Milljarðamaðurinn II.

2000 milljarðarÞað blæs ekki byrlega fyrir Höskuldi framsóknarþingmanni og fyrrverandi formanni flokksins. Hann lýsti því yfir hjá mbl.is að hann ætlaði að berjast fyrir því á Alþingi að íslensk stjórnvöld töluðu við framsóknarmanninn Per Olaf Lundteigen í Noregi um 2000 milljarða fyrirgreiðslu. Hvernig sú barátta fer fram er ekki ljóst.  Það ætti að vera einfalt mál að hringja í manninn og fá málið á hreint - baráttulaust. Nú virðist  stórhugur framsóknarmannsins í Noregi bara vera einhver misskilningur eða innantómt bull. Kanski afleiðing tungumálaerfiðleika - svona „lost in translation“ mál.  Við verðum að bíða eftir öðru viðtali við Höskuld og Sigmund sem skýrir málið . Svona hluti verður að fá á hreint, enda mikið í húfi þar sem trúverðugleiki framsóknarmanna bæði hér heima og í Noregi hangir á spýtunni.
mbl.is Vilja ekki lána Íslandi stórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi Höskuldur virðist vera mjög vel gerður maður.  Stórhuga og skynsamur.  En væri ekki betra að fá 7500 milljarða vaxtalaust en skitna 2000?

Björn Heiðdal, 1.10.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Höskuldur var mættur í fréttirnar áðan og er enn að tala um misskilning. Ég er engu nær - hver misskilur hvern? Norskan getur verið erfið ef viðmælandinn talar erfiða mállýsku, kanski er þetta afdalamaður sem Höskuldur hitti að máli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.10.2009 kl. 19:25

3 identicon

Fyrir tæpu ári síðan talaði núverandi fjármálaráðherra á svipuðum nótum, alls ekki alls ekki AGS sagði hann en er nú helsti baráttumaður sjóðsins.  Svipað "bull" eins og þú kallar það.

ÞJ (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:07

4 identicon

Mjög barnalegt af þeim félögum og sýnir kannski reynsluleysi fyrst og fremst eða þá örvæntingu manna sem vilja forða stjórnvöldum frá því að leiða okkur endanlega til glötunar.  Í öllu falli var þetta alveg óskiljanleg uppákoma.

p.s. Lastu Moggann í morgun Týri?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Örvænting og reynsluleysi. Ekki góður kokteill fyrir forystu í stjórnmálaflokki.

Ég fékk Moggann sendan í gær og aftur í dag þrátt fyrir uppsögn. Svo kom í póstinum bréf frá Davíð.

Ég ætla að blogga aðeins um það svo að þú sérð þetta seinna í dag.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2009 kl. 08:33

6 identicon

Ég heyrði sögu af Höskuldi sem ég veit ekki hvort er sönn.  Hann var á veitingastað ásamt hópi af fólki í London.  Þjónninn kom að taka drykkjarpantanir, Höskuldur var fyrstur "Mix thank you" sagði hann.  Pardon? sagði þjónninn.  Höskuldur gaf til kynna að þjónninn ætti að tala við næsta, sem hann gerði og fór hringinn, kom svo síðan aftur að Höskuldi og spurði, well have you decided what to drink?  I want  meeeex.....

Kannski var þetta sambærilegur misskilningur í Osló..

arij (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband