15.3.2010 | 13:55
Fulla ferð áfram!
Ég sé fyrir mér að eftir birtingu og umfjöllun um skýrslu rannsóknarnefndarinnar verði stefna allra framfarasinnaðara afla sett á nýja stjórnarskrá. Fulla ferð.
Millilending á stjórnlagaþingi þjóðarinnar - eins opið og fjölmennt og tæknilega mögulegt með netinu, útvarpi og sjónvarpi.
Samin verðir stjórnarskrá þjóðarinnar af þjóðinni - gjöf hennar til sjálfrar sín eftir hremmingarnar og ruglið.
Þetta verður endurmenntun heillar þjóðar sem hefur aldrei stigið til fulls skrefið frá flokkapoti, baktjaldamakki, klíkuklækjum og frekju forræðismanna.
Viðbúið að hundruð frambjóðenda stígi fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2010 | 11:30
Gríp ég því hatt minn og staf
Á morgun - sunnudag - verður sýnd í Sjónvarpinu heimildakvikmynd sem ég lauk við nýlega. Myndin heitir Gríp ég því hatt minn og staf. Myndin segir sögu Sveins Bergsveinssonar frá Aratungu í Staðardal í Strandasýslu. Fátækir foreldrar hans, Bergsveinn Sveinsson og Sigríður Friðriksdóttir,eignuðust 15 börn. Þessi barnaskari var þeim að sjálfsögðu ofviða þar sem Aratunga var lítil jörð. Nokkur systkinanna ólust því upp á öðrum bæjum, oftast hjá vandamönnum í næsta nágrenni.
Sveinn var fluttur átta mánaða gamall þvert yfir Staðardalinn til frændfólksins á Kirkjubóli. Strax í æsku var Sveinn bókhneigður og því álitinn latur af bændasamfélaginu sem lifði af því sem landið gaf. Hann braust til mennta af eigin rammleik og náði því marki að verða doktor í málvísindum. Sérgrein hans var hljóðfræði og var hann frumkvöðull á því sviði.
Öll sín fullorðinsár bjó Sveinn í Danmörku og Þýskalandi en reyndi stöðugt að hasla sér völl í heimalandinu. En þetta var á dögum kalda stríðsins og því erfitt fyrir mann sem var stimplaður bæði sem kommúnisti og nasisti að hreppa þau störf sem hæfðu menntun hans metnaði. Sveinn orti mikið af ljóðum, bæði grínljóð sem birtust í Speglinum, og alvarlegri ljóð m.a. um hlutskipti hans sjálfs.
Ég hafði úr miklu að moða við gerð myndarinnar og hef stundum hallast að því að Sveinn hafi ætlast til þess að ég gerði þessa mynd. Meðal þess sem ég vann úr voru kvikmyndir, ljósmyndir, bréf og skýrslur og fyrrnefnd ljóð. Einnig ræddi ég við fjölda vina og ættingja Sveins og púslaði þessu saman við frásögn konu minnar, Önnu Kristínar, en Sveinn var föðurbróðir hennar. Sjálfur kynntist ég Sveini þegar hann kom hingað heim á hverju vori líkt og farfuglarnir.
Kynningartexti fyrir myndina er svohljóðandi:
Sveinn Bergsveinsson bjó í Austur Berlín í 36 ár. Að honum látnum voru fimm kassar með margvíslegum gögnum um ævi hans sendir til Önnu Kristínar Kristjánsdóttur, bróðurdóttur hans. Könnun á innihaldi kassanna opnaði Önnu Kristínu nýja sýn á ævi frænda síns og úr þeirri könnun sprettur þessi kvikmynd.
Sveinn skráði það sem á daga hans dreif með kvikmyndum, ljósmyndum, hljóðsnældum og í bréfum, ljóðum og sögum. Hann bjó í Berlín á tímum Nasistastjórnarinnar og var vitni að stórfelldum loftárásum á borgina. Síðar bjó hann í sömu borg er kommúnistar réðu þar ríkjum.
Frásögn Sveins er því lifandi saga um lífshlaup einstaklings, en leiðir okkur jafnframt í gegnum viðburðaríkt tímabil mannkynssögunnar. Svein dreymdi alla tíðum að lifa og starfa á Íslandi, en það voru hans örlög að dveljast erlendis mestan hluta ævi sinnar.
Stjórnandi/ höfundur / framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal
Klipping:Steinþór Birgisson, Elísabet Thoroddsen
Kvikmyndataka: Ingvar Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal, Steinþór Birgisson og Friðrik Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.3.2010 | 11:03
Skynsemin ræður II
Það eru margir hérlendis sem sjá í gegnum bullið og blaðrið sem helríður umræðu um Evrópusambandið hér á landi.
Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Guðmundur er reynslubolti úr atvinnulífinu sem m.a. hefur það á sinni ferilsskrá að hafa verið virkur í Sjálfstæðisflokknum.
Það er viðeigandi að vitna í hans skrif hér í bloggi nr. 2 undir fyrirsögninni SKYNSEMIN RÆÐUR:
Útflutningur er forsenda búsetu í landinu og áhrifamikill um gengi krónunnar. Náttúrulegar sveiflur í fiskveiðum ásamt sveiflum í verðlagi hafa verið leiðréttar með handafli stjórnvalda í gengi krónunnar. Aukning orkubúskapar og aukinn iðnframleiðsla hefur unnið að nokkru á þessum sveiflum hefur skapað aukna möguleika á stöðugleika, þ.e.a.s. ef efnahagsstjórnun er rétt.


En stjórnendur fjármálakerfisins þróuðu með sér nýtt form forréttinda fólgið í að útvöldum stóðu til boða gríðarleg lán án þess að þurfa að leggja fram tryggingar, sem nýtt voru til þess að gíra upp hlutabréf og ná út úr hagkerfinu milljörðum króna. Ofurlaun, bónusar, premíur, styrkir auk pólitískra hyglinga og kúlulána varð að skiptimynt innan útvalins hóps. Greiðandinn var hinn sami og áður, almennir launamenn og skattgreiðendur.
Það er einungis ein leið út úr þessum vanda, hún felst í því að koma stjórnkerfinu inn í annað umhverfi þar sem stjórnmálamenn komast ekki upp með jafn óvandaða stjórnarhætti og þeir hafa þróað í tíð ríkisstjórna síðustu 18 ára. Við komumst ekki lengra eftir "þetta reddast" braut stjórnmálamannanna, enda greiðslubyrði almennings þrotin.

Ná verður stöðugleika og lágri verðbólgu. Það er forsenda lágra vaxta og endanlegu afnámi verðtryggingar, eða hvaða nafni sem bankamenn og stjórnmálamenn kjósa að kalla greiðlsudreifingarform okurlána. Upptaka annars gjaldmiðils mun taka einhvern tíma. Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að hefja þetta ferli með því að endurskoða vísitölugrunninn og halda ákveðin áfram við undirbúning inngöngu í ESB og upptöku Evru með aðstoð Seðlabanka Evrópu. (Eyjan 12. 03. 10)
10.3.2010 | 12:28
Skynsemin ræður
Eitt sinn voru starfandi hér á landi samtök sem báru hið góða nafn SKYNSEMIN RÆÐUR. Félagar í samtökunum áttu það sameiginlegt að keyra um á austur-þýskum Trabant bílum.
Trabantinn var ekki draumabíll þeirra sem vildu berast á og aka á ofurhraða. Hann hafði hinsvegar þann mikilvæga kost að koma eigandanum og fjölskyldu hans á milli staða í lang flestum tilfellum.
Bíllin var innfluttur eins og allir bílar sem aka á íslenskum vegum og hann var sparneytinn. Trabantinn þannig úr garði gerður að með skrúfjárni og skiptilykli gat handlaginn eigandi sjálfur gert við ýmislegt sem fór úrskeiðis. Þetta þótti Trabanteigendum svo augljósir kostir að þeir gáfu samtökum sínum þetta skemmtilega nafn.
Nú er kominn tími til að samtökin SKYNSEMIN RÆÐUR verði endurreist án þess að það verði enn inngönguskilyrði að eiga eintak af hinum sögufræga bíl. Nýju samtökin verða öllum opin svo lengi sem þeir eru tilbúnir til þess að láta skynsemina ráða. Mörg mál verða rædd innan samtakanna. Við skulum byrja á umfjöllun um íslensku krónuna og framtíð hennar.
Hvar sem þið eruð stödd við lestur þessa bloggpistils þá blasir við ykkur umhverfi sem er að mestum hluta innflutt. Tölvan, borðið, stóllinn, ljósið, gólfefnið, glugginn og í raun næstum allt sem þið sjáið - allt innflutt. Bíllinn sem bíður í skúrnum eða við húsvegginn er erlendur og keyptur fyrir gjaldeyrir. Og auðvitað bensínið á tankinn. Maturinn er að stórum hluta innfluttur, kjúklingurinn eða fiskurinn sem þú borðar er alinn, veiddur, unninn og innpakkaður með tækjum sem eru keypt fyrir gjaldeyrir. Og allt verður því dýrara þegar krónan fellur og jafnframt hækka verðtryggðu lánin þín. Verðmæti íbúðarinnar fellur líka og lánin hafa hækkað þín eign rýrnar.
Vegna krónunnar þá verður að verðtryggja skuldir, því annars fengist enginn til þess að lána í krónum nema gegn mjög háum vöxtum sem fáir ráða við.
Fiskveiðar, framleiðslugeta iðnvera og umfang ferðamannaþjónustu eru allt auðlindir sem hafa sín þolmörk. Eina leiðin til að auka tekjur af útflutningi er hærra verð í erlendum gjaldeyri og aukið magn.
Verðinu getum við ekki stjórnað að vild og aukin ásókn í auðlindir er ófær leið nema menn vilji pissa í skóinn sinn fyrir skammgóðan varma.
Lækkun á gengi krónunnar færir því ekki þjóðarbúinu aukna fjármuni í raun þótt skýrslur sýni fleiri krónur tekjumeginn. Allt sem við verðum að kaupa fyrir gjaldeyrinn sem aflað er verður ekki greitt í krónum eins og búið er að benda á.
Íslenska krónan er því nánast eins og Matadorpeningar, þeir gilda bara á spilaborðinu og ekki mögulegt aðskipta þeim í gjaldgenga mynt. Íslenska krónan er vernduð með gjaldeyrishöftumog skipting hennar yfir í annan gjaldeyri kostar sitt og kemur glöggt í ljós þegar landinn hyggst fá sér bjórglas á erlendri grund.
Krónan er hluti af einangrun Íslands. Einangrunin verður meiri og meiri ef hún verður ekki rofinnmeð því að skipta um mynt. Innganga í ESB og skipti yfir í evru er eina raunhæfa leiðin sem þjóðin á kost á. Allt annað eru leiðir sem eru ekki í boði eða geta ekki orðið að veruleika í náinni framtíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.3.2010 | 17:04
Afkomuviðvörun
Þjóðaratkvæðagreiðslan er að baki. Og við blasir hver tilgangur Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins var allan tímann. Hann notaði Icesave málið til þess eins að koma höggi á ríkisstjórnina og nú vill hann komast að.
Nú segir hann: þjóðstjórn strax og kosningar í vor. Icesave málið var bara leið að markinu lausn þess var aldrei markmið hans. Ferill þessa manns er hreint ótrúlegur. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna var hann ekki á því að hér væri um líf stjórnarinnar að tefla.
En þegar hann telur sig hafa þjóðina á sínu bandi þá kemur hann loksins til dyranna eins og hann er klæddur. Samt þorir hann ekki að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina á þingi!
Stráksskapur hans og pólitískur þroski komu einnig fram þegar hann gjammaði inn í orð Steingríms J. í Silfri Egils (7/3). Þegar Steingrímur minnti á þátt einkavæðingar bankanna til flokkshollra hópa spurði Sigmundur hvort Steingrímur vildi ekki ræða komu Ingólfs Arnarssonar til landsins sem upphaf Icesave!
Hvað segir þett annað en að Sigmundur kærir sig ekki um að aðdragandi málanna sé ræddur í réttu samhengi.
Sigmundur gerir lýðskrum sitt opinskátt er hann segir í Silfrinu um lausn Icesave og þróun efnahagsmála: eins galið og það er að halda því fram að auknar erlendar skuldir styrki gegni gjaldmiðilsins Hér kemur skýrt í ljós að hann er þeirrar skoðunnar að ekki eigi að borga Icesave því það auki erlendar skuldir. Hann viðurkennir því ekki neina greiðsluskyldu þótt hann aðspurður af Agli svari ekki beint út.
Ég held að það sé kominn tími á afkomuviðvörun annaðhvort fyrir Sigmund og Framsókn eða þá fyrir alla þjóðina ef þessi lýðskrumshetja fær sínu framgengt.
6.3.2010 | 10:19
Strúturinn
Það eru til ýmis trikk til að rugla fólk í ríminu og einnig heilar þjóðir. Fjöldi fólks flykkist nú á kjörstað til þess að sleppa við að borga skuldir óreiðumanna - og merkir við nei-ið á kjörseðlinum.
Samt þýðir nei á kjördag ekki nei í raun eins og margir hafa bent á.
Hér er nefnilega kominn kjarninn í töfrabrögðum Sigmundar Davíðs Oddssonar. Þeir halda fram þeirri stefnu að ekki beri að borga skuldir óreiðumanna og see you in court. Hvers vegna?
Það er vegna þess að þeir eru í liðinu sem ber höfuðábyrgð á Icesave eins og allir vita. (einkavæðing til vildarvina flokkanna- þið munið það flest?). Ef þeir fara nú að halda því fram að þjóðinni beri að gera upp þetta dýra ævintýri (Icesave er bara hluti af því) þá berast auðvitað böndin aftur að þeim.
Halló þið þarna Davíð og Simmi - voru það ekki Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkarnir sem kom þessu öllu af stað?? Halló - ekki fara!! Ég ætla að eiga við ykkur orð!
Og þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og allt húllumhæið þá munu íslenskir skattgreiðendur (einstaklingar og fyrirtæki) borga Icesave, gjaldþrot Seðlabankans og allar afskriftirnar til auðmannannaa og kúlulánþeganna auk endurreisnar bankanna.
Það er svo sem í lagi að þjóðin hagi sér eins og sagt er að strútarnir geri þegar umhverfið verður þeim ofviða - og stinga hausnum í sandinn. En bara í stutta stund. Um leið og höfuðið er aftur farið að skilja umhverfið þá tekur raunveruleikinn við og allar skuldirnar bíða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
5.3.2010 | 09:30
Ég og Jóhanna
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 17:54
Góðu gæjarnir
Nú hafa mál þróast með þeim einkennilega hætti hér á Íslandi að skúrkaflokkar Hrunsins eru allt í einu Góðu gæjarnir.
Gæjarnir sem þjóðin ætlar að hefja til vegs með því að fara á kjörstað og kjósa eins og þeim hentar best.
Icesave málið er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkurinn á nokkra litninga í króanum. Það hentar því þessum flokkum best að sem allra mestur hávaði og læti verði í kringum Icesave og að sem flestir segi nei í þessari einkennilegu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þannig fellur kastljósið síður á það sem skýrslan góða dregur vonandi fram úr skúmaskotum flokkanna sem lögðu línuna sem þjóðfélagið fylgdi fram af hengifluginui.
Það eina sem getur blásið á þjóðrembuna og sókn Hrunverjanna Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs er að kjósendur sitji heima í stórum stíl.
25.2.2010 | 21:01
Puttinn upp!
Blaðamaður Morgunblaðsins, Ívar Páll Jónsson að nafni, hefur einkar skíra sýn á Icesave málið. Hann skrifar um bresku og hollensku samningamennina: Það er ekkert erfitt að bjóða jakkafataklæddum og hrokafullum miðaldra mönnum sem tala erlend tungumál birginn Það þarf engar ræður. Það þarf bara einn fingur Hér á hann víst við hið fræga fuck you merki sem útheimtir bara einn putta upp í loftið - og þýðir eiginlega farðu í rassgat á íslensku. Það var eins gott að hinir erlendu sendimenn voru ekki geðþekkar ungar konur í kjólum og mæltar á íslenska tungu. Hvað hefði Ívar Páll gert þá? Sett einn putta upp í loftið?
Þróun Morgunblaðsins á sprungusvæðinu við Rauðavatn undir stjórn fyrrverandi (hér kemur langur listi) er fróðlegt rannsóknarefni. Hann hefur allt á hornum sér og er áreiðanlega glaður þegar blaðamaður undir hans stjórn skilur svo vel hvað býr í brjósti ritstjórans. Ritstjórinn er nefnilega nokkuð fingrafimur sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2010 | 17:37
Uppáhalds þingmaðurinn minn
Eins og þeir vita sem hafa lesið bloggið mitt þá er Höskuldur Þórhallsson uppáhalds þingmaðurinn minn. Hann vakti verulega athygli mína þegar hann fór til Noregs og ræddi málin við þarlenda framsóknarmenn. Heimkominn gerði hann mikið úr þessari för og mögulegum árangri hennar. Ég er enn að bíða eftir lokafregnum af ferðinni. Mig minnir að 2000 milljarðar hafi hangið á spýtunni. Og hanga enn.
En Höskuldur er ekki af baki dottinn. Í dag vakti hann máls á málefnum Ríkisútvarpsins á Alþingi.
í ræðu sinni ræddi hann um niðurskurðinn hjá Ríkisútvarpinu. Hann lýsti því yfir að skerðing á þjónustu landshlutaútvarpsstöðva jafngilti kynþáttahyggju og aðskilnaðarstefnu. Þetta er merkileg niðurstaða og styrkir mjög málstað dreifbýlismanna á Íslandi. Það eru nefnilega í gildi alþjóðalög sem banna kynþáttahyggju og aðskilnaðarstefnu.
Höskuldur hefur jafnan haft góða yfirsýn í málum sem hann tekur fyrir og fundvís á sterk rök. Með þessari nálgun á vandamálum Ríkisútvarpsins þá sannar Höskuldur enn einu sinni að hann er öflugur þingmaður með yfirgripsmikla þekkingu á umhverfinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)