4.1.2009 | 13:50
Loksins
Það var kominn tími til að Ingibjörg skerpti tóninn í garð glæpamannanna sem stjórna Ísrael. Þorgerður Katrín kom svo með eitthvað hallæristuð í anda Bush um að ekki væri tímabært að gagnrýna Ísraela. Þeir þurfa víst að uppfylla einhvern drápskvóta líkt í í Líbanon.
![]() |
Fordæmir innrás á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
ak72
-
skarfur
-
skagstrendingur
-
formosus
-
baldher
-
baldurkr
-
benjaminkari
-
birgitta
-
heiddal
-
gisgis
-
gattin
-
diesel
-
eskil
-
evabenz
-
ea
-
killjoker
-
gretarogoskar
-
graenaloppan
-
gudni-is
-
lucas
-
sverrirth
-
gudr
-
hehau
-
hildurhelgas
-
snjolfur
-
himmalingur
-
minos
-
hordurt
-
ingimundur
-
kulan
-
jakobk
-
kreppan
-
ravenyonaz
-
jon-dan
-
kiza
-
kjarri
-
leifur
-
krissi46
-
kikka
-
ladyelin
-
larahanna
-
ludvikjuliusson
-
manisvans
-
olimikka
-
olii
-
hugarstrid
-
skari60
-
ragnarb
-
runarsv
-
runirokk
-
semaspeaks
-
siggi-hrellir
-
sigsaem
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
must
-
svalaj
-
svanurg
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vest1
-
vga
-
ylfamist
-
hallormur
-
bergen
-
aevark
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varaformaður sjallafloks varð sér til stórskammar í fréttum ruv
http://dagskra.ruv.is/ras2/4435530/2009/01/04/3
Varaformaðurinn talar bara eins fjölmiðlafulltrúi IDF á köflum nánast.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2009 kl. 14:02
Saklaust fólk hefur látið lífið í tilgangslausum árásum Hamas gegnum árin. HVENÆR KOM FORDÆMING Á ÞEIM ÁRÁSUM FRÁ ÍSLANDI ???????? Hvar var hún IMBA?
Hver fordæmdi á Íslandi, þegar Hamas myrti unga móður og fjórar dætur hennar árið 2004 (sjá mynd)? ENGINN. Þær voru skotnar í tætlur af frelsishetjum Hamas. ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ GLEYMA?
Íslenskir fjölmiðlar notuðu tvær línur á þær. Sumir minntust ekki á þær. TVÆR LÍNUR, skítseyðin ykkar.
Margir Íslendingar hafa einhliða skoðun á máli sem þeir vita ekkert um. Hatrið stjórnar ykkur. Þið eigið reglulega bágt í kreppunni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 15:47
Utanríkisráðherra fordæmir með froðusnakki
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 17:01
Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas. Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.
Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:
Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»
Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 08:05
Vilhjálmur hvers lags orðbragð er þetta hjá þér? Var ekki í gangi heilmikil umræða um að Árvakur væri með ritskoðunartilburði þegar þeir lokuðu fyrir að bloggað yrði um tvær fréttir um ofbeldistilburði ákveðinna bræðra við mótmælendur?
Síst af öllu ætti maður að vera með svona kjafthátt sem útilokar bloggara á sinni síðu af miklu minna tilefni en svona sóðaskap sem hann sjálfur lætur út úr sér.
Ég fagna síðan þessu skrefi hjá utanríkisráðherra, þó ég hefði viljað sjá hana ganga lengra og slíta stjórnmálasambandi við mannréttindabrjótana í Ísrael.
Theódór Norðkvist, 5.1.2009 kl. 13:42
Vilhjálmur ræður ekki við sig. Hann aðhyllist Síonismann og þá fylgir því fyrirlitning á öðru fólki og skoðunum þess. Umræddur norðmaður hefur unnið það sér til óhelgis hjá Vilhjálmi að sjá með eigin augum þann hrylling sem Síonistar leiða yfir annað fólk.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2009 kl. 14:39
Theódór, sjaldan sé ég þig nema í einhverju loftboxi með stóryrtar yfirlýsingar um mig. Þess vegna ertu ekki bloggvinur minn lengur. En þú getur sent inn umsókn.
Æi, þetta box í Klemenssonum var ekkert annað en reflex í kuldanum og spassmi þegar þeir sáu þessa aulabárða sem brjóta og bramla byggingar til að bjarga gæfu landsins. Það fæst nú lítið út úr því að stöðva kjaftagang á Stöð 2 eða brjóta sér leið inn á hótel.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 15:45
Hjálmtýr seint verðum við sammála. Þú í þínum öfgum og ég í mínum. Ég óska þér framgangs á árinu 2009, og vona að þú komist í eitthvað gott hjálparstarf á Gaza. Þar liði þér nú vel. En ekki segja neinum frá meintum gyðingdómi þinum. Þá myndu þeir Hamsamenn líklega fara að kalla þig Gísl sinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 15:48
Ég var aldrei bloggvinur þinn, Vilhjálmur. Ég hyggst ekki senda umsókn um að gerast bloggvinur þinn.
Ekki vegna þess að ég hef eitthvað á móti þér. Ég bara bið örsjaldan um að gerast bloggvinur annarra. En ég bið þess að mega setja inn athugasemdir hjá öðrum bloggurum í frjálsri umræðu.
Ef ég fer yfir strikið vil ég að mér sé bent á það og er alltaf tilbúinn að endurskoða það sem ég sagði og draga það til baka, særi það einhvern.
Mér líkar hinsvegar illa að vera útilokaður frá hvaða bloggi sem er. Það hefur reyndar aðeins gerst tvisvar.
Theódór Norðkvist, 5.1.2009 kl. 16:37
Jú þú sérð eftir því Theódór. Mig minnir bara endilega að ég hafi sent þig út í fimbulkulda Bloggheima með einum aslætti. En Hjálmtýr og ég, við eru vinir án þess að skiptast á myndum. Þurfum þess ekki. Okkar vinátta felst í beisluðu hatri á vinum hvers annars.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 18:27
Sæll Hjálmtýr,
Ég skil ekki hvernig Villi Ö. getur réttlætt morð og fleira álíka skemmtilegt með tilvísun í önnur morð. Er þetta ekki eitthvað verulega sjúkt hjá honum.?
Björn Heiðdal, 5.1.2009 kl. 22:13
Allt í lagi, Vilhjálmur en sem betur fer er bloggið þitt ekki allir bloggheimar. Ef þú ert á móti frjálsri umræðu (a.m.k. á þinni eigin síðu) verðurðu að eiga það við þína samvisku.
Ég vil ómögulega spilla ástar-haturs sambandi þínu við Hjálmtý, varð bara að skjóta þessu á þig, þú lást svo vel við höggi.
Theódór Norðkvist, 6.1.2009 kl. 10:42
Ég held að varla verði komist mikið nær merkingu orðatiltækisins "að kasta steini úr glerhúsi" en þegar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er að væna aðra um einhliða málflutning varðandi deilu Ísraela og Palestínumanna.
Sigurður M Grétarsson, 6.1.2009 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.