Allir í bíó

Borgarafundur 2Á óvissutímum leitar almenningur eftir svörum - Hver er stefnan? Hvernig verður lendingin? Hvað þarf að borga mikið? Hver á að borga? Það er ekki mikið um svör hjá yfirvöldum. Þess vegna er svo mikilvægt þegar hugaðir einstaklinar taka af skarið og boða almenning til fundar - og ráðamenn líka!

 

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Háskólabíó á mánudaginn. 

Fjórði opni borgarafundurinn verður í Háskólabíói, mánudaginn 24. nóvember klukkan 20:00.

Við hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Á sviðinu verður komið fyrir 12 merktum stólum fyrir ríkisstjórnina, auk stóla fyrir alla alþingismenn. Einn stóll verður sérmerktur seðlabankastjóra. Til hvers? Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum. 

Öllum stjórnmálamönnum, ráðherrum, alþingismönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni. 

Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.Fyrirkomulag:Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):  Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur  Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur  Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri  Margrét Pétursdóttir, verkakona.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.  Sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst í Háskólabíói kl. 20:00.F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég mæti. Síðasti fundur var magnaður. Ertu nokkuð búinn að vinna úr upptökunum?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég er búinn að skella þeim í tölvuna en hef ekki gert meira með nýjustu tökur. Ég er með það í huga að safna efni og svo gæti sprottið fram heimildamynd seinna meir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.11.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband