Hverjir ýta?

allir að ýtaStormur úti, stormur á þingi. Illfært úti og illfært á þingi. Hvað á að gera?
Ekki fara af stað á vanbúnu farartæki? Keyra af stað og sjá hve langt við komumst? Ég tel að stjórnin eigi að keyra áfram og sjá hvort við getum brotist í gegnum skaflinn. Og þá sjáum við einnig hverjir vildu ekki koma út að ýta.

Allt fyrir heimilin!

XD fyrir heimilin

Nú er vinsælt hjá stjórnmálaflokkum sem þyrstir í völd að slá um sig með slagorðum sem eiga að afla atkvæða í komandi kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn hélt heilan landsfund undir slagorðinu „Í þágu heimilanna“ og Framsóknarflokkurinn ályktaði á sínum landsfundi að „Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins“. Í fyrra héldu þeir fund undir fyrirsögninni: „Framsókn fyrir velferð fólksins og heimilanna“.

Flokkunum virðist vera umhugað um heimilin (í merkingunni „fjölskyldan“ væntanlega), ef taka skal mark á slagorðunum. Gott og vel.

Nú steðjar ógn að íslenskum heimilum; Það hefur komið í ljós að margir íslenskir matvöruframleiðendur reyna að svindla á heimilinum.

Það er ekkert nautakjöt í naukabökum, það er iðnaðarsalt í matvælum, eiturefnum er dælt út í andrúmsloftið - kadíum og díoxin, það er enginn hvítlaukur í hvítlaukspönnu og ekkert saltkjöt í saltkjötshakki.

Hvað er mikilvægara fyrir „heimilin“ (fjölskyldurnar/fólkið) en að lifa í þeirri vissu að það sé ekki verið að svindla á þeim og grafa undan heilbrigði einstaklinganna sem búa á heimilum landsins?

Hafa ekki sumir pólitíkusar slegið um sig með hugtökum eins og „fæðuöryggi“?

 En hvað segja fulltrúar flokkanna sem er svo umhugað um „heimilin“ og halda þúsund manna samkomu „í þágu heimilanna“?

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir í viðtali vð DV:

„Ég efast um allan eftirlitsiðnaðinn. Það má raunverulega leggja niður allan eftirlitsiðnaðinn, að frátöldu Fjármálaeftirlitinu.“ „Það má leggja niður allar nefndir og stofnanir sem stofnað hefur verið til með lögum eftir hrun“. (DV 6.7.12)

Og ýmsir hægri menn hafa tjáð sig um vondan „eftirlitsiðnað“:

Eftirlitsiðnaðurinn hefur fengið að blómstra í tíð ríkisstjórnar vinstri flokkanna og hafa margir gagnrýnt útþensluna“,

„En svo er annað sem skilar litlu... Lausnir VG á vanda virðast vera auknir skattar og stærri opinberar stofnanir. Ekki síst opinberar eftirlitsstofnanir“.

„Þetta ágæta fólk unir sér svo vart hvíldar þegar kemur að forsjárhyggjuáráttu sinni og framleiðir stofnanir og leyfisnefndir vopnaðar reglugerðum sem hafa í raun ekki annan tilgang en að hafa eftirlit með hvor annarri“. (Eyþór Arnalds, Friðrik Friðriksson, Gísli Freyr Valdórsson, Rögnvaldur Hreiðarsson)

Og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hrópaði úr ræðustól landsfundarins: „engar nefndir, engar tafir“ (í þágu heimilanna auðvitað).

Samtök atvinnulífsins (samtök þeirra sem framleiða nautabökur án nautakjöts) ályktuðu árið 2003 að „Draga þarf úr umfangi opinbers eftirlits“.

 Markmið laga um opinbert eftirlit er að „stuðla að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd“. Sem sagt; stuðla að velferð „heimilanna“.

 Þegar lýðskrumið nær hæstum hæðum, þegar „heimilisvinirnir“ hrópa hærra um „hag heimilanna“, þá verða „heimilin“ virkilega að vara sig. 


Heimilin - drifkraftur þjóðfélagsins?

sweet Home„Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins“ Þetta er tilvitnun í ályktun síðasta flokksþings Framsóknarflokksins.

Er þetta rétt?

Mitt heimili er 113 fm íbúð í miðborginni. Þegar við hjónin förum í vinnuna og yfirgefum heimilið þá á að vera rólegt þar; ekkert að gerast.

Er eitthvað í gangi sem við vitum ekki um?


Tölum upp krónuna

kronanÍ dag ætla ég að „tala upp“ krónuna. 
En fyrst nokkra staðreyndir:
Sá sem tekur lán í íslenskum verðtryggðum krónum en fær sín laun í óverðtryggðum krónum tapar þegar hún fellur.
Sá sem tekur lán í íslenskum verðtryggðum krónum tapar þegar verðlag hækkar því vísitalan sem verðtryggingin miðast við hækkar.
Sá sem fær laun greidd í íslenskum krónum en tekur lán í erlendum gjaldmiðli (löglega) lendir í miklum hremmingum þegar krónan fellur.
Sá sem tekur óverðtryggt lán í íslenskum krónum þarf að borga hærri vexti vegna þess að krónan er óstöðugur gjaldmiðill.


Íslendingar framleiða fátt af því sem þeir nýta í sínu daglega lífi. Það er innflutt að mestu.
Lítið í kringum ykkur - hvað af því sem þið sjáið er framleitt hér? Og það sem er framleitt hér er oftast framleitt með innfluttum vélum og/eða hráefni. Þegar krónan fellur hækkar þetta allt og krónan í launaumslaginu rýrnar.


Krónan er svo erfið í meðförum að henni er nú skipt í flokka. Einn flokkur er hin venjulega króna sem ekki er hægt að nýta í neitt nema að borga laun. Annar flokkur er verðtryggða krónan. Sennilega einn sterkasti gjaldmiðill í heimi. Lánveitendur og lífeyrissjóðir hafa notað þessa krónu vegna þess að venjuleg króna er stórhættuleg eign.
Þriðji flokkurinn er svo sú króna sem erlendir kröfuhafa versla með um þessar mundir.
Verðtryggingin er afleiðing óstöðugs gjaldmiðils; krónunnar. Ef engin er verðbólgan þá er verðtryggingin óvirk. Óstöðuga sífallandi krónan er ein orsök verðbólgunnar og því fæðir hún verðbólguna sem síðan virkjar verðtrygginguna.
Íslenska krónan hefur fallið frá því að hún var tekinn upp sem gjaldmiðill og er ekki nema brotabrot af því sem hún áður var. Þó er búið að snyrta hana með því að taka af henni núll.

Lengi lifi íslenska krónan!


Af hverju málþóf?

imagesAthyglisverðar vangaveltur hjá Guðmundi J. Guðmundssyni kennara. Greinin heitir Af hverju málþóf? og birtist í Fréttablaðinu 4. jan. s.l.

Í allsherjargíslingu

Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.

Málþófshrókar

Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum.


Hin "afskaplega takmarkaða þekking" Bjarna Benediktssonar.

BB israelNú ríkir aftur vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og stjórnvalda á Gaza. Þetta vopnahlé er eitt af ótal mörgum sem þessir aðilar hafa samið um, en reynslan kennir okkur að nýja vopnahléð mun brátt falla úr gildi og átök hefjast á ný.

Það er vegna þess að það hefur ekkert breyst, það er enn stefna síonistanna sem stjórna Ísrael að Palestínumenn skulu aldrei eignast eigið ríki. Enn eru við völd í Ísrael yfirvöld þar sem innanríkisráðherran vill „sprengja Gazabúa aftur til steinaldar“ og Ísraelsher mun halda áfram umsátri sínu um Gazaströndina svo lengi sem Ísrael fær stuðning frá ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum.

Ef síonistar hefðu aðrar áætlanir en að gera líf Palestíumanna að helvíti á jörð og hrekja þá burt, þá gætu þeir snúið við blaðinu á morgun, hætt byggingu landtökubyggða og samið um landamæri. En síonistar ætla að yfirbuga þjóðina sem átti landið og stela því litla sem eftir er. Það þarf ekki annað en að lesa nýjar tilkynningar þeirra um auknar landræningjabyggðir á Vesturbakkanum og Jerúsalem til að sjá hvert þeir stefna. Vopnahléð er ekki heilagt í augum síonista, það er aðeins hlé á stórárásum og fjöldamorðum. Áfram halda þeir sínum daglegu drápum, bæði á Gaza og Vesturbakkanum. Daginn eftir að nýjasta vopnahléið gekk í gildi þá drápu ísraelskir hermenn Anwar Qadiah, 20 ára gamlan Gazabúa. Hans dauðasök var að veifa fána. Og á öðrum degi drápu þeir enn einn ungan vopnlausan Palestínumann.

Hverjir styðja síonista?

Á Íslandi eru það fyrst og fremst talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem túlka sjónarmið síonista. Í umræðum á Alþingi um viðurkenningu Íslands á ríki Palestínmanna í fyrra sagði Bjarni Benediktsson „að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru“. Í janúar 2009, þegar Ísrealsher myrti 300 börn á Gaza, var Bjarni formaður utanríkismálanefndar. Þá vissi hann „að það þarf auðvitað ávallt í umræðunni um þessi mál að taka tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja Ísraelska borgara“. Og nýlega, þegar Ísraelsher gerði enn eina árásina á Gazaströndina, sagði hann í ræðustól Alþingis „Við skulum hafa það í huga, til þess að allt sé haft með sem máli skiptir í þessari umræðu, að þessu sinni kom neistinn sem kveikti í púðurtunnunni frá Hamas-samtökunum, sem hafa lýst því yfir að það er þeirra stefna að það þurfi að þurrka út Ísraelsríki“.

Þessar þrjár tilvitnanir sýna að Bjarni styður Ísraelsríki. Þegar rætt er um réttindi Palestínumanna þá bregður hann fyrir sig þekkingarleysi. Þegar Ísraelsher gerir stórárásir þá segir hann upptökin hjá Palestínumönnum og að taka verði tillit til varnahagsmuna Ísraelsstjórnar. Þekkingaleysið sem Bjarni reynir að eigna öllum Íslendingum er pólitískt bragð, ætlað til stuðnings glæpaverkum síonista. Bjarni velur vandlega þær stundir þegar „takmarkaða þekkingin“ skal ráða og hinsvegar þegar hann treystir sér til að segja okkur nákvæmlega hvernig atburðirnir þróast og hver á upptökin. Það sýnir sig að þekking Bjarna fylgir taktfast afstöðu stjórna Bandaríkjanna og Ísraels.

Hamas vill „þurrka út Ísraelsríki“ segir Bjarni. Ísraelsríki hefur stækkað jafnt og þétt frá 1948. Hver er að eyða Palestínu, sem hefur nánast horfið á þessu sama tímabili?

Þekkir Bjarni sögu síonismans? Árið 1897 samþykkti WZO, heimssamtök síonista, að stefna á yfirtöku Palestínu. Og það hefur gengið eftir. Samt telur Bjarni aðalatriðið óraunhæfar yfirlýsingar Hamas. Samtök sem hafa enga möguleika til þess sigra Ísraelsher. Er það „takmörkuð þekking“ sem stýrir hugsun Bjarna? Eða er hann að reyna að blekkja Íslendinga?

Hamas „kveikti neistann“ að þessu sinni segir Bjarni. Hefur hann betri upplýsingar en Gershon Baskin, ísraelskur samningamaður, sem tók þátt í vopnahlésviðræðum Hamas og Ísraelsstjórnar? Gershon ofl. hafa lýst aðdraganda síðustu átaka. Það var Ísraelsher sem hóf árásir og var búinn að drepa tvo drengi og einn foringja Hamas áður en þeir svöruðu með flugskeytum.

„Taka verður tillit“ til varnarhagsmuna Ísraels segir Bjarni. Hvað er Ísraelsher að verja? Herinn er að verja hernám, landrán og herkvína sem Gazabúar búa við. Hvernig getur íslenskur stjórnmálamaður varið slíka hagsmuni?

Á rúmum sextíu árum hafa Palestínumenn misst fósturjörð sína í hendur innflytjendum, nýlendusinnum, sem komu frá Evrópu með þá yfirlýsingu að þeir ættu þarna einhvern landskika. Vel vopnaðir og með stuðningi helstu hervelda heims hafa draumar þessara landtökumanna hægt og bítandi orðið að martröð frumbyggjanna og alls heimsins í raun. Og Palestínumenn hafa mátt sitja nánast aðgerðarlausir - öll mótspyrna þeirra hefur verið barinn niður með sífellt fullkomnari vopnum og auknu mannfalli og landamissi. Þeir eru ófrjálsir í eigin landi og njóta ekki þeirra mannréttinda sem Íslendingar telja sjálfsögð. Ætlar Bjarni Benediktsson og flokkur hans að halda áfram að styðja landaránið og ófrelsið?


Einn ræfils flokksformaður

Bjarni BenKlisjan, sem Bjarni Ben flutti áðan í ræðustól Alþingis, um að Hamas ætli að útmá Ísraelsríki er mikið notuð hjá þeim sem vita einna minnst um málin og hugsa ekki rökrétt.

Allir sem hugsa rökrétt vita að Hamas eða önnur samtök Palestínumanna hafa ekki minnstu möguleika á að skaða Ísraelsríki sem neinu nemur og hvað þá að þurrka það af yfirborði jarðar. Þetta þarf ekki að ræða.

Þegar þetta er frá þá geta menn velt því fyrir sér hvaða vandamál Palestínumenn eru að kljást við.

Á rúmum sextíu árum hafa þeir misst fósturjörð sína í hendur grimmum nýlendusinnum sem komu frá Evrópu með þá glóð í hjarta að þeir ættu þarna einhvern landskika.

Trú byggð á gömlum bókum en engum sönnunum. það finnast ekki einu sinni fornleifar sem styðja kröfu þeirra. Vel vopnaðir og með stuðningi helstu hervelda heims hafa draumar þessara landtökumanna hægt og bítandi orðið að martröð frumbyggjanna og alls heimsins í raun.

Og Palestínumenn hafa mátt sitja nánast aðgerðarlausir - öll mótspyrna þeirra hefur verið barinn niður með sífellt fullkomnari vopnum og auknu mannfalli og landamissi. Þeir njóta ekki sjálfsögðustu mannréttinda sem venjulegir Íslendingar telja sjálfsagða - nema auðvitað þeir sem eru á móti mannréttindum fyrir suma og styðja forréttinda annarra.

Og svo stendur einhver ræfils flokksformaður í ræðupúlti á Íslandi og segir að fórnarlambið hafi byrjað að hrekkja glæpamanninn. Er þetta boðlegt?


Að núllstilla gáfnamælinn

GáfnamælingEftirfarandi kom í huga minn eftir smá innlit í á vettvang DV þar sem ríkja deilur milli þeirra sem styðja árásarstríð síonista gegn Palestínumönnum og þeirra sem kjósa veg mannréttinda og friðar:

Ef Raunvísindastofnun Háskólans ætlar að núllstilla gáfnamælinn þá virðist kommentakerfið hjá DV vera ágætis vettvangur.

Þar birtast ritsmíðar eftir fólk sem hefur ekki vitsmuni til að greina á milli árásaraðila sem hefur í 60 ár rænt landi og myrt fólk - og þeirra sem eru fórnarlömb árásanna og reyna af veikum mætti að sýna mótspyrnu.

Hér er akurinn fyrir fordóma og fíflaskap.

 

Myndin sýnir núllstilltan síonista. 


Hvað myndir þú gera?

Hvað ber að geraSíonistar halda því fram að Ísraelsher sé að verja landið eftir ítrekaðar flugskeytaárásir frá Gaza. Þeir hafa birt meðfylgjandimynd  sem sýnir Big Ben, Frelsisstyttuna og Eiffelturninn og spyrja: Hvað myndir þú gera? - ef yfir þig rignir flugskeytum.

Barack Obama hefur einnig varpað fram þessari spurningu og einnig síonistinn Alan Dershowitz sem kom hingað í heimsókn 2008. Hann vildi að Reykvíkingar reyndu að setja sig í spor Ísraela með eftirfarandi samlíkingu í Mbl.: „Hvað myndu Reykvíkingar gera ef Grænlendingar byrjuðu að skjóta eldflaugum og fela sig bak við almenna borgara. Þið mynduð ekki líða slíkt“ (hann endurtók þessa samlíkingu í Silfri Egils 6/4 08)

Vissulega yrðu Reykvíkingar hlessa ef eldflaugum yrði skotið frá Grænlandi, sérstaklega þar sem við höfum ekki verið að abbast uppá Grænlendinga. Eiginlega ekki síðan Eiríkur Rauði var þar á ferð. Ef Reykvíkingar hefðu hins vegar, í marga áratugi, stundað það að stela landi af Grænlendingum, byggt þar ólöglegar nýlendur fyrir Íslendinga, varpað niður sprengjum úr flugvélum á Grænlendinga, skotið með fallbyssum á byggðir þeirra, farið þar um á skriðdrekum og drepið menn unnvörpum, þá ætti það ekki að koma okkur mjög á óvart þótt þeir reyndu að svara fyrir sig. Reykvíkingar eru varla þau fífl að halda að þeir kæmust upp með slíka glæpi gegn grönnum sínum átölulaust og án afleiðinga.

Ef talsmenn Reykvíkinga færu síðan um víðan völl og segðu umheiminum að Grænlendingar (sem efalaust yrðu stimplaðir hryðjuverkamenn) væru sífellt að hrella íbúa borgarinnar og að friður væri það eina sem hugurinn þráði – þá væri hætt við að það yrði ekki mikið mark tekið á þessum útlistunum.


Engin nýlunda

Gaza2012Morðárásir Ísraelshers á Palestínumenn á Gaza um þessar mundir er engin nýlunda.

Benny Morris, ísraelskur sagnfræðingur og síonisti, hefur rannsakað fjöldamorð og nauðganir sem herir síonista beittu gegn palestínumönnum 1948 og 49.

Hann skýrir frá því að í skjalasöfnum ísraelska hersins séu skjöl sem sýna að fyrirskipanir um þjóðernishreinsanir. Hann skýrir einnig frá því að Ben Gurion hafi látið þagga málin niður.

Benny Morris er síonisti eins og fyrr segir og telur að fjöldamorðin hafi verið réttlætanleg.

Hér er smá úrdráttur úr viðtali við hann:

According to your findings, how many acts of Israeli massacre were perpetrated in 1948?

"Twenty-four. In some cases four or five people were executed, in others the numbers were 70, 80, 100. There was also a great deal of arbitrary killing. Two old men are spotted walking in a field - they are shot. A woman is found in an abandoned village - she is shot.

There are cases such as the village of Dawayima [in the Hebron region], in which a column entered the village with all guns blazing and killed anything that moved. "The worst cases were Saliha (70-80 killed), Deir Yassin (100-110), Lod (250), Dawayima (hundreds) and perhaps Abu Shusha (70). There is no unequivocal proof of a large-scale massacre at Tantura, but war crimes were perpetrated there. At Jaffa there was a massacre about which nothing had been known until now. The same at Arab al Muwassi, in the north. About half of the acts of massacre were part of Operation Hiram [in the north, in October 1948]: at Safsaf, Saliha, Jish, Eilaboun, Arab al Muwasi, Deir al Asad, Majdal Krum, Sasa.

In Operation Hiram there was a unusually high concentration of executions of people against a wall or next to a well in an orderly fashion. "That can't be chance. It's a pattern. Apparently, various officers who took part in the operation understood that the expulsion order they received permitted them to do these deeds in order to encourage the population to take to the roads. The fact is that no one was punished for these acts of murder. Ben-Gurion silenced the matter. He covered up for the officers who did the massacres."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband