Heimilin - drifkraftur þjóðfélagsins?

sweet Home„Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins“ Þetta er tilvitnun í ályktun síðasta flokksþings Framsóknarflokksins.

Er þetta rétt?

Mitt heimili er 113 fm íbúð í miðborginni. Þegar við hjónin förum í vinnuna og yfirgefum heimilið þá á að vera rólegt þar; ekkert að gerast.

Er eitthvað í gangi sem við vitum ekki um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Hjálmtýr; jafnan !

Jú; reyndar. Á ykkar ágæta heimili; tikka óboðleg : fasteignagjöld - lána uppskrúfun (séu þau til staðar), auk annarrs óþverra, sem stjórnmála hyski á sveitarstjórnar- og landsmálastigi, plokkar í gríð og ergi, af ykkur hjónum - sem þorra annarra landsmanna.

Skatta okrið; og gildir þá einu, hverjir eru - eða hafa verið við völd, er ekki nokkrum manni bjóðandi lengur, kvikmyndajöfur góður.

Í; innan við Þrjú Hundraða Þúsunda manna samfélagi, væri 10% flatur skattur, á ALLT, alveg feykinógur, þó svo slátra þyrfti, einhverjum Þúsunda mennta manna afætna; það er að segja, reka úr landi, sökum ofurgræðgi og sérgæzku, mann skapur, sem þekkir ekki þá nýtni og nægjusemi, sem ég ólst upp við, heima á Stokkseyri í gamla daga, eiginleikar; sem hér skortir alvarlega, í dag.

Austur í Kazakhstan; hjá Nazarbajev, minnir mig, að flatur skattur sé, á bilinu 13 - 14%, enda; ívið stærra samfélag, reyndar - og gengur, stórvandræðalaust.

Það eru; hinar Kapítalízku- og Kommúnísku nauðhyggjur leiðinda - sem alls veraldlegs ama, sem eru að fara, með mörg Vstræn samfélög í dag, Hjálmtýr minn.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 14:30

2 identicon

Þegar talað er um heimilin í hagfræðilegum skilningi þá átt við það fólk sem þar býr. Ekki er við því að búast að vinstri menn skilji þetta.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 19:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svarið við spurningu þinni er JÁ, Hjálmtýr, - ekki þó með neinni svartnættis-viðbót eins og frá honum Óskari okkar.

Málið er skemmtilegra en svo.

Á heimilunum fer fram mikilvægasta framleiðsla landsins. Þar verða til þau börn, sem eru framtíð þjóðarinnar og burðarás allrar framleiðslugetu landsmanna á komandi áratugum og öldum.

Ef slegið er slöku við þessa "framleiðslu" --- eða saxað á hana með fósturdeyðingum í takt við t.d. Dani, Þjóðverja, baltnesku þjóðirnar og Rússa --- þá er einsýnt, að stöðnunin sezt hér að, rétt eins og hún vofir yfir Evrópusambandinu mestöllu næstu áratugina af þessum sömu ástæðum.

Jón Valur Jensson, 3.3.2013 kl. 19:18

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Mér sýnist að í stað orðsins heimili þá sé rökréttara að nota „fjölskylda“. En hvers vegna nota flokkarnir þetta sbr. yfirskrift landsfundar Sjálfstæðisflokksins: „Í þágu heimilanna“. Heimili er ekki það sama og fjölskylda. Heimili getur verið athvarf einstaklings. Og svo er talað um skuldavanda heimilanna sem er auðvitað alhæfing og ranglega orðað. Skuldir eru auðvitað ekki alltaf vandamál, þ.e. þegar tekjur mæta gjöldum og afborgunum. Það væri því nær að ræða um skuldavanda einstaklinga og fjölskyldna en ekki heimilanna í fleirtölu. Og heimilin sem slík gera ekkert annað en að hýsa fólk, þau safna ekki skuldum eða lenda í vanda. Þetta hlýtur þú að skilja Stefán Örn.

Jón Valur, „afurð“ fjölskyldunnar eru blessuð börnin. Heimilin eru umgjörð en ekki verksmiðja.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.3.2013 kl. 19:51

5 identicon

Sæll á ný Hjálmtýr; sem og aðrir gestir, þínir !

Sneið Jóns Vals; mér til handa missir reyndar algjörlega marks.

En; benda má honum á - sem öðrum, velunnurum úreltrar núverandi manntegundar í veröldinni, að fagnaðarefni er, takist að rýma, fyrir spánýju Mannkyni, sem kynni jafnvel að vera þróaðra, en hið núverandi hið allra fyrsta, síðuhafi góður.

Þér; og ykkur öðrum að segja, Hjálmtýr.

Ekkert lakari kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 20:47

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei kallaði ég heimilin "verksmiðju", og vitaskuld er verið að grípa til myndlíkinga, Hjálmtýr, þegar við tölum hér um börnin sem "framleiðslu" heimilanna eða (eins og þú gerir) "afurð" þeirra. Það skilja allir, hvað við er átt, og ef innlegg mitt lagði ekki að flestra lesenda mati réttmæta og skiljanlega áherzlu á dýrmæta þýðingu fjölskyldna og heimila, þá er ég illa svikinn.

Jón Valur Jensson, 4.3.2013 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband