Framfaraflokkur?

Sturla Þess var að vænta að flokkum fjölgaði í kreppunni. Einar Jónsson talsmaður flokksstofnenda segir að „þetta verði lýðræðissinnaður flokkur“. Jafnframt kemur fram að einn af stofnendum Framfaraflokksins er Sturla Jónsson leiðtogi trukkabílstjóra. Ekki þekki ég Sturlu en tvisvar hef ég heyrt hann tala á opinberum fundum. Og tvisvar hef ég heyrt hann segja að það eigi að ráðst inn í Alþingishúsið og sópa þingmönnum út á götu. Þessi aðgerð á ekkert skylt við lýðræði, og enginn hefur umboð til þess að ráðast með þessum hætti gegn þinginu. Miðað við þá kynnningu sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins þá virðist hér vera í uppsiglingu flokkur lýðskrumara sem „ætlar að hlusta á fólkið í landinu og hjálpa fólkinu í landinu“. Nafnið innifelur stórt loforð - nú er bara að bíða eftir stefnuskrá Framfaraflokksins. 


mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Sturla Jónsson verður forsprakki þessara flokks þá kemur ekki til greina að maður taki hann alvarlega þennan flokk. Ég vil sjá kjarnan úr Íslandshreyfinguni koma aftur fram og reyna á ný. Gera eithvað gott úr þessu frekar en að nota ofbeldi og þvinganir í garð almennra borgara sem þessi blessaði Stulli Bílstjóri stendur fyrir.

Hjalti (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig væri að þið mynduð stofna flokk sjálf og hætta að gera lítið úr þeim sem vilja reyna bjarga sér.  Ómerkilegt að gera lítið úr þeim sem vilja nýta sér lýðræðislegar leiðir til að komast til valda og áhrifa.  Reyndar ætti að banna flokka sem vilja leggja niður lýðræðið og stjórnvöld hér á Íslandi.  Flokka sem hafa það á stefnuskrá sinni að selja Ísland og leggja niður Alþingi.  Niður með Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkingarflokkinn.  Landráð eru ekki leyfileg samkvæmt stjórnaskrá Íslands.

Björn Heiðdal, 15.11.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Thee

Ef eitthvað er lýðskrum þá er það Alþingi og ríkisstjórnin.

Thee, 15.11.2008 kl. 21:17

4 identicon

Mér finnst nú óþarfi að gera lítið þúr því fólki sem er að reyna gera eitthvað, það má vel vera að ekki verði allt fullkomið, en hvað með það??? ekki er núverandi stjórmálaflokkar betri.

Og tala um að þessi eða hinn hafi hótað ofbeldi, er nú útúrsnúningur, því við íslendingar tölum nú ansi oft í myndlíkingum, ég hef t.d oft sagt að ég myndi nú henda þessum eða hinum út á hafsauga, en meiningin er auðvitað ekki svo.  Svo finnst mér alveg nauðsynlegt að sópa liðinu út af alþingi og fá nýtt, en það er ekki þar með sagt að ég muni nota strákústinn til þess.

Það er alveg óþarfi að gera lítið úr þessu fólki, stundum verður að taka viljan fyrir verkið, og ef við teljum okkur eitthvað betri, nú þá bjóðum við fram aðstoð okkar, er það ekki?????

(IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:28

5 identicon

Jamm.  Það er margur lukkuriddarinn en leiðtogi hvergi sjáanlegur.

101 (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurlaug -ég geri ekki lítið úr fólkinu. Ég reyni að lýsa því sem mér sýnist vera hér á ferðinni. Ef þú kýst að tjá þig með þeim hætti sem Sturla gerir ítrekað - þá máttu búast við því að aðrir taki þér af varúð. Myndlíkingar eru eitt en hótanir annað. En eins og ég skrifa: bíðum eftir stefnuskránni og skoðum forystusauðina þegar þeir hafa komið fram. Óbeit á núverandi stjórnmálaflokkum er útbreidd en þátttaka í þeim er einnig mikil. Lýðræði er ekki ókeypis, það þarf að leggja fram vinnu til þess að halda því gangandi. Ef menn leyfa lukkuriddurum -innan sem utan flokka- að grafa undan því þá er voðinn vís.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.11.2008 kl. 13:46

7 identicon

Eins og þú ritaðir þína skoðun, þá tók ég því þannig að þú gerðir lítið úr því fólki, og biðs ég velvirðingar ef ég hef mistúlkað það hjá þér. En er það ekki bara eins og með myndlíkingarnar að þá skiptir líka máli hvernig hlutirnir eru orðaðir. Því mæli ég með því að við tökum hlutunum ekki alveg svona bókstaflega, hvorgugt okkar og dæmum ekki fyrirfram.

Ég tók ekki Sturlu þannig að hann væri ofbeldissinnaður heldur bara ákaflega reiður maður, og þegar svo gerist  er oft ýmislegt látið fjúka sem ekki er full meining á bak við, ég þekki hins vegar Sturlu ekki neitt, en þetta var mín upplifun af manninum.

Ég man ekki eftir því að hafa lesið blogg þitt áður og þetta var mín fyrsta upplifun af þér, að þú talaðir niður til þessara manna, sem ég hef greinilega misskilið  Ég mæli bara með því að þú gangir til liðs við þennan hóp, því betur sjá augu en auga.

KV Sigurlaug

(IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband