Gargandi snilld

Geir H tvisvarMikið er ég heppinn að vera ekki í Sjálfstæðisflokknum. Sem flokkslimur þyrfti ég að sitja undir skýringum Geirs Hilmars Haarde á orsökum stjórnarslita ofl. bullorða sem úr munni hans hrjóta. T.d. það að hatur á einum manni liggi að baki afstöðu Samfylkingarinnar. Og fleiri snilldarskilgreiningar: „ fólk þarf að losa sig við fordóma gegn nýtingu orkuauðlinda“ - „það þýðir ekki að vera á móti skurðgröfum og jarðýtum af pólitískum ástæðum“. Er þetta sú hugmynd sem hann hefur um baráttu náttúruverndarsinna? Ég spyr: er þetta sami maður og fór með næstbestu gellunni af ballinu - sú sem gerði sama gang? Var þessi maður forsætisráðherra Íslands? Svo segir hann: „það er fjarri því að ástandið sé eins ömurlegt og sumir hafa haldið fram“. Maðurinn sem lét segja sér það tvisvar að við værum í djúpum skít vegna Icesave reikninganna.  Skynsamir flokksmenn Geirs hljóta að roðna pínulítið þegar svona skýringar eru bornar á borð.

Ég óska Geir alls hins besta og vona innilega að hann komi heill frá baráttunni við illvígan sjúkdóm.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að segjast eins og er Hjálmtýr að Geir H Haarde er búin að stimpla sig inn sem eitt mesta erkiflón íslandssögunnar. Öll hans orð og allar hans gerðir eru því marki brenndar að þarna fari grunnhygginn og/eða illa innrættur maður.

Megi hann uppskera eins og hann hefur sáð til.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband