Hjartarson, 7.10.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Rauða ljónið - eða Sigurjón - þú ert ekki alveg með á nótunum. Ég þekk vel til í kvikmyndagerðinni og hennar starfsumhverfi. Ríkið leggur nú (eftir 30% niðurskurð á s.l. ári) um 400 milljónir í kvikmyndagerð. Af þessum peningum fær hún til baka í formi beinna skatta af starfseminni, skatta af erlendum umsvifum hér og virðisauka sem kemur m.a. í gegnum ferðamannaþjónustuna (um 20% af ferðamönnum koma hingað vegna kynningar af íslenskum kvikmyndum) um 2 milljarða. Svo að þeir peningar sem þú lýsir eftir eru kanski í sklólanum sem börnin þín (?) sækja eða þú sjálfur. Kanski í heilbrigðiskerfinu sem þú þarft vonanadi ekki að nýta mikið.

Menningarstarfsemi er stærri eining þjóðarbúskapnum en landbúnaður. Og þetta sem ég skrifa um er bara efnahagslega hliðin.

Menningarhliðin er eftir: það snertir t.d. bækur sem þú getur lesið, leikrit sem þú ferð kanski að sjá, kvikmyndir sem gætu glatt þitt sinni og barna þinna (ég veit auðvitað ekkert um þig og þína hagi).

Ertu nú ánægður - eða þarftu stærri skammt af skynsamlegum upplýsingum til að sjá ljósið?

Með kærri kveðju HH

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.10.2010 kl. 14:57

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hjálmtýr  ég þekki svolítið til kvikmyndargerðar og hvað hún skilar af sé enda hefur það áður komið fram hagnaður af henni þegar allt er tekið til, hefði átt að undan skilja hana í svari mínu áðan geri það hér með, hef ætið og vonað að vegsemd hennar muni dafna.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 7.10.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég held að rannsókn sýni að t.d. bókaskrif sem studd eru af ríkinu skil dágóðum virðisauka. Ein skáldsaga er eins og dropi sem fellur í vatn - gárurnar gilda sem atvinna fólksins sem vinnur við framleiðslu bókarinnar, prentarar, hönnuðir, auglýsingafólk, gagnrýnendur og sölufólk á búðargólfinu. Ekki viljum við vera án bókanna. Ég er með 9 stykki á náttborðinu, sumar fulllesnar, aðrar „í lestri“ og nokkrar bíða.

Næst skulum við ræða myndlist. Þ.e. ef þú vilt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.10.2010 kl. 16:08

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aristoteles Onassis skipakóngur og auðkýfingur var eitt sinn spurður af uppsnobbaðri blaðakonu hvaða bækur hann læsi og hvaða rithöfundur væri í uppáhaldi hjá honum.Svar hans var að hann læsi helst ekki bækur,frekar eitthvað um fjármál.Samt hafði hann gott vit á myndlist og fjárfesti í henni.Það eina sem getur skapað verðmæti úr list er að einhver kaupi hana annar en ríkið.Að ríkið styrki alla landsmenn til að fara að skrifa bækur eða að mála,eða að herma eftir ímynduðum persónum á sviði er rugl, og mun aldrei skapa alvöru list.Það tókst ekki í Sovét og tekst ekki heldur á Íslandi.Það eina sem slík list skapar er fátækt almennings.Ásbjörn hefur rétt fyrir sér og átti ekki að biðjast afsökunar.

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2010 kl. 22:39

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú ert þá dálítið svekktur út í Ásbjörn. Þið fornaldarmenn verðið að standa saman - það er nauðsynlegt fyrir ykkur þar sem þið skiljið ekki útíman.

„og mun aldrei skapa alvöru list“ skrifar þú. Bara fyrir forvitni mína: hvað er alvöru list Sigurgeir?

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.10.2010 kl. 09:40

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

nútímann - átti að standa

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.10.2010 kl. 09:40

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þessi maður er auðvitað andlegt ofurmenni og sannur íslendingur. Verðugur frambjóðandi til embættis Forseta Íslands árið 2012.

Einar Guðjónsson, 8.10.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband