Eitruð kokdilla

Eitruð kokdillaÍslendingum er nú boðið að dreypa á banvænni blöndu, sannkallaðri eiturkokdillu. Uppskriftin er einföld, háir stýrivextir, verðbólga og verðtrygging. Venjulegur launamaður sem heldur vinnu sinni og óskertum launum, á sína íbúð og bíl, mun á næstunni fá að smakka á þessari eiturblöndu. Áhrifin eru sterk, hækkun framfærslukostnaðar, verðlækkun eigna og hækkun á skuldabyrði. Þeir sem nú þegar hafa misst vinnuna fá sterkari blöndu sem veldur skjótu eignatapi. Og landsmenn verða að drekka sullið - það er enginn annar valkostur. Nema menn kjósi að yfirgefa svæðið.

Eða kjósi nýja leið - hið Nýja Ísland.

Nýja Ísland rúmar ekki flokkana sem skipulögðu helmingaskiptatregluna. Þar verður ekki pláss fyrir flokkinn sem stýrði hlerunarstarfseminni, ekki pláss fyrir flokkinn sem stjórnaði hernaðinum gegn landinu, ekki fyrir flokkana sem skrifuðu uppá Íraksstríðið, stjórnuðu einkavinavæðingunni og tilraun til að eyðileggja dómskerfið með pólitískum skollaleik við skipan dómara. Og hér er ekki allt svikaregistrið upp talið.

Hið Nýja Ísland er land þar sem þing og þjóð nær samstöðu - þar verða rafrænar þjóðaratkvæðagreiðslur notaðar til þess að veita aðhald.  Þar ríkir raunverulegt lýðræði. Spurning dagsins er: Hvernig náum við til þessa nýja lands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hvenær losnum við við fasisman

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Eitt er víst að við náum þessu ekki með inngöngu í ESB.  Spurning hvort Steingrímur rauði og Ögmundur kommi séu ekki mennirnir til að bjarga okkur? 

Björn Heiðdal, 19.11.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta var ekki grín!  Ástandið er orðið svo slæmt að Ömmi kommi hljómar eins og unaðslegt skrjáf í fullum nammipoka.

Björn Heiðdal, 19.11.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skil ESB andstöðu Davíðs Oddssonar og klíkubræðra hans - en mér sýnist að þú Björn getir þrifist vel í samfélagi Evrópumanna. Þú nýtur þá og þegar þess að hluta og ef við göngum síðan alla leið þá getum við haft meiri áhrif en við höfum í dag. Aldrei mikil eða afgerandi - en einhver.

Þú ert farinn að líta Steingrím hýru auga. Hvor skildi hafa breyst - þú eða Steingrímur?

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.11.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Hjálmtýr,

Ég hef ekki breyst nema síður sé.  Það sem hefur breyst er umhverfið og heilu hóparnir af jólasveinum hafa rakað af sér skeggið svo maður sér í bert holdið.  Maður sér virkilega núna úr hverju fólk er gert.  En æ, æ, afhverju ertu að bulla um rafrænar atkvæðagreiðslur og meira lýðræði í sömu setningu og ESB.  ESB er eins og þú ættir að vita algjörlega á móti atkvæðagreiðslum um það sem máli skiptir.  Nýtt dæmi um þetta er atkvæðagreiðsla um Lissbon sáttmálann.  Framkvæmdastjórnin lagðist algjörlega á móti atkvæðagreiðslum í einstaka aðildarlöndum um sáttmálan.

Björn Heiðdal, 20.11.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband