Pólitísk stærðfræði?

AusturvöllurFjölmiðlar hafa birt tölur um fjölda þeirra sem mætt hafa á fundina á Austurvelli undanfarnar vikur. Heimildamenn eru stærðfræðingar lögreglunnar sem hafa það hlutverk að áætla „stærð“ samkomunnar. Þegar forsprakkar fundanna töldu að um 1500 - 2000 manns hefðu mætt á völlinn þá taldi löggan 500 manns. Fjölgun demóstrantanna hefur verið ör og fjölgað um þúsundir í hverri viku. Eftir útifundinn 15. nóvember taldi lögreglan að um 6000 þúsund hefðu sótt fundinn. Og eftir fundinn 22. nóv. þá sögðu fjölmiðlar  að „á sjöunda þúsund manns hefðu sótt fundinn“. Sjálfur hef ég mætt á alla fundina nema einn. Ég hef kvikmyndað á fundunum og valsað um völlinn að vild þar til nú. Laugardaginn 22. nóv. gat ég ekki farið um þar sem mannfjöldinn var orðinn slíkur að ég komst ekki leiðar minnar eins og á fyrri fundum. Ég fullyrði að það voru ekki færri en 10,000 manns mættir á þennan fund. Bæði var skarinn miklu þéttari og fyllti Austurvöll á alla kanta. Hvers vegna er lögreglan að baksa við þennan talnaleik? Eru einhverjir hræddir við þá hvatningu sem mótmælendur fá þegar ljóst er hversu hratt þeim fjölgar? Er löggan að telja kjark úr fólki með röngum upplýsingum? Er það yfirvöldum þóknanlegt að reyna að gera hlut demóstrantanna minni en rauninn er?
mbl.is Mótmælin vekja athygli utan landsteinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ertu búinn að kaupa egg?

Björn Heiðdal, 25.11.2008 kl. 22:44

2 identicon

Þetta þarf ekki að vera flókið, það verður að taka ljósmyndir af svæðinu frá hárri byggingu, láta myndirnar dekka allt saman í nægilegri upplausn, skipta svæðinu í reiti, telja fólk í amk einum reit, presto! talan er fundin.

Enginn þarf að velkjast í vafa um fjöldan eftir það.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Greiningardeildin stendur sig augljóslega vel í að ljúga að okkur.  Yfirvöld ljúga alltaf, hvort sem það er Pravda, RÚV eða Geir Jón.  Það er alltaf verið að reyna berja lýðinn niður svo ekki sé þess vert að taka mark á honum, svei þeim.

Annars gerði ég straum mælingu á fjöldanum,líkt og þegar fiskar eru taldir í ám, stóð á Laugaveginum að taldi, aðferð sem hefur reynst vel við flesta laxastiga landsins.  Ég hef oft notað þessa aðferð sem hagamús í miðbænum og komst að sömu niðstöðu og þú um fjöldann og sagði við frænku þína þegar heim kom að sennilega yrðu endurnar tíuþúsund. 

Ég gat ekki verið á Austurvelli þar sem ég mótmæli alltaf mótmælum með því að taka ekki þátt.  

Svo mun ég verða mér út um hvíta hanska og hatt fyrir næstu helgi því BB fer að hringja.

Kári Sölmundarson, 25.11.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kannski er málið bara einfalt, ég sá lögregluforingja íslenskan kvarta yfir því í norska sjónvarpinu að á hans deild hefðu ekki fengist neinir almennilegir menn, undanfarin ár, allir hefðu farið í bankana. Kannski hafi kveðið svo rammt að þessu að löggan hefur ekki einu sinni fengið nokkurn sem kann að telja?

María Kristjánsdóttir, 26.11.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kári - þú ert fangi orðanotkunar. Hér tíðkast að nota orðin mótmæli og mótmælendur um alla sem sýna sig á útifundum af því tagi sem nú eru fjölsóttir. En það er ekki eingöngu mótmæli - sumir bera spjöld þar sem mælt er með einhverju eða birt skoðun sem er hvorki með eða á móti. Erlenda orðið Demostration innifelur líka meininguna að sýna, setja fram skoðun etc. Háskólabíósfundurinn var borgarafundur og þar voru menn með og á móti. Ég veit að þú ert sjálfstæðismaður - þó ekki innvígður - og að það hefur verið fremur illa talað um demóstranta í því umhverfi. Ég þekki þetta af mínu æskuheimili. En nú eru nýir tímar og öll gildi til endurskoðunar. Sparaðu hanskastússið - BB mun ekki hringja.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.11.2008 kl. 08:16

6 identicon

Sveinbjörn: Ég skal leggja til teljara einn laugardagseftirmiðdag sem ég nota í vinnunni. Telur upp að 1.000 svo má bara gera eitt prik fyrir hverjar 1.000 sálir og halda svo áfram. Síðan eru prikin lögð saman. Muna bara að telja löggurnar líka með. Senda email. Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:19

7 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég er þá fangi íslenskunnar.

Ég veit ekki hvort þú tókst eftir að ég var sammála þér með fjöldan síðasta laugardag.

Kári Sölmundarson, 26.11.2008 kl. 09:31

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jú ég sá tölurnar þínar Kári og veit að þú ert talnaglöggur.

Hákon og Sveinbjörn vilja nákvæmar tölur og ekkert hálfkák. Það er auðvitað sjálfsagt að ganga hreint til verks og hafa allt á hreinu varðandi fjöldann. En mikilvægast er þó að fá kosningar eins fljótt og mögulegt er. Þá skila réttar tölur sér og verða ekki véfengdar. Ég tel að það verði að kjósa fyrri hluta 2009 - annað er ekki hægt eins og málum er nú komið.

Svo eru aðrar tölur sem við þurfum að ræða - verðbólgutölur og vísitölur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.11.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband