Þessi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt fyrir heimilin og atvinnulífið

Johanna

„Þessi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt fyrir heimilin og atvinnulífið!“

Hve oft þurfum við ekki að hlusta á þessa klisju.

Hér er listi yfir ýmis verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur:

 

Hagvöxtur er bærilegur og meiri en mjög víða um þessar mundir (Hagvöxtur er t.d. neikvæður í Bretlandi núna.). 

Skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150.

Verðbólgan úr 18 % niður í 4%.

Atvinnuleysi er 4.6% en stefndi í 20 % þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við og er nú lægra en víðast hvar.

Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði sem þessi ríkisstjórn hefur verið við stjórnvölin

Fleiri flytja nú til landsins en frá því.

Dregið hefur hraðar úr ójöfnuði hér á landi en nokkurs staðar á byggðu bóli.

Skattbyrði miðlungs og lágra launa lækkaði en þeir tekjuhæstu greiða nú meira.

Að hvergi er minni hætta á fátækt og félagslegri einangrun.

Námsmenn þurfa ekki lengur ábyrgðamenn til að geta fengið námslán.

Skuldir heimila hafa lækkað og eru nú áþekkar því sem þær voru árið 2006.

Vaxtabætur og barnabætur meira en tvöfölduðust.

Aukin skattlagningu á fjármagn og auðlindanýtingu en reynt við erfiðar aðstæður að létta henni af launafólki.

Veiðigjald er nú lagt á útgerðina sem fékk að njóta stórfellds gengishruns krónunnar á kostnað heimilanna árum saman. Útgerðin borgar nú 18 milljarða á ári í auðlindagjald en 2 áður

Lífeyrisforréttindi ráðherra, forseta, dómara og þingmanna hafa verið afnumin.

Bankarnir voru endurræstir fyrir 250 milljörðum króna lægri upphæð en upphaflega var gert ráð fyrir.

Ráðuneytum og ráðherrum hefur verið fækkað.

Ráðherrum og starfsmönnum stjórnarráðsins hafa verið settar siðareglur.

Gengið hefur verið lengra en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögunni í endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Í fjögur ár samfellt hefur jafnrétti hvergi mælst meira á byggðu bóli en á Íslandi.

Rammaáætlun um nýtingu og vernd landsvæða samþykkt eftir áralangt þref.

Dregið hefur hratt úr halla ríkissjóðs eftir hrun; úr 230 milljörðum árið 2008 í aðeins 3 milljarða árið 2013.

Skapandi greinar hafa fengið stóraukinn stuðning örvun til dáða með margvíslegu móti og áþreifanlegum árangri.

Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri.

10 til 11 milljarðar lagðir í margvíslegar fjárfestingar á þessu ári samkvæmt sérstakri fjárfestingaráætlun.

Samningar gerðir um sóknaráætlanir í öllum landshlutum og umbylt samskiptum landshlutanna og stjórnarráðsins til hins betra.

Og þetta er ekki allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Fyrirsögnin er hárrétt hjá þér.Hefðir svo getað sleppt hinu ruglinu

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.4.2013 kl. 12:16

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nefndu bara eitt atriði sem er rangt í „ruglinu“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2013 kl. 12:29

3 identicon

Sæll kvikmyndajöfur; jafnan !

Því miður; eru þessar áróðurs klisjur þínar, hreinar falsanir og öfugmæli, Hjálmtýr minn.

Hversu mörgum heimilum, hefði mátt bjarga fyrir horn, með 2.600 Milljónum Krónanna, sem þau Jóhanna og Steingrímur færðu Halldóri Ásgrímssyni og slekti hans, á Silfurfatinu, hér um árið (annað hvort Haustanna 2010 eða 2011, fletti ekki upp, til að fá nánar) ?

Sértu íbúi á Selfossi; (segja mér nágrannarnir, þar austan fljóts), getur þú þurft að bíða, í 3 - 4 vikur að minnsta kosti, til þess að komast til læknis, þar innanbæjar / þó; þú eigir möguleika á, að komast samdægurs til læknis, uppi í Laugarási í Byskupstungum - 2x 40 Km. akstur, um Grímsnes / 2 x 68 Km., um Skeið og yfir Hvítá við Flúðir, til dæmis, til marks um afturför heilbrigðiskerfisins.

Atvinnuleysi; er margfalt meira, en þú nefnir - Vinnumálastofnun og Hagstofa falsa þar tölur, þar sem ekki er getið þeirra, sem fallið hafa út af bótaskrá, sem og alls þess fjölda fólks, sem flutt hefir af landi brott, til lengri - sem skemmri tíma, vegna ástandsins, auk þeirra allra, sem ''ekki eiga rétt'' til bóta, skv. fáránlegu sérvizku skrifræðinu, í landinu.

Að gera út fólksbifreið; að minnsta kosti hér, úti á Landsbyggð inni, er að minnsta kosti 800 - 1000% dýrara, en var, árið 1985, þegar ég var að borga á 4. Þúsund Króna, fyrir tryggingu á þáverandi bifr. meinni, Ford Cortínu, árg. 1977, fyrir árið / og cirka 28 - 29 Krónur fyrir Benzín líterinn, tek fram, Benzínið með fyrirvara, þar sem ég hefi ekki spurt Runólf frænda (Ólafsson) hjá FÍB, um verðlag ársins 1985, alla vega, allir kostnaðar liðir almennings, mun lægri, áður en frjálshyggju flokkarnir ALLIR (núv. D - B - S og V listar), tóku að skrúfa allt hér niður, til Helvítis brauta, Hjálmtýr minn.

Reyndu svo; að hafa það, sem sannara reynist héreftir, kvikmynda jöfur knái.

Ísland er; Djölfulsins samfélag, í dag - efnahagslega, fyrir allt venjulegt fólk !!!

Hefi þetta ekki lengra; af nægu er samt, að taka - úr samanburði fortíðar, til raunveruleika ástands, okkar samtíma, Hjálmtýr.

Með beztu kveðjum samt; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 12:32

4 identicon

"Skuldir heimila hafa lækkað og eru nú áþekkar því sem þær voru árið 2006."

Miklar eru reiknikúnstirnar, voru 90 fjölskyldur bornar út á mánuðu 2006 eins og sagt er að sé nú? Lagast kanski meðaltalið við að þær eru ekki lengur reiknaðar með?

 Ríkisstjórnin hefur unnið af alefli (með aðildarumsókn og evruupptöku) á móti því sem hún þakkar sér þó, þ.e. bætt staða útflutnings svo og minni innflutningur,  vegna lækkunnar krónu.

Um leið afneitað þeirri ofurskattlagningu sem þetta hefur í för með sér gagnvar skuldurum út af hinum neytendavísitölutryggðu lánum. Þar með hliðrað sér hjá því að gera neitt í ósómanum þeim.  

Að láta órétt stökkbreyttu lánanna standa er í raun ekkert annað en botnlaus skattlagning hluta þjóðarinnar þar sem engu er eirt og ekkert gert með það hvort viðkomandi ráði við skattinn eður ei. 

Raunar merkilegt hvað V.G, Samf. og Sjálfstæðisfokki tekst þar að svíkja sín grundvallar prinsipp í einu og sama málinu.  V.G og Samf. með því að skattleggja óháð tekjum og Sjálfstæðisflokkur með því að vinna ekki af alefli á móti slíkum blóðskatti sem "drepur" þann skattlagða.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 15:16

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hafir þú hlustað á fréttir í gær þá kom þar fram að atvinnuleysi er nánast það sama og það var þegar verst lét.T.d eru þeir ekki á atvinnuleysisskrá sem eru komnir á framfærslu sveitafélaga,og ekki eru öll þau þúsund á atvinnuleysisskrá sem eru fluttir erlendis vegna þess að þeir fengu ekki vinnu hér á landi.Þetta veist þú Hjálmtýr alveg eins vel og ég og þær þúsundir manna sem enn eru atvinnulausir en Ríkisstjórnin og þú segja að hafi vinnu.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.4.2013 kl. 17:44

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helferðarhyskið hefur staði traustan vörð um rústirnar Hjálmtýr, það er nú mergurinn málsins.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2013 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband