Kosningar eru ekki hættuspil!

Gylfi ASÍGylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að kosningar nú séu hættuspil og að ríkisstjórnin verði að ná sáttum við þjóðina með öðrum hætti. T.d með því að reka einhverja ráðherra og hreinsa út úr stofnunum. Ég held að enginn sem skoðar málin af yfirvegun og skynsemi vilji skella þjóðinni í kosningar á næstu 4-5 mánuðum. En kosningar á fyrrihluta 2009 eiga ekki að vera deiluefni þeirra sem vilja veg lýðræðisins sem mestan. Það blasir við að Alþingi er ekki starfi sínu vaxið - það er undir hæl framkvæmdavaldsins. Framkvæmdavaldið er búið að missa traust hjá stórum hluta þjóðarinnar og það er ekkert nema valdhroki sem ræður því að ríkisstjórnin er ekki búin að lýsa því yfir að það verði kosningar á næsta ári. Fólk hefur kallað eftir því að ráðamenn sýni auðmýkt samtímis því að þeir sýni stjórnvisku. Það hefur ekki borið mikið á auðmýktinni (og um stjórnviskuna má efast), það er enginn búinn að taka skrefið og lýsa því beinlínis yfir að þeir hafi brugðist. Það eru allir með einhvern annan í huga þegar talið berst að ábyrgð! Allir virðast telja sig ómissandi og eigi fullan rétt á því að halda sínum störfum. Geir hefur reynt að baktryggja sig með því að segja að samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sé í hættu ef það verður kosið! Ótti hans við kosningar er auðvitað skiljanlegur. Svo lengi sem hann getur tafið uppgjörið þá getur hann damlað í djobbinu og hindrað að Flokkurinn bíði afhroð.
mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta. Það er hættulegt fyrir stolt og sjálfsmynd þjóðarinnar að boða ekki til kosninga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sá sem felur sig á bak við stórt nafn sem Hippókrates og telur kosningar tóma vitfirringu er skrítinn fugl.

Að telja kosningar vitfirringu sökum þess að kjósendur sýna kanski þann vilja í verki að vilja VG til valda er kanski það sem næst kemst vitfirringu í þessari athugasemd Hippa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Hippókrates.

Þetta er furðuleg saga - það er mikilvægt fyrir bloggara að fá á hreint fyrir hvað Sigurður var kallaður fyrir. Ég set það ekki fyrir mig að menn noti dulnefni, en það eru þó nokkuð margir sem nota það til að stunda leiðindaskrif. Ég er ekki að ráðast á þig með þessum orðum.

Hvað um það - hvar er nýja Ísland?

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Hjálmtýr,

Ég er búinn að kaupa eggin!  Vildir þú ekki örugglega þessi í grænu pökkunum.  Þau fara víst betur með umhverfið og er auðveldari í þrifum.  En hvað um það þá virðist forysta ASÍ algjörlega steindauð í hugsun nema ef málið er ESB aðild og EVRA.  Ekkert annað kemst að hjá þessu fólki.  Staðreyndir fjúka burt og öll skynsemi líka.  T.d. hefur Gylfi sagt að með inngöngu í ESB muni matarverð lækka.  Þvilík della, matarverð mun sennilega hækka og gæðin versna.  Það er að minnsta kosti álíka sönn fullyrðing.

Ef ESB takmarkar nýtingu sjávarauðlinda og Bónus/Hagkaup/10-11 o.s.fr. sniðganga íslenska bændur getum við alveg gleymt því að matarverð lækki og gæðin batni!  Bónus mun bara hirða mismuninn og útlensku vörurnar verða bara á sama verði og þær íslensku í dag.  En þær íslensku munu gufu upp eins og peningarnir frá frúnni í Lúx.  En það þarf svo sem ekkert ESB til að leyfa óheftan innflutning á beljukjöti frá Brasilíu eða Danmörku.  Geir Haarde getur leyft það með einu pennastriki.

Kannski heldur Ingibjörg að Jón Ásgeir lækka verðið í sinum búðum sjálfvirkt með upptöku Evru.  Gaman væri að fá upplýsingar um hvort matarverð hafi lækkað í þeim löndum sem hafa tekið upp Evru.  Það væri líka gaman að vita hvort Ingibjörg heldur að Ísland færist nær Evrópu með inngöngu í ESB og þannig lækki flutningskostnaður til landsins. :) 

Björn Heiðdal, 28.11.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

ESB - þýðir það kanski Er Sennilega Bilað? Það les ég út úr þínum skrifum Björn. Hvaða framtíð velur þú - krónu sem er búin að vera sem gjaldmiðill?

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Krónan er ekki búin að vera frekar en íslenska rigningin.  Ef við trúum því að gengið ráðist af framboði og eftirspurn er þetta bara spurning um tíma.  Þetta verður strembið næsta árið en síðan ætti krónan að styrkjast og ná "jafnvægi".  Viðskiptajöfnuður þarf reyndar að vera jákvæður svo þetta geti gengið eftir.  Það er ekki nóg að skrúfa fyrir innflutning á bílum og DG sólgleraugum.  Stjórnvöld verða líka að hafa skynsama peningastefnu sem heldur spákaupmönnum frá landinu og óþolinmóðu fjármagni.

Öll þau skrif sem ég hef lesið frá stuðningsfólki ESB snúast um vonda krónu og góða Evru.  Einn og einn vilja líka inngöngu bara til að vera með óháð öllum með eða á móti rökum.  Síðan heyrði ég stuðningsmann halda því fram að við fengjum að taka upp Evru á genginu 110-130 krónur fyrir stykkið.  Rökin voru náttúrulega að ESB miðar við meðalgengi síðustu 3ja ára fyrir upptöku.  Bíddu, bíddu, ESB mun miða við gengi krónunnar eins og það verður 2011-2114 en ekki 2004-2007.  Er þetta ekki morgunljóst?

Það væri nú gaman ef einhver gæti útskýrt í smáatriðum hvernig upptaka Evru færi fram.  Það hlýtur að þýða eitthvað meira en segja, halló eitt stykki Evru handa Íslandi thank you very much!  

Björn Heiðdal, 29.11.2008 kl. 11:26

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er greinilegt að þú ferð með fýlu inn í ESB þegar þar að kemur. Upptaka evrunnar er áreiðanlega tæknilega auðveld og andlega góð fyrir alla nema þá sem eru búnir að bíta sig fasta í ótta og afdalamennsku. Ræði beutr seinna - er að fara í vinnuna og svo á útifund.

Bless frændi í bili. Hvenær förum við að sjá Bóndann?

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2008 kl. 12:48

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég vil alveg Evru eða gúmibangsa.  Um það snýst ekki málið.  Heldur er þetta spurning um lýðræði og tjáningafrelsi.  Þeir sem vilja ESB eru í grundvallaratriðum á móti þessu tvennu eða lifa í einhverjum draumaheimi auglýsingastofu ESB.  Eftir nokkur ár verður ESB orðið að miðstýrðu sambandsríki.  Þá verður ekkert spurt um hvað einstaka aðildarlönd vilja heldur hvað miðstjórnin í Brussel vill. 

ESB er úlfur í sauðagæru og eins langt frá beinu lýðræði og hugsast getur.  Ég vil bara hafa mína spilltu íslensku Alþingismenn sem hægt er að kjósa í burtu, svona tæknilega séð, heldur en sjálfskipaða bjúrókrata í Belgíu.  Þú nennir að mótmæla á Austurvelli en hvað heldur þú lengi út fyrir framan höfuðstöðvar ESB í Brussel?

Það þýðir ekkert að hugsa um hvernig ESB var fyrir fimm eða tíu árum heldur hvert stefnir það!  Hvað ber framtíðin í skauti sér.  Himler varð ekki valdamestur af undirsátum Hitlers á einum degi.  Vondir hlutir taka tíma! 

Björn Heiðdal, 29.11.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Blautir draumar um nýtt Sovét í mýkri og fallegri búning er það sem ESB sinnum dreymir á hverri nótti.

Björn Heiðdal, 29.11.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband