Var þetta smjörklípa?

Sagt er að Davíð Oddsson hafi lært smjörklípuaðferðina af ömmu sinni. Þessi aðferð, sem Davíð ku hafa þróað yfir á hinn pólitíska vettvang, fólst víst í því að stoppa órólega ketti og hunda af með því að klína smjöri í feld þeirra. Og þá gerðu vesalings dýrin auðvitað ekkert annað um tíma en að sleikja af sér smjörið. Amma hafði þá frið um stund. Og Davíð mögulega frið fyrir pólitískum andstæðingum meðan þeir þvoðu af sér einhvern póltískan áburð. Þetta er eitursnjöll aðferð, en vart sæmandi ef upp kemst.
Ég velti því fyrir mér hvers vegna Ólafur F lenti í því í Kastljósi að vera yfirheyrður um meint krárarölt sitt í sinni borgarstjóratíð. Davíð Oddsson var aldrei spurður í beinni útsendingu um sín Bermúdaskálarmál þótt almannarómur segði að hann verið „við skál“ í öðrum skilningi. Ég minnist þess ekki að nokkur annar stjórnmálamaður hafi verið spurður út úr um sín einkamál í Kastljósi með þessum hætti. Umræðan um einkalíf Ólafs F var eftilvill ein góð smjörklípa – til þess að koma honum í klípu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvar eru íslenskir rannsóknarblaða/fréttamenn nú?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það voru fleiri valdamenn en Davíð að glíma við Bakkus bæði þá og áður. Enginn fréttamaður spurði þá þó svo framferði þeirra færi ekki framhjá nokkrum manni..... ég ætla ekki að nefna nöfn enda bara almannarómur og ég sá aldrei nema tvo þeirra á eyrunum á opinberum stöðum

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

En hefur einhvar verið tekinn svona á beinið annar en Ólafur F.? Hver er skýringin ef svo er?

Það eru mörg F í Ólafur F, F-listin, Fastur Fyrir, Fíflaður, Fyrrverandi og Farinn

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 13:15

4 identicon

ég hugsaði það sama þegar ég horfði á þetta kastljós, mikill tvískinnungur þar á ferð, að hundelta hann uppi um hvort hann hefði verið fullur niður í bæ...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:54

5 identicon

Margt hefur breyst í fjölmiðlum á undanförnum tíu til fimmtán árum. 

Augljóst er þó að Ólafur F. var notaður til að koma sjálfstæðisflokknum til valda í borginni.  Síðan var gefið út veiðileyfi á hann.  Var einhver að tala um hnífsstungur í bakið ?

  Nú er Spaugstofan fjarri góðu gamni.

Bryndís (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Hjálmtýr! Segðu mér eitt. Hefði það verið UPPVAKNINGUR ef Tjarnarkvartettinn hin illi hefði verið endurlífgaður í stað B og D samstarfs?? 

Guðmundur Björn, 17.8.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Björn - orðanotkun þín bendir til þess að þú hafir ekki beinlínis áhuga á mínu svari. Spurningin er fremur leiðandi og mig grunar að svar þitt sé ekki hið sama og mitt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Nú?  Þá væri ég varla að varpa þessari spurningu fram.

Guðmundur Björn, 18.8.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband