Kúlulánalína (lag: Rabbabara Rúna)

Bjrn Ingi  jpg 280x800 q95Í DV er upplýst að „Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir.“Aldrei var mér boðið að taka kúlulán, enda hef ég ekki verið aðstoðarmaður forsætisráðherra. Það er því ekkert vit í því að lána mér 60 millur og láta mig græða 20 millur fyrir að taka lánið. Þegar svona er upplýst þá sér maður að hin nýju andlit Framsóknarflokksins eru ekki ekta. Á bak við er óuppgerð fortíð með skít og spillingu.Flokkurinn rauk upp í fylgi skv. skoðanakönnunum. En asskoti eru kjósendur tilbúnir til að fyrirgefa mikið og fljótt ef þetta fylgi skilar sér í kosningum. Nýi formaðurinn virðist vera vænsti maður - en fortíðin er óuppgerð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er þekkt aðferð til að hygla þeim sem fara með völdin hverju sinni og auðvita allt gert til að hafa áhrif. Þegar búið er að rétta einum eins og í þessu tilfelli 20 milljónir (mútur) fyrir ekki neitt, að þá verður eftirleikurinn þægilegur og allt gengur vel smurt fyrir sig. Var ekki annar aðstoðarmaður Davíðs Oddsonar, Illugi Gunnarsson í vinnu hjá Glitni banka?

Þau vandamál sem fylgja svona gjörningi er að það er "ALDREI" hægt að snúa til baka, því viðkomandi aðili verður í ævarandi skuld við þann sem veitti féð.

Því eiga fjölmiðlar og allir sem verða uppvísir að svona spillingu að taka STRAX á málinu.

Hvað ætli séu margir þingmenn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga í nákvæmlega sömu stöðu?

Ég hef nú meiri grun um að það sé meiri til hægri en vinstri þar sem málum er þannig háttað.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Gerður Pálma

Er ekki einmitt þetta stærsta ástæðan fyrir hræðslu alþingismanna og annarra ráðamanna við að rannsaka mál bankanna, hræðsla við að þjóðin komist að sannleikanum og þar með hverjir eru virkir þáttakendur og hafa hagnast á þessari viðbjóðslegu svikamyllu sem rændi íslensku þjóðina samviskulaust.

Vegna þessara viðkvæmu leyndarmála er nauðsyn að láta sömu snillinga sem svo snilldarlega komu landinu á vonarvöl hafa nægan tíma og aðstöðu til þess að hylja og eyða gögnum, flækja og erfiða eftirförina sem frekast er mögulegt, reynsla skapar meistarann, þeir sem þekkja innviðina eru hæfastir til þess að breyta og hagræða.

Hvernig í veröldinni geta þessir menn sem eru persónulega virkir þáttankendur í þessum hildarleik leyft sér að bjóða sig fram til starfa og þjónustu við þjóð sína. Hvernig geta samflokksmenn viðkomandi aðila sett sig á sama bekk og með því, samþykkja siðleysið. 

Þjóðin verður að hrista af þess þessar siðlausu blóðsugur með róttækum breytingum, með því að halda sama kerfi, þó svo með nokkrum frískum hugsjóna nýliðum,  byggjum við einungis upp næstu umferð af sama siðleysi og aðferðafræði. Hinir nýju verða neyddir í hjólför fortíðarinnar, þannig hefur það alltaf gengið fyrir sig.

Hlustum á og munum eftir Vilmundi Gylfasyni,það sem hann reyndi að koma til skila til okkar 1982 hefur núna svona kyrfilega skellt okkur á hvolf. Hann varaði okkur við, hann gaf okkur skýra mynd af kerfinu, við skelltum við skollaeyrum.  Og allir eru hissa á hvernig þetta gat gerst. Skömm okkur sem erum hissa, skömm okkur sem leyfum okkur að gefa þessu sama systemi lið aftur og aftur, og nú þegar sóðaskapurinn er að kæfa okkur sættum við okkur við framhald á því sama ef við leifum þessum mannskap að bjóða sig fram með því að gefa þeim von um atkvæði.

Eina von Íslensku þjóðarinnar til þess að byggja upp heiðarlegt lýðveldi er að byrja uppá nýtt, til þess að Ísland geti öðlast sjálfstæði og sjálfsvirðingu er nauðsyn að endurstofna lýðveldið og kjósa hæfileika fólk með heiðarleika, virðingu og væntumþykju fyrir landi og þjóð að leiðarljósi.

Gerður Pálma, 31.1.2009 kl. 10:10

3 identicon

Sammála færslu númer 3,,.....

Res (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það eru tveir kostir í stöðunni. Búa til nýja stjórnmálaflokka eða breyta gömlu stjórnmálaflokkunum.  Það er fínt að búa til nýja flokka og ég óska öllum velfarnaðar sem standa í því starfi. En ég hef valið þá leið ásamt mörgu öðru góðu fólki að reyna að breyta einum af gömlu stjórnmálaflokkunum og það er Framsóknarflokkurinn.

Það er ekkert að stefnu Framsóknarflokksins, aldrei hefur samvinnuhugsjón og félagshyggja átt betur við. Það blasti hins vegar við hverjum manni að það var verulega mikið að í Framsóknarflokknum og ef til vill var ástandið um tíma þar verst. Það hafa hins vegar margir lagst á árina undanfarið og við viljum breytingar og uppstokkun.

Framsóknarflokkurinn breytist ekki á einni nóttu en hann hefur verið að breytast hægt og sígandi og við höldum ótrauð áfram umbótastarfinu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2009 kl. 11:57

5 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ég er hjartanlega sammála Gerði Pálma. Breytinga er þörf. Mikilla breytinga. En hvaða leið er fær ?

Mín tillaga er að allir lesi Stjórnarskrá Íslands, og krefji stjórnmálamenn að fara eftir henni í einu og öllu. Afnema þær reglugerðir sem Alþingi hefur sett, og brýtur í bága við hana. Upphefja vald Forseta Íslands, samkvæmt Stjórnarskrá, lækka vald ráðherra, eða minnka, og auka vald Alþingis. Stjórnarskrá Íslands bannar breytingar á henni, eða lög sem samrýmast ekki Stjórnarskránni, án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef fólk vill breytingar á leikreglum samfélagsins, þá að greiða um það atkvæði.

Það er ekki mikið mál að hafa lýðræðislegar kosningar um mikilsverð mál. Skoðanakannanir eru lítið mál....

Það er stóralvarlegt mál að stjórnvöld hafa samþykkt leikreglur sem samrímast ekki Stjórnarskrá Íslands. Þá er ég að tala t.d. um framsal á veiðirétti í íslensku fiskveiðilögsögunni til handa fyrirtækjum, sem nú eru orðin alþjóðleg. Leikreglur sem heimiluðu íslenskum bönkum með ríkisábyrgð, að setja þjóðina í ábyrgð fyrir hundruðum þúsunda milljóna, að henni forspurðri. Þetta má ekki samkvæmt Stjórnarskrá Íslands. Nema þjóðin samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Okkar þjóðaratkvæðagreiðsla undanfarin ár, hefur að mínu áliti verið vilji Davíðs Oddssonar.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.1.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stefán, þú vilt skoða Kögun, mál sem tengist pabba nýja Framsóknarformannsins. Þetta er rétt - það verður að' moka allan flórinn og ef allt er með felldu í sumum málum þá mun það koma í ljós. Eins og sakir standa þá er tortryggni mikil í garð stjórnmálamanna. Framsóknarflokkurinn var annar hluti helmingaskiptareglunnar - hinn var Sjálfstæðisflokkurinn. Framsókn stóð að sölu bankanna, byggði upp kvótaglæpinn. Finnur Ingólfsson - hvað gerði hann og hvar er hann nú? Ólafur í Samskip - hver eru tengsl hans við flokkin í dag? Sif Friðleifs var hrikalegur umhverfisráðherra. Halldór Ásgríms skrifaði uppá Írakstríðið. Salan á Aðalverktökum - eigum við að ræða það?

Salvör - ég vona að þú hafir erindi sem erfiði. Þú verður að lemja fast í borðið á næsta flokksfundi og bera fram lista með því sem þarf að viðra. Þ.e. það sem þú veist um. Margt er enn á huldu. Upplýsingarnar um Binga voru að komast í dagsljósið! Hvað lúrir enn í skúmaskotunum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.2.2009 kl. 16:47

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður Rúnar- þú ræðir hlutverk forsetans. Sérstaða hans er ma.a fólgin í þeirri staðreynd að hann fær stöðuna í beinni kosningu þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinni reynt að koma sínum pótintátum í forsetaembættið - en alltaf hefur það mistekist. Þeir hafa í raun viljað eyðileggja embættið með pólitískri kosningu. En ólíkt því þegar þeir skipa dómara og ýmsa embættismenn í krafti flokksvalda þá er forsetinn það embætti sem þeir geta ekki stjórnað og stýrt að vild. Þetta gremst þeim hroðalega og því þola Agnes, Hannes Hólmsteinn ofl. ekki setu ÓRG á Bessastöðum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.2.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband