Villandi fyrirsögn

Villandi fyrirsögnÞað er mjög villandi fyrirsögn á þessar frétt mbl.is. Miðað við allt sem á undan er gengið þá er hið merkilega í fréttinni að Ingibjörg nýtur yfirgnæfandi stuðnings meðal sinna flokksfélaga.

Það er fremur skrítið að spyrja fylgismenn annarra flokka um fylgi við forystumenn úr öðrum flokkum. Ég gæti t.d. ekki svarað svona spurningu um Bjarna Benediktsson eða Sigmund hjá Framsókn.

Þetta er mál sem flokksmenn þeirra verða að taka ábyrgð á. Þeir sem eru óflokksbundnir geta sjálfsagt svarað því hvort þeir myndu styðja tiltekinn flokk ef þessi eða hinn væri formaður. 


mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt finnst mér þetta vera að snúast á hvolf.  Fyrst hrópar "þjóðin" á endurnýjun og svo virðist sem meirihluti kjósenda ætli að kjósa þá flokka sem standa fyrir lítilli sem engri endurnýjun, ef marka má fylgi VG og S í síðustu könnun.  Kannski er það að koma í ljós núna að sá hópur sem staðið hefur fyrir öllum mótmælunum var bara lítill og þröngur og endurspeglaði engan veginn vilja þjóðarinnar.

En mér finnst ekkert skrítið að spyrja kjósendur annarra flokka um forystusveit Samfylkingarinnar, enda þykir mér skipta máli hverjir eru í forystu fyrir þá sem koma til með að starfa saman í ríkisstjórn.  Ég er viss um að kjósendur Samfylkingarinnar hafa skoðanir á því hverjir fara fyrir samstarfsflokknum enda snýst þetta á endanum allt um persónur.  Þannig efast ég um að ríkisstjórn S og D hefði orðið að veruleika ef Davíð Oddsson hefði enn verið þar formaður.

kv

Gunnar

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Var „þjóðin“ ekki að kalla á þær breytingar sem náðust í gegn - nýja ríkisstjórn - kosningar - Davíð út - nýja menn í Fjármálaeftirlit? Svo snýr hún sér að næsta máli sem eru kosningar.

Ertu ekki á villigötum þegar þú segir að þetta snúist allt um persónur á endanum. Ég vil trúa því að stefnan skipti máli.

Ég tel mig ekki vera aðila að formannskjöri Sjálfstæðisflokkinn og þótt ég hafi að sjálfsögðu skoðun á pólitík Bjarna Ben.

Þess vegna finnst mér uppsláttur mbl.is vitlaus.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.3.2009 kl. 18:09

3 identicon

Uppsláttur og framsetning frétta hjá mbl.is og Morgunblaðinu ber að sjálfsögðu keim af því að miðilinn er hluti af pólitísku bandalagi hægri aflanna í landinu. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem nýtur stuðnings og það er ljóst að Samfylkingin er andstæðingur þessara afla, ekki síst núna eftir að lánlausu ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna var loksins hætt. Þar að auki er Ingibjörg Sólrún auðvitað sérstaklega illa þokkuð af þessu bandalagi enda hlutur hennar mikill í því að halda bandalaginu frá völdum í Reykjavík á sínum tíma.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:20

4 identicon

Stefnan skiptir aðeins máli ef þeir sem eiga að framfylgja henni eru sjálfum sér og stefnunni samkvæmir.  Svo ég ítreki enn og aftur aðalstefnumál Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar, ESB aðild, sem fékk að víkja fyrir valdastóla.  Sumir hefðu ekki látið það gerast.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 03:47

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með hvaða gleraugu gengur þú Gunnar. Ég er svo sammála þér Hjálmtýr að fréttin í Mogganum og þá sérstaklega fyrirsögnin er fáránleg, kannski er Agnes þarna á ferð. ISG hefur lengi verið erfiður ljár í þúfum hægri elítunnar og oft á tíðum fengið það óþvegið. Mér finnst þessi fyrirsögn svo mikið klúður að hún kallast ekki einu sinni smjörklípa. Það mætti segja mér að gamli hundvondi "bræðingurinn" hafi verið notaður með klaufalegum hætti

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 00:07

6 identicon

Þeir sem telja þessa fyrirsögn villandi eru um leið að segja að kjósendur samfylkingarinnar séu ákveðinn fasti og verði ekki breytt, en sem betur fer er það ekki þannig enda sveiflast fylgi flokka upp og niður meðal annars vegna þeirra sem veljast til forystu þeirra.  Þannig get ég sagt að ég myndi ekki kjósa samfylkinguna með núverandi forystu þ.e.a.s. ISG en væri líklegur kjósandi hennar ef t.d. Jón Baldvin yrði formaður, einfaldlega vegna þess að ég treysti honum betur.  Er þá nokkuð ósanngjarnt eða villandi að leyfa mér að taka þátt í könnun sem þessari?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband