30.9.2009 | 17:45
Milljarðamaðurinn
Höskuldur Þórhallsson er kominn heim frá Noregi og tilkynnir glaður í bragði að frændur vorir í norska Miðjuflokknum séu tilbúnir að redda 2000 milljörðum að láni si sona - ef íslensk stjórnvöld bera sig bara eftir því.
Að sögn Höskuldar þá hefur málið strandað á þeim misskilningi að margir hverjir segja að það hafi einfaldlega ekki borist beiðni frá íslenskum stjórnvöldum um að Norðmenn muni lána þessa fjárhæð.
Þetta gjörbreytir Icesave-deilunni segir Höskuldur, af orðum hans má skilja að norska lánið valdi því að við þurfum ekki að borga þær drápsklyfjar. Þessi ályktun er auðvitað ekki rétt, kröfur Hollendinga og Breta standa eftir sem áður. Það hljóta að vakna ýmsar spurningar þegar þingmaður kemur með svona fréttir. Hvers vegna hefur norski Miðjuflokkurinn ekki komið þessu á framfæri beint við íslensk stjórnvöld? Hvers vegna er Höskuldur valinn sem sendiboði? Ég mun berjast fyrir því inni á Alþingi sagði Höskuldur. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa máls.
Vilja lána 2000 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 19:12
Þrá eftir sterkum leiðtoga
Minn gamli skólabróðir Tryggvi P Friðriksson skrifar grein í Mbl. þ. 13. 9. undir fyrirsögninni Við þurfum leiðtoga.
Í greininni fullyrðir Tryggvi að ÖLLUM má vera ljóst að Íslendingar þurfa sterkan leiðtoga. Af lestri greinarinnar má ráða að Tryggvi á þá ósk heitasta að Davíð Oddssyni verði falið að leiða þjóðina því Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru svo risavaxin að til að leysa þau þarf leiðtoga með mikla reynslu, en ekki síður mikið áræði og mikið þor.
Nú hefur Tryggvi fengið óskirnar uppfylltar að hluta, foringinn sestur í ritstjórastól og getur látið til sín taka á þeim vettvangi.Tryggvi tekur nokkuð djúpt í árinni og fullyrðir að ÖLLUM sé ljóst að það vanti sterkan leiðtoga. Það er kanski hluti af þessari hugsun um sterkan leiðtoga að taka sterk til orða og nota upphafsstafi án þess að það öðlist meiri merkingu í verunni.
Hannes Hólmsteinn, andlegur gúru sumra fylgismanna Davíðs, hefur lýst sjálfstæðismönnum með eftrirminnilegum hætti: Í Sjálfstæðisflokknum er fólk sem hugsar ekki mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Þeim finnst gott að hafa mann sem sér um pólitíkina fyrir þá Davíð var slíkur maður. Og Sjálfstæðismenn eru foringjahollir.
Tryggvi fellur vel að lýsingu Hannesar, hann vill fá sinn mann og þráir að lúta vilja og stefnu sterks leiðtoga sem hefði nokkurt sjálfræði um val á samstarfsfólki eins og Tryggvi skrifar.
Tryggvi er að eigin sögn sannfærður um að þjóðin á leiðtoga sem frekar en nokkur annar getur komið að málum. Hann er síður en svo óumdeildur, ekki óskeikull og auðvitað hefur hann gert mistök. Varla fer á milli mála að hér er verið að benda á Davíð Oddsson, enda telur Tryggvi hann meðal fárra raunverulegra leiðtoga sem Íslendingar hafa átt. Og af þeim sem Tryggvi telur upp er DO sá eini sem enn dregur andann.
Það vakna margar spurningar við lestur greinarinnar; Hvernig hyggst Tryggvi koma þessum manni til valda? Hvar liggja mörk valdanna sem Tryggvi vill afhenta hinum sterka leiðtoga? Hvaða hlutverk leikur Alþingi meðan sá sterki fer sínu fram? Tryggvi skrifar að leiðtoginn sterki verði að hafa fólkið í landinu sem bandamann.
Hér kemur fram sú veruleikafyrring sem er undirrót þessara hugmynda. Þjóð sem býr við lýðræði gerir ekki bandalag við einn mann um það að svipta hana öllum grundvallarréttindum. Því þetta bandalag Tryggva við sinn streka leiðtoga getur aldrei verið nema á þann vega að leiðtoginn geti sagt mönnum að sitja og standa eins og honum líkar.
Tryggvi skrifar að leiðtoginn skuli hafa nokkurt sjálfræði um val á samstarfsfólki. Hvað þýðir þetta í raun? Hver situr við hlið hins sterka og segir honum til? Hvernig lítur nokkurt sjálfræði út í höndum sterks leiðtoga? Og hvernig á að losna við hann þegar þjóðin hefur fengið nóg?
Meirihluti Íslendinga mun aldrei samþykkja framsal á rétti sínum til að hafa skoðanir á þjóðmálum og framfylgja þeim með lýðræðislegum hætti. Draumur Tryggva getur því aldrei orðið að veruleika nema andlýðræðisleg öfl nái hér undirtökunum. Aðeins þá er raunhæft að ræða um hinn sterka leiðtoga og þá erum við komin í gömul hjólför sem leiða til glötunar.
Það vildi svo til að ég var staddur í Þýskalandi þegar ég las grein Tryggva á mbl.is. Í því landi er mikil reynsla á hugmyndum um hinum sterka leiðtoga og í allri Evrópu er barist af krafti gegn slíkum hugmyndum.
Ég lýsi furðu minni á að svona hugmyndir skuli vera á sveimi meðal upplýstra manna. Hvernig dettur Tryggva og skoðanabræðrum hans (þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir) í hug að þjóðin vilji lúta stjórn alvalds, hverfa aftur í tímann og leggja af lýðræðið og þau réttindi sem því fylgja. Læra sumir aldrei af reynslunni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
28.9.2009 | 17:32
Sjónhverfingamaður eða ritstjóri
Nú eru þrír daga eftir að Moggaáskrift minni. Fyrstu merkin frá nýja ritstjóranum berast í leiðurum og Reykjavíkurbrefi. Í dag, mánudag, skrifar hann um Icesave málið:
Í sjálfu sér þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó að Bretar og Hollendingar fallist ekki á ríkisábyrgðina með fyrirvörum. Hún fellur þá úr gildi og við það verður þungum og óverðskulduðum bagga létt af þjóðinni
Hér er gamli sjónhverfingameistarinn aftur kominn fram á sjónarsviðið. Það er ógelymanlegt flestum sem fylgdust með hinu fræga Kastljósviðtali það sem ritstjórinn í hlutverki Seðlabankastjóra sópaði skuldum þjóðarbúsins út af borðinu með faglegri handahreyfingu. Við borgum ekki og verðum skuldlaus þjóð sagði hann við það tækifæri. Veruleikinn er auðvitað annar eins og raunin sýnir.
Núna reynir hann enn að láta óþægilegar staðreyndir hverfa með bellibrögðum sínum. Fólk með þekkingu og óbrenglaða hugsun veit að sjónhverfingaveröld ritstjórans er sýndarveruleiki. Icesavemálið hverfur ekki þótt einn af ábyrgðarmönnum ófermdarástandsins skrifi einhverja dellu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.9.2009 | 09:56
Of stór skammtur
Þegar ég hóf eiginn búskap þá keypti ég Þjóðviljann og síðar einnig Moggann. Mogginn átti erindi við mig sem öflugt menningarblað og sem áhugamaður um stjórnmál þá las ég hann af áhuga.
Þjóðviljinn dó og Mogginn þokaðist í átt til meira frjálsræðis. Fréttablaðið var góð viðbót en náði ekki að skáka Mogganum á mörgum sviðum. Þess vegna hélt ég tryggð við þetta blað og skrifaði all margar greinar sem það birti.
Öll ríkisstjórnarár Davíðs Oddssonar var ég sífellt minntur á eðli blaðsins og þátttöku þess í þeirri öfugþróun sem síðar leiddi til hruns efnahagslífsins.
En blaðið hafði tvö andlit og hefur alltaf haft innanborðs fólk sem stundaði vandaða fréttamennsku og umfjöllun um menningarmál. Svo verður sjálfsagt áfram. En þegar Davíð var ráðinn ritstjóri, maðurinn sem á svo stóran þátt í vegferð okkar til vandræða, þá gat ég ekki lengur haldið tryggð við þetta blað. Skammturinn var of stór.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.8.2009 | 15:11
„Samstöðufundur Íslendinga“
12.8.2009 | 15:26
Jón grætur
Í dag birtist í blöðum enn ein auglýsing þar sem Jón Sigurðsson er notaður í þágu málstaðar. Að þessu sinni er það hópur þjóðvarnarmanna (Indefence) sem grípur til Jóns með niðurdregin munnvik og tár á kinn. Það er mikið fiktað við minningu frelsishetjunnar og ganga þar nú fremstir andstæðingar Icesave samkomulagsins sem Alþingi ræðir um þessar mundir. Notkunin á Jóni með þessum hætti er tilraun til að koma því inn hjá almenningi að ýmsa skorti þjóðhollustu. Í mínum augum er brallið með Jón leiður leikur og ómálefnalegur.
9.8.2009 | 23:46
Jón frændi kominn í Icesave málið
19.7.2009 | 17:08
Friðarferlið hjá Ísraelum
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 14:17
Inngönguskórnir teknir fram
Þá eru fyrstu skrefin tekin í átt til ESB. Nú er lag að taka fram skóna góðu sem ég ætla að nota til að ganga í ESB. Það er líka þetta fína gönguveður.
Til hamingju Íslendingar!
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
15.7.2009 | 12:14
Hrossakaup á þingi
Það verður að teljast vond byrjun hjá nýkjörnum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar að fara í hrossakaup með atkvæði sín á þingi. Af málflutningi þingmanna hreyfingarinnar hefur mátt ráða fram til þessa að þeir væru hlynntir aðildarviðræðum. Öðru vísi er ekki hægt að vita hvað er í boði sögðu þau. Nú hyggjast þrjú þeirra versla með atkvæði sín rétt eins og hefur stundum tíðkast hjá öðrum stjórnmálaflokkum.
Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Ef þau hafa skoðanir á Icesave málinu þá eiga þau að framfylgja þeirri stefnu á þingi. Skoðun þeirra á aðildarviðræðum við ESB á að birtast í atkvæðagreiðslunni um það mál. Það gengur ekki að reyna einhverskonar hrossakaup með atkvæðin. Ef þau haga sér svona í þessum málum - á hverju má þá eiga von í framtíðinni?
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |