Klemensínur komnar á kreik

BoxarinnÞað hefur tíðkast hér í mörg herrans ár að tala illa um fólk sem vogar sér að mótmæla á götum úti. Ég þekki þetta sjálfur vel frá dögum Víetnamstríðsins. Fréttamenn voru með upplýsingar á hreinu um fjölda þátttakenda - upplýsingar frá lögreglunni. Ekki voru allar löggurnar vel af guði gerðar, einn hótaði mér og fleirum lífláti. Hann var voða kurteis og passaði að það voru engin vitni. Þegar laugardagsmótmælin byrjuðu nú í október var strax byrjað í segja rangt til um fjöldann. Það er gert til þess að draga úr áhrifamætti aðgerðanna.Mótmælin við Hótel borg kölluð nýja leikendur á vettvang - sjálfskipaða verði spillingarinnar - tilbúnir til að ganga í skrokk á nærstöddum. Þetta eru hættulegir menn. Bæði sjálfum sér og öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Já, Bláa-höndin hefur slegið frá sér áður

Það er von mín að þessi maður hafi rænu á að segja starfi sínu lausu hjá Seðlabankanum. Eða þá að yfirmenn hans hafi rænu á því að reka hann.

Þá getur hann orðið bitur og reynt að berja á mótmælendum.

Diesel, 3.1.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það þarf greinilega að hreinsa til í stjórnarráðinu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:47

3 identicon

Ef þér fannst þessi mótmæli við Hótel Borg innan eðlilegra marka langar mig að vita hvenær þér finnst mótmæli ganga of langt eða finnst þér kannski að mótmælendur megi bara haga sér að vild án afskipta?  Þessi fámenni hópur sem hefur staðið fyrir mestu skrílslátunum er að skemma fyrir þeim sem hafa reynt að fara fram með friðsömum hætti.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 03:51

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Stóri Klemmi með vindilinn lýtur út eins og Tóti Svarti þegar hann var uppá sitt "besta" fyrir utan Þórskaffi á sjöunda áratugnum og barði mann og annan.

Litli Klemmi er víst svæfingalæknir, ef það er satt sem slúðrað er á blogginu. Kannski valdi hann þá grein til að sleppa við mannleg samskipti? Af myndbandinu að dæma þyrfti hann svo sannarlega að fara á námskeið í þeim fræðum.

Þetta er auðvita afar sorglegt að sjá en líka sprenghlægilegt.

Ég verð illa svikinn ef Spaugstofan gerir sér ekki hátíðarmat úr þessu.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband