Milljarðamaðurinn

2000 milljarðarHöskuldur Þórhallsson er kominn heim frá Noregi og tilkynnir glaður í bragði að frændur vorir í norska Miðjuflokknum séu tilbúnir að redda 2000 milljörðum að láni si sona - ef íslensk stjórnvöld bera sig bara eftir því.

Að sögn Höskuldar þá hefur málið „strandað á þeim misskilningi að margir hverjir segja að það hafi einfaldlega ekki borist beiðni frá íslenskum stjórnvöldum um að Norðmenn muni lána þessa fjárhæð“.

„Þetta gjörbreytir Icesave-deilunni“ segir Höskuldur, af orðum hans má skilja að norska lánið valdi því að við þurfum ekki að borga „þær drápsklyfjar“. Þessi ályktun er auðvitað ekki rétt, kröfur Hollendinga og Breta standa eftir sem áður. Það hljóta að vakna ýmsar spurningar þegar þingmaður kemur með svona fréttir. Hvers vegna hefur norski Miðjuflokkurinn ekki komið þessu á framfæri beint við íslensk stjórnvöld? Hvers vegna er Höskuldur valinn sem sendiboði?  „Ég mun berjast fyrir því inni á Alþingi“ sagði Höskuldur. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa máls.


mbl.is Vilja lána 2000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alveg sammála þér í því að þetta er hið besta mál.  Gott framtak hjá Framsóknarflokknum og vinum okkar í Noregi.

Björn Heiðdal, 1.10.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bara að þetta sé ekki í sama stíl og þegar Höskuldur var formaður fyrir misskilning í 15 mínútur.

Þessi sami maður sagði að Íslendingar beri enga ábyrgð á Icesave - hvorki lagalegar né siðferðilegar.

Ég lýsi því hér með yfir að ég ber enga ábyrgð á Höskuldi - hvorki lagalega né siðferðilega.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.10.2009 kl. 09:16

3 identicon

Hvers vegna í ósköpunum ert þú að argaþvargast út í þá sem koma með hugmyndir að lausn á vandamálum okkar.  Það ætlar engin að "redda málunum", hvers vegna setur þú þetta fram með þessum hætti?  Menn eru hins vegar að leita að leiðum út úr þessum ógöngum okkar.  Hér er hugsanlega ein, alla vega varða á leiðinni.  Hvers vegna að gera lítið úr því?

Ég velti því hins vegar fyrir mér, eins og þú, hvers vegna hann er valinn sem sendiboði þessara tíðinda.  Hef svolitlar áhyggjur af því.

Gefum okkur það að framtak Framsóknarflokksins skili okkur þolinmóðum 2.000 milljörðum, er það þá ekki fagnaðarefni?

Ef ekki, þá mátti reyna, hvers vegna að hæðast að þeim sem eru þó að ausa skútuna.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Þessi málflutningur Höskuldar er náttúrlega bara þvæla, enda hefur komið í ljós að þessi norski framsóknarmaður hefur hvorki umboð né samþykki eins eða neins til svona boðs. Mér annst hann raunar bakka í það væri "mögulegt" eða "hugsanlegt" í símaviðtali í Kastljósi í gær. Þetta stefnir í að tími Höskuldar sem boðbera góðra tíðinda verði lítið lengri en seta hans í formannsstóli flokksins.

Haukur Már Haraldsson, 1.10.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Geir -gaman að þú skyldir líta við á blogginu mínu. Langt síðan við höfum sést.

Ég skil það að þitt framsóknarhjarta er ekki sátt við svona nagg frá mér. En þessi fimm mínútna formaður (eða var það korter?) er alveg einstakur maður. Því meira sem ég sé og heyri af honum því minna álit hef ég á honum.

Þetta útspil hans og Sigmundar virðist bara vera „publicity stunt“ - fjölmiðlatrikk. Flokkurinn þinn ætii að halda honum til hlés, hann á eftir að gera einhverjar fleiri bommertur ef það er ekki passað uppá hann.

Kanski eru norskir framsóknarmenn ekkert betri en þeir íslensku. Þá fer maður að skilja málið betur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.10.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband